Stigatafla frá upphafi, merkilegt! Ég tók mig hérna til og reiknaði út stigatöflu frá upphafi úrvaldeildarinn fram að yfirstandandi tímabili, tók það ekki með þar sem því er einfaldlega ekki lokið. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að lið 10.áratugsins, Manchester United er langefst og síðan fylgja Arsenal og Liverpool í kjölfarið. Einna helst kom það mér óvart hversu ofarlega lið eins og Aston Villa og West Ham eru en merkilegast finnst mér samt að Newcastle er fyrir ofan lið eins og Tottenham, Everton og Southampton, þrátt fyrir að hafa verið tímabili minna í deildinni.
Lið Leikir MS MÁ MH Stig
1.Manchester United 392 789 360 +429 825
2.Arsenal 392 598 364 +234 695
3.Liverpool 392 643 408 +235 667
4.Leeds United 392 528 437 +91 612
5.Chelsea 392 569 441 +128 598
6.Aston Villa 392 489 434 + 55 576
7.Newcastle United 350 452 419 +33 559
8.Totttenham Hotspur 392 518 534 -16 516
9.Everton 392 478 538 -60 488
10.Blackburn Rovers 316 464 366 +98 486
11.West Ham United 350 420 476 -56 458
12.Southampton 392 466 581 -115 456
13.Coventry City 354 387 490 -103 409
14.Sheffield Wednesday 316 409 453 -44 392
15.Wimbledon 316 384 472 -88 391
16.Middlesborough 270 319 382 -63 316
17.Leicester City 270 285 391 -106 309
18.Derby County 228 251 331 -80 263
19.Notthingham Forest 192 217 287 -70 239
20.Ipswich Town 160 219 312 -93 224
21.Manchester City 202 221 287 -66 223
22.Queens Park Rangers 164 224 232 -8 218
23.Sunderland 152 167 211 -44 195
24.Norwich City 126 163 180 -17 168
25.Charlton Athletic 114 130 142 -12 137
26.Crystal Palace 122 119 181 -62 127
27.Bolton Wanderes 114 124 194 -70 109
28.Sheffield United 84 96 113 -17 94
29.Oldham Athletic 84 105 142 -37 89
30.Bradford City 76 68 128 -60 62
31.Fulham 38 36 44 -8 44
32.Barnsley 38 37 82 -45 35
33.Swindon Town 42 47 100 -53 30
34.Watford 38 26 35 -9 24

Síðan datt mér svolítið sniðugt í hug og reiknaði út fjölda stiga á leik að meðaltali, og gerði ég það með því að deila í stigjafjölda með leikjafölda. Læt ég fylgja með 15 efstu liðin í þeirri töflu og þar ýmislegt athyglisvert.

Lið Stig á leik að meðaltali
1.Manchester United 2.104
2.Arsenal 1.772
3.Liverpool 1.701
4.Newcastle United 1.597
5.Leeds United 1.561
6.Blackburn Rovers 1.537
7.Chelsea 1.525
8.Aston Villa 1.469
9.Ipswich Town 1.400
10.Norwich City 1.333
11.Queen's Park Rangers 1.329
12.Tottenham Hotspur 1.316
13.West Ham United 1.308
14.Everton 1.244
15.Sheffield Wednesday 1.240

Þarna vekur helst athygli mína að Newcastle er komið alla leið upp í 4.sæti og Blackburn upp í það 6. Sömuleiðis finnst mér gaman að sjá lið eins og Ipswich, Norwich og QPR svona ofarlega. Einna merkilegast finnst mér þó að Everton fellur alla leið niður í sæti númer 14.

Nú geta menn sagt hvað þeir vilja um svona töflur og hvort þær segi eitthvað. Mönnum er því frjálst að túlka og lesa úr þessu hvað sem þeir vilja. Ég vil líka hafa smá fyrirvara, því kannski er ekki allt alveg 100% rétt, því þetta tók langan tíma og ekki er loku fyrir það skotið að einhvers staðar hafi ég slegið pínu vitlaust inn eða eitthvað slíkt. En samt er öruggt að þetta er ansi nærri lagi.

Kveðja, Prai