John Frusciante

Ég ætla að gera hér grein um John Frusciante en það er gítarleikarinn í Red Hot Chili Peppers. John er í miklu uppáhaldi hjá mér og chili peppers líka.

John Anthony Frusciante er fæddur 5 mars, 1970 og er semsagt 33 ára í dag og hefur farið í gegnum margt á þeim árum. Johnny fékk sinn fyrsta gítar 11 ára og hefur ekki látið hann frá sér síðan, en Johnny ólst upp við að hlusta á Jimi Hendrix, Frank Zappa og fleiri en þeir höfðu mikil áhrif á hann, John átti líka víst að hafa stundað sjálfsfróun mikið á sínum yngri árum. Þegar Johnny var unglingur stóð hann í röð fyrir prufur í Frank Zappa, uppáhladsbandið hans en að hans sögn bailaði hann á því og hætti við. Johnny á víst að hafa skráð sig í gítarskola einhverntímann en hafa eiginlega aldrei mætt og má segja að hann hafi aldrei farið í gítarkennslu. Þegar hann var 15 ára sá hann tónleika með Chili Peppers og var strax við það mikill aðdándi þeirra. John varð því seinna meir mikill vinur þeirra og þá sérstaklega náinn Flea. Eitt sinn var Hillel Slovak (fyrrv. gítarleikari chili peppers) að ræða við John og spurði hann John “Would you still like the Chilis if they got so popular they played in the LA forum?” and John answered “No, it would ruin the whole thing that’s great about the band…”. John fór að heiman 16 ára gamall í leit að vinnu og íbúð.

Þegar Slovak dó 1988 , en hann tók of stóran skammt af heroini. Við það hætti Jack Irons trommari og kom chad Smith í stainn, Anthony söngvari fór til Mexico í 2 vikur að átta sig en síðan var John boðið að koma í Chili Peppers sem hann þáði en John var þá mjög djúpt sokkin í dópinu. Hann tók upp með þeim 2 plötur, Mother´s milk 1989 og Blood Sugar Sex Magig og urðu RHCP gríðarlega vinsælir við þær plötur. Þegar Chili Peppers áttu að stíga á svið í Japan 1992 neitaði John að fara uppá svið en hann og Anthony höfðu ekki talast við lengi þá. Chili Peppers náðu að ná Johnny uppá svið og kláraði John tónleikana en fór heim daginn eftir og hætti í bandinu. Hann höndlaði ekki frægðina og sat samtal hans og Hillel fyrir 4 árum enn fast í honum. Þegar John var spurður hvað ætti að segja aðdáendunum sagði hann,“Tell them I went crazy.” Dave Navarro tók hans stað og gerðu þeir eina plötu sem kom út 1995 og hét One Hot Minute.

Fyrst eftir að hann hætti í bandinu var John aðallega í því að mála málverk og taka heróin í miklum mæli. En byrjaði á sólo ferli og 1994 kom út platan Niandra La Des and Usually Just a T-Shirt sem er að mínu mati hans besta sóloplata en John var reyndar löngu byrjaður á plötunni. Árið 1997 kom síðan út hans önnur sóloplata sem hét Smile from the Streets You Hold en hún var mun slakari en hans fyrsta og sagði John að hann hefði aðeins gert þessa plötu til að fá pening fyrir dópi. Stuttu seinna fór John í meðferð og var Flea stór partur í að hann fór í meðferð en þeir héldu sambandi öll árin sem John var ekki í chili peppers en John talaði ekkert við Chad og hann og Anthony voru hinir mestu óvinir. Flea bað síðan John að snúa aftur í Chili Peppers og gerði John það.

RHCP gerðu síðan Californication sem nutu gríðarlegar vinsælda eins og með By The Way. Árið 2001 kom síðan út 3 sóloplata hans og bar hún nafnið To Record Only Water For Ten Days og er þar á ferð gott stykki. RHCP spila enginn lög á tónleikum af plötunni One Hot Minute því John var ekki í bandinu þá og ekki spila þeir heldur neitt af Mother´s Milk því John líkar ekki við spilamennsku sína þar. John hlustar mikið á Doo Wop og er mikill aðdándi The Chantels og tekur stundum lagið Maybe með The Chantels. Hann og Anthony eru bestu vinir í dag og sitja oft tímunum saman hlustandi á doo wop. John er einn sá besti gítarleikari í heiminum og ég mikill aðdándi hans. Ég ætla að vona að þið hafiið haft gaman að þessari grein minni.

Já og svo minni ég á að nýr diskur frá John Frusciante kemur í Febrúar 2004 og ber hann nafnið Shadows Collide With People.