Verkefnastjóri er sá sem hefur yfirumsjón með öllum verkþáttum þegar kerfið er smíðað. Hann þarf sem sagt að vera mjög vel inní öllu sem því viðkemur, þarfagreiningu, kerfisgreiningu, forritun, prófun og þess háttar. Hann ætti einnig að skera úr um vafaatriði ef þau koma upp og hann hefur úrslitaákvörðun í þeim efnum. Kerfið sem smíðað er litast því óhjákvæmilega af skoðunum og hugmyndum verkefnastjóra. Þetta er að minnsta kosti mín sýn á þetta mál.