Topp 5 listar

Það koma stöku sinnum á undiráhugmálum þessara áhugamála greinar þar sem fólk kemur með uppáhalds hljómsveitir/tónlistarmenn sína, alltaf þegar þannig hefur verið þá hefur fólk bara sagt hljómsveitir eða tónlistarmenn sem tengjast því áhugamáli. Þessvegna hef ég ákveðið að senda svona inn enn einu sinni nema bara á þetta áhugamál svo fleira fólk geti tekið þátt :) Ég vil taka það fram að ég nefni bara hljómsveitina sem gerði þá fræga eins og þeir eru í dag. Adminar, ég vil taka fram að gera þessa lista tók 2 klukkutíma :)

Topp 5 hljómsveitir:
1. The Beatles
Einfaldlega langbest að mínu mati.
2. Pink Floyd
Þeir eru með svona grípandi texta og frábæran hljóðfæraleik.
3. Creedence Clearwater Revival
Þessir meistarar komu gömlu rokki aftur í gang árið 1968 sem varð til þess að bítlarnir tóku upp sinn gamla “She loves you, yeah yeah” stíl nema bara með þroskaðari og betri hljóðfæraleik og textum.
4. Led Zeppelin
Þessi hljómsveit væri örugglega miklu ofar hefði ég hlustað meira á þá meira. En ég er ennþá að móta tónlistarsmekk minn þessvegna efast ég ekki um að þeir verði ofar á þessum lista í framtíðinni, komu til Íslands í júní 1970
5. The Clash
The Clash ásamt The Sex Pistols voru einfaldlega upphafsmenn pönksins.

Topp 5 tónlistarmenn:
1. George Harrison
Þegar bítlarnir hættu þá byrjuðu þeir allir sólóferill, George var með langbesta að mínu mati, þar að auki frábær gítaristi. Megi hann hvíla í friði.
2. David Bowie
“The only rockstar this world will ever have is David Bowie”, þessa setningu sagði John Lennon. Las hana í undirskrift hér á huga :) David Bowie er frábær tónlistarmaður og Ziggy stjörnuryk er kúl.
3. John Lennon
Á bítlaárunum var hann góður og Imagine var góð plata. Eini gallinn var þetta kellingarhræ hans sem heimtaði að vera með :) Megi hann hvíla í friði.
4. Paul McCartney
Hann stofnaði hljómsveit eftir Bítlanna sem hét Wings ásamt konu sinni sem var talsvert hæfileikameiri en Yoko :)
5. Weird Al Yankowic
Merkilegir textar :) Búinn að vera semja efni í 20 ár og fólk fær aldrei leið af honum. Semur mest af textunum sjálfur.

Topp 5 söngvarar:
1. Freddie Mercury (Queen)
Fallegasta söngrödd sem ég hef á ævi minni heyrt. Í laginu Bohemian Rhapsody þá heyrist hvað hún er svakalega fjölbreytt.
2. Robert Plant (Led Zeppelin)
Stairway To Heaven og Since I've Been Loving You eru góð dæmi um hvað hann er svakalega góður í sínu.
3. Jim Morrison (The Doors)
Svakalega grípandi rödd og mjög falleg.
4. David Bowie
Hann er frábær þessi maður í sínu brúki, frábær rödd.
5. Paul McCartney (The Beatles)
Hann var frábær söngvari þessi maður, með náttúrulega rödd.

Topp 5 gítarleikarar:
1. Jimi Hendrix (Expirience Hendrix)
Á öllum listum yfir 100 bestu gítarleikara heim er þessi maður efstur, enda er ástæða fyrir því. Má til gamans geta að sólóið í laginu Hey Joe spilar hann með tönnunum :)
2. Jimmy Page (Led Zeppelin)
Það þarf nú ekki að útskýra afhverju þessi maður er hér.
3. Tony Iommi (Black Sabbath)
Þessi maður á til með að koma með æðisleg riff, tek bara Iron Man sem dæmi.
4. Eric Clapton (The Yardbirds)
Þessi maður er kraftaverkamaður. Hef ekkert annað að segja um hann :/
5. Kirk Hammett (Metallica)
Hef eiginlega enga ástæðu til að hafa hann hér, mér fannst bara eitthvað eiga heima hérna.

Topp 5 trommarar
1. John Bonham (Led Zeppelin)
Þessi maður slær húðir að fullum krafti eins og honum er lagið.
2. Lars Ulrich (Metallica)
Þarfnast ekki útskýringar.
3. Björgvin Ploder (Sniglabandið)
Frábær trommari einfaldlega :)
4. Ringo Starr (The Beatles)
Í lögum á borð við Strawberry Fields Forever og Tomorrow Never Knows þá sýnir hann einfaldlega snilld sína.
5. John Densmore (The Doors)
Þessi maður er hérna til að fylla út þennan lista :)

Topp 5 lög:
1. Shine on You Crazy Diamond (Pink Floyd)
Besta lag sem ég hef heyrt á ævi minni.
2. Bohemian Rhapsody (Queen)
Lag um misheppnuð ástarsambönd samkvæmt Queen :) Freddie söng þetta guðdómlega.
3. Stairway to Heaven (Led Zeppelin)
Vá… vá… frábær tónlist þarna á ferð, sólóin hjá Jimmy Page eru frábær og ekki má gleyma trommuleik John Bonhams
4. A Day in the Life (The Beatles)
Bítlarnir eiga helling af vönduðum lögum en þetta er lang vandaðast. Hljóðfæraleikurinn er frábær og veikur söngur John er mjög grípandi.
5. Helter Skelter (The Beatles)
Þetta lag átti að vera svar Paul við þungarokksbylgjunni sem var að hefjast á þessum tíma. Þetta lag hafði ekki eins góð áhrif á Charles Manson og marga. Hann taldi þetta leiðbeiningar um að hann ætti að fara í hús Roman's Polanski og drepa ólétta konu hans í rauninni var þetta bara um rússibana. (Takk roadrunner og Redfish)


Endilega að gera svona lista líka :)
Þurfið ekki að skrifa alla listana endilega skrifa þótt þú hlustir á hip-hop/techno/jazz/blús/klassísk/íslenskt,
AlmarD