Upphaflega átti þessi klausa að vera svar við korkinum “Battlefield Bara að taka við af Counter-Strike?” en þegar ég var kominn með 10 línur ákvað ég að eflaust væri gáfulegra að senda bara inn grein sem sýndi álit mitt á málinu ;)

Málið er það að fyrir þaulreynda CS spilara er það gífurlegt sjokk að vera skyndlega hent inn í BF heiminn. Þeir komast að því að CS hæfileikarnir koma ekki til með að fleyta þeim langt þar og fara í svolitla fýlu þegar þeir komast að því að þeir eru máske ekki jafn góðir í BF og þeir voru í CS, og vonuðust til að vera í BF. Flestir þeirra afneita því leiknum um leið vegna þess hve hann er í raun ólíkur CS. Þeir þora ekki að halda áfram að æfa sig í einhverju nýju, og kjósa að halda sig fremur þar sem þeir eru vel að sér, burtséð frá því hversu góður leikurinn er. En svo eru þeir sem ákveða að bíta á jaxlinn og halda áfram að æfa sig, því þeir sjá strax, að þarna er á ferðinni eitthvað nýtt og ferskt, og eitthvað sem tekið getur við af þeim leik sem þeir hafa verið límdir við síðastliðin ár. Það er þess vegna sem ég tel að það sé aðeins tímaspursmál þangað til að CS menningin hér á Íslandi (Og vonandi víðar) gerir sér að fullu grein fyrir ágæti leiksins og byrjar þá að spila hann af meiri ákafa, jafn vel þótt ég efist um að Counter-Strike deyi algerlega út nokkurn tíman á næstunni. Ég held að við höfum allir tekið eftir auknum fjölda græningja á simnet undanfarið og ættum við að taka á móti þeim af alúð, í staðinn fyrir að byggja upp þetta leiðinlega viðhorf sem einkennt hefur CS að undanförnu, þar sem fólk er ákært um svindl ef því gengur vel, ellegar kallað öllum illum nöfnum fyrir það eitt að gera einföld byrjendamistök.

[I'm]Jolinn