Led Zeppelin Hljómsveitin Led Zeppelin var saman sett af söngvaranum Robert Plant, gítarleikaranum Jimmy Page, trommaranum John Bonham og bassa og hljómborðsleikaranum John Paul Jones.

Hljómsveitinn var stofnuð 1968 og fyrsta plata þeirra kom út í janúar 1969 og hét hún bara Led Zeppelin. Tveim mánuðum eftir að hún var gefin út var hún komin á topp 10 listann í Bandaríkjunum. Árið 1969 voru þeir að ferðast í Bandaríkjunum og Englandi og héldu tónleika. Á ferðalagi sínu tóku þeir upp næstu plötu sem heitir einfaldlega Led Zeppelin II. Þessi plata var á toppnum í Bandaríkjunum í 7 mánuði.

Nú var Led Zeppelin orðin heimsfræg hljómsveit og mjög vinsæl. Næsta plata þeirra hét Led Zeppelin III og var einnig mjög vinsæl. Það var samt ekkert miðað við næstu plötu sem kom út undir engu nafni en er almennt kölluð Led Zeppelin IV. Á þessari plötu voru þekktu lögin Black dog, Rock and Roll, The Battle of Evermore, Stairway to Heaven og When the leeve breaks. Platan náði aldrei toppnum í USA en var samt mest selda plata allra tíma, þ.e.a.s. seld voru meira en 16 milljón eintök. Á plötunni er heimsþekkta lagið Stairway to Heaven, sem er talið eitt besta lag allra tíma og besta lag Zeppelin. Lagið varð mest spilaða lag í sögu útvarps og er meistarastykki út af fyrir sig. Eftir þessa plötu gáfu Zeppelin út eftirfarandi plötur: Houses of the Holy(1973), Physical Graffiti(1975), Presence(1976) og In through the Out door(1979). Endalok hljómsveitarinnar voru svo 25. september 1980 en þá fannst trommuleikarinn John Bonham dauður í sinni eigin ælu í rúminu sínu. Í desember sama ár tilkynntu Led Zeppelin að þeir væru hættir.

Led Zeppelin er að mínu mati ein besta hljómsveit allra tíma. Uppáhaldslögin mín með Zeppelin eru eftitfarandi lög: Stairway to heaven, Dazed and confused, Good times - bad times, Immigrant song, Black dog, Communication breakdown, Trampled underfoot og Kashmir. Þess má geta að Led Zeppelin kom til Íslands á listahátíð 1970 og héldu tónleika í Laugardalshöll
Ég er æðsti Blautmaður, æðri en þú og þú ert bara blautblaðra skammastu þín.