Nú þegar Muse eru að koma og spila hér á klakanum 10 des. ákvað ég að senda þessa grein til að reyna að útskýra af hverju ég, ásamt fullt af fólki, ætla að leggja á mig yfir 12 klukkustunda bið í kannski drullukulda og leiðindum fyrir utan skífu verslun á laugarveginum.
Kannski helsta ástæðan af hverju ég ætla að leggja á mig þessa þolraun er þessi: Skífan er spillt verslun! Ástæðan af hverju ég segi það því ég var einn af vitleysingjunum sem biðu fyrir utan skífuna laugarvegi fyrir Rammstein tónleikana. Fórum klukkan 9 um kveldið í snjógöllum og með nesti og fínlegheit og þegar við komum töluðum við verslunarstjórann um hvort það væri ekki nægir stúkumiðar fyrir mig og 3 félaga mína (vorum allir að kaupa 4 miða þannig að okkur vantaði 16). Verslunarstjórinn sagði “ekkert mál, við fáum 50 stúkumiða og helling af stæðismiðum”. Ánægðir og glaðir plöntuðum við okkur fyrir utan og biðum.
Við vorum ekki búnir að bíða í klukkutíma þegar fleira fólk var byrjað að mæta. Kom fólk með græjur þannig að Rammstein var spilað í góðum fíling og svo var auðvitað spjallað við fólkið.
Öðru eins rugli hef ég aldrei lent í á einu kveldi. Til dæmis komu fullt af fólki sem var að djamma feitt að spjalla við okkur, eins og gaur sem kenndi einhverri bók um kommúnisma sem er víst bönnuð um það að hann væri búinn að eyðileggja líf sitt. Svo var annar sem var geðveikt brjóstumkennanlegur sem var búinn að drulla feitt á sig (ógeðsleg lykt) og svo voru einhverjir apakettir sem kveiktu í morgunblöðum sem einhver heiðarlegur borgari átti að bera út og lögreglan kom og varð þvílíkt vesen út af þessu máli.
Svo þegar klukkan varð tíu mín. í opnum varð stemmningin rafmögnuð. Mínúturnar liðu hægt, og allir voru komnir í viðbragðsstöðu. Svo opnaðist hurðin og við hlupum inn, loksins uppskárum við ávöxt erfiði okkar, stúkumiða á allra heitustu hljómsveitina á Íslandi! Þvílík hamingja.
Nú kem ég með ástæðuna af hverju Skífan er búð aumingja og kynvillinga og ég versla aldrei við þá nema ég þurfi þess nauðsynlega: STÚKUMIÐARNIR VORU 8!!!. Við auðvitað brjálaðir spurðum hvað varð eigilega um miðana en einu svörin sem við fengum voru “við fengum ekki fleiri…” en auðvitað voru starfmennirnir búnir að kaupa sér miða fyrir sig og vini sína. Veit ég það með vissu því vinnufélagi minn fékk stúkumiða frá vini sínum sem vann í Skífunni Laugarvegi. Svo voru miklu færri miðar í stæði en fyrir alla 600 sem voru í röð fyrir utan.
Auðvitað varð ég brjálaður að ég fékk ekki stúkumiða, en ég fékk samt miða á tónleikana, annað en sumir. Held ég líka núna að ég hafi ekkert skemmt mér meir sitjandi í sæti njótandi tónlistarinnar heldur en hoppandi fremst eins og hálfviti. Verst er að það leið nærrum því yfir mig út af hita (var líka veikur, þvílík óheppni) svo ég var dreginn yfir áhorfendur og fékk vatn og spjallaði við Rauða-Krossinn.
Bæði voru ég og vinir mínir sammála mér í því að það var geðveikt gaman að bíða í röðinni fyrir utan Skífuna. Bæði var fólkið stórskemmtilegt og svo var brjáluð stemning í öllu liðinu sem væri gaman að endurtaka. Svo ég ætla að mæta eldsnemma um kveldið daginn fyrir sölu miðanna, vonandi að ég sjái sem flesta.