Oft kemur upp á að meirihluti spilara nennir ekki að spila eitthvað ákveðið map, eða þá að einhver fáráðlingur er að gera spilurum á public lífið leitt, og enginn er með rcon til að sjá til þess að sá spilari fá makleg málagjöld. Það er ein af þeim ástæðum sem DICE menn höfðu fyrir því að hafa (og nú í 1.4, betur um bæta) voting system í leiknum. Gallinn er nú bara sá að aðeins brotabrot af spilurum kann á, og nýtir sér þetta voting system, hversu svo sem einfalt er að nota það. Hér á eftir ætla ég aðeins að útlista hvernig á að vote-kicka player og hvernig á að vote-a nýtt map.

Byrjað er á því að fara í console (litli takkinn með kúlunni og punktunum fyrir ofan “tab” og fyrir neðan “Escape”).

Síðan ýtir maður á “Backspace” til þess að losna við að fá litlu “kúluna” á undan næsta staf sem maður skrifar.

Næst slær maður inn annað hvort þessara tveggja:

-Sé ætlunin að vote-kicka player skrifar maður einfaldlega “kick #” þar sem “#” er númerið á spilaranum sem kicka á (ath. að í patch 1.4 stendur númer spilarans fyrir aftan nafnið hans á stigatöflunni).
Dæmi: Kick 3 (Ef ég vil kicka spilara númer 3).

-Sé ætlunin að velja nýtt map þarf einfaldlega að skrifa “votemap #” þar sem “#” er númerið á mappinu sem velja á. Númerin á kortunum fara eftir því númer hvað í röðinni kortin eru í rotation á simnet, þar sem Aberdeen er fyrst o.s.frv.
Dæmi: Votemap 2 (Ef þú vilt velja map númer 2, sem nú er Battle of Britain).

ATH. Engin þörf er fyrir að skrifa “game.votemap #” eða “game.kickplayer #”, það er einfaldlega til þess að flækja málin.

Vona ég innilega að einhverjir ykkar hafi lært eitthvað nýtt og að þessi grein verði til þess að spilun á public verði allt í allt ánægjulegri.

[I'm]Jolinn