Ok, ég veit ekki hvort þetta er galli í leiknum eða eitthvað. Núna finnst mér mjög gaman að taka slök lið, byggja þau upp og gera þau að stórveldum. Málið er að mér finnst neðri deildirnar svo leiðinlegar (sérstaklega con, 3. og 2. deildin), alltof léttar og langdregnar, en það er hægt að losna við það.
Taka fyrsta tímabilið í efstu deild og fá gott reputation, taka síðan við liði í neðri deildunum, styrkja það eitthvað og fá góða lánsmenn - stilla liðinu vel upp og fara svo á Holiday allt tímabilið.
Ég hef gert þetta núna við 3 lið (Halifax, Plymouth og Stalybridge Celtic (komu upp í conference eftir 1. tímabil) lendi alltaf í efsta sæti og er að ná oftast yfir 100 stigum í 3 neðstu deildunum, og þetta tekur ekki nema 2-3 tíma, sem þú eyðir að mestu fyrir framan sjónvarpið eða leika þér á netinu!!