Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Vandræðalegustu augnablikin.

í Deiglan fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Humm…. af hverju er þetta bæði grein og korkur?

Re: Lemjum konurnar.

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Já! Eða að setja lög sem gera kvennalemjara réttdræpa á öllum dögum!

Re: Rammspilltir Fjölmiðlar leggja til atlögu

í Stjórnmál fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Her: Hópur manna sem er þjálfaður til að verja þjóð sína eða berjast við aðrar. Oftast í sérstökum einkennisbúningum. Að vera í her er vinnan þeirra. Byssumaður: Einhver náungi úti í bæ sem ákveður að taka byssuna sína og skjóta fólk. Er óþjálfaður og fær engin laun. Er þetta ekki bara einhvern veginn svona?

Re: Skemmdir á bílum.

í Bílar fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Eg sa thennan thatt og thetta var Elantra ekki Accent, eg a Accent thannig ad eg man tad vel. Elantra er lika meiri “luxus” typa en Accent og passar thvi betur vid urvalid sem var profad. Allir Hyundai lita mjog likt ut…

Re: Styttist í það

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 7 mánuðum
ég er nokkuð viss um að það byrji 29. okt og verður örugglega á sama tíma og murder in small town x er núna

Re: Sjálfsmorð,

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Ef maður verður skyndilega ánægður þegar sjálfsmorðsákvörðunin hefur verið tekin, af hverju drepur maður sig þá? Ég myndi allavega ekki drepa mig ef ég væri að upplifa eitthvað spennandi í lífinu, frekar ef ég væri voðalega down. Svo er ákvörðunin tekin og ég er bara: “jibbí jibbí, gaman gaman, ég er að fara að drepast, híhíhí, gaman gaman að sjá blóðið fossa út úr úlnliðnum!” Ef fólk er til sem verður glatt þegar það er búið að ákveða að deyja og drepur sig, þá er það örugglega lítil...

Re: Nöldur dagsins : 4/10/2001

í Tilveran fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Sígarettur eru náttúrulega ekkert annað en dóp þannig að þetta er það sama og með eiturlyfjafíklana, allt sem þau eignast fer í að fjármagna neysluna. Auðvitað er hægt að hætta að reykja ef viljastyrkurinn er fyrir hendi og þegar fólk á ekki fyrir baun á diskinn sinn þá ætti nú að vera nógur viljastyrkur til að sleppa sígarettunni…

Re: Við erum ungur kynþáttur og dýrslegur

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Kannski geimverur komi og kíkji á okkur en sjá þá hvað við erum mikil plága og drulla sér í burtu, eða kannski eru þær bara eins og koma svo og pissa með okkur utan í staura og girðingar…

Re: Whoa, hvað er í gangi :)

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
finnst þér virkilega ekkert skrítið að þessi hringavitleysa sé á nákvæmlega sama stað og hitt draslið…

Re: Are we alone??

í Geimvísindi fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Skemmtileg tilviljun að akkúrat þegar einhver ákveður að skilja myndavélina sína eftir úti á akri koma geimverur og geri hringi í jörðina…. Þú segist vera að pæla hvort þetta sé UFO eða hvirfilbylur… er það alveg fjarstæðukennt að þetta hafi kannski verið feik….?

Re: Eitthvað býr í reyknum!

í Dulspeki fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það eru ömurleg gæði í þessari mynd, ef það væru fullkomin gæði þá myndum við trúlega ekki sjá neitt út úr þessu. Eins og með andlitið á Mars sem snakurinn minntist á, þegar það var tekin mynd af því með mun betri gæðum þá var ekki hægt að sjá neitt andlit, bara nokkra hóla og skugga. Svo sé ég líka kærleiksbjörninn sem RebelINS minntist á, hehe, hann er efst hægra megin og er að beygja sig niður í átt að andlitinu. Fyndið! :)

Re: Smáralindin = Musteri Djöfulsins?

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Öfund, reiði, hroki, ágirnd, losti, leti, græðgi… Ætlar einhver að segja mér að það sé til sú manneskja sem hefur aldrei framkvæmt minnst eina af þessum dauðasyndum… Fyrst við erum nú hvort sem er orðin eign djöfulsins þá getum við allt eins farið í Smáralind og spreðað öllu okkar sparifé, Djöflinum til ómældrar ánægju!

Re: DÓP!

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Hvers vegna ætti að leyfa það? Til hvers að byrja að nota eitthvað sem er bannað og krefjast þess svo að fá það leyft? Það hlýst ekkert gott af þessu. Á að leyfa það bara svo hasshausarnir geti haldið áfram án þess að vera hræddir við lögregluna? Þó að þjóðfélagið tapi kannski engu á að leyfa það græðir það allavega ekki neitt. Líttu bara á Amsterdam. Þegar þeir gerðu kannabisefni leyfileg þá fylltist landið af eiturlyfjasjúklingum, ekki aðeins hasshausum heldur líka harðari neitendum, eins...

Re: Sjálfsmorð,

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Á fólk að lifa áfram í kvöl bara svo að fólkið í kringum mann líði ekki illa þegar maður drepur sig? Er það ekki eigingirni að ætlast til þess að fólk lifi bara fyrir mann þó svo þeim líði sjálfu hörmulega? Með því að lifa áfram þrátt fyrir að sjá ekki fram á það að lífið muni batna er maður í raun bara að fórna sér fyrir alla hina. Er það virkilega eigingirni að neita að fórna sjálfum sér svo öðrum líði betur. Og þetta með að gera það sem maður vill og hafði aldrei þorað áður þegar maður er...

Re: Nöldur dagsins : 3/10/2001

í Tilveran fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Það ætti nú frekar að vera í lögum að sjónvarpsefni byrjaði á þeim tíma sem auglýstur væri, ekki 8 mínútum síðar eða 2 mínútum fyrr. Það er pirrandi.

Re: Sendum bara pening beint til eigendanna

í Deiglan fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Vargur: Ég myndi nú ekki kalla þetta misnotkun á hjálpsemi almennings, fólk ræður því algerlega sjálft hvort það borgar eða ekki og veit líka í hvað þeir peningar fara.

Re: Er trúin kominn úr bókum?

í Deiglan fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Guð var fundinn upp af mönnum. Maðurinn skildi ekki hvers vegna hlutir væru til, hvernig allt hafði orðið til. Ef menn myndu deyja út og þróast síðan upp á nýtt myndu þessir nýju menn þá hafa guð? Nei, ekki nema þeir myndu finna hann upp upp á nýtt, því það er enginn til að segja þeim að svona sé þetta, að guð sé til. Sömuleiðis ef eitthvað fólk myndi alast upp í algjörri einangrun án þess að fá nokkra vitneskju um það sem við vitum í dag. Ekki erum við með guð á heilanum frá því við...

Re: Buffy og Angel hringing

í Spenna / Drama fyrir 22 árum, 10 mánuðum
hvernig lagaðirðu endinn, eel? ég er ekki heldur nógu sáttur við hann…

Re: !!A.T.H!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Harðari refsingar hafa alls ekki í för með sér minnkaða glæpatíðni. Endurhæfing hefur það hins vegar en málið er bara að það er allt of dýrt, miklu ódýrara bara að drepa glæpamennina. Svo eru fangelsi í Bandaríkjunum mörg hver yfirfull, það er örugglega hluti ástæðunnar fyrir að dauðarefsing er ekki lögð niður, betra að losa sig við morðingjana með því að drepa þá en að sleppa þeim.

Re: Er

í Dulspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er svo margt í biblíunni sem getur aldrei hafa gerst, t.d. sköpunin (voðalega hlýtur að hafa verið mikið um sifjaspell ef guð skapaði bara mann og konu), syndaflóðið (sifjaspellið aftur…) og óteljandi hlutir í viðbót. Ástæðan fyrir að þessi trúarbrögð, kristni, hindú, islam og fleira, er svona líkt er að þetta varð allt til á sama svæði og dreifðist síðan bara um allt og breyttist, eins og t.d. tungumálin gerðu. Í Ameríku var trúin hins vegar allt önnur. Þar var trú á náttúruöflin og...

Re: Spilling!!!

í Deiglan fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Spilling? Ég skil ekki hvernig er hægt að kalla þessa grein “spilling”… er einhver jafnréttisstefna í gangi núna sem segir að samkynhneigðir eigi frekar að fá betri vinnu en gagnkynhneigðir? Eða er mikið af samkynhneigðum í stjórnunarstöðum sem eru að múta hinum og þessum og þiggja mútur? Ég held ekki og það er hvergi sagt neitt í þessarri grein að svo sé. Og hvernig er klám skylt hinu “vandamálinu”? Mest af þeim auglýsingum og slíku með nekt í virðast vera gerðar með gagnkynhneigðan markhóp...

Re: LEIKARAR!!

í Raunveruleikaþættir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Það er eiginlega tilgangslaust að vera að feika þetta eitthvað. Það er allt fullt af könum sem gera hvað sem er fyrir “easy” money, þar með talið að sofa í illa reistu skýli og vera skítug og illa lyktandi í 40 og eitthvað daga. Og til hvers ættu framleiðendurnir að vera eyða einhverjum peningum í að gera skýli og sturtuaðstöðu fyrir fólk sem er tilbúið að gera þetta svona? Síðan er alltof mikil hætta á að fólk segi frá lygunum ef þær eru eitthvað miklar. Á meðan til er fólk sem er tilbúið...

Re: VIÐBJÓÐUR!!

í Kettir fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég er á sömu skoðun og þú, cletus ;)

Re: 3 ár!!!

í Rómantík fyrir 22 árum, 12 mánuðum
:) Auðvitað vil ég giftast þér, ástin mín! Við gerum það alveg örugglega einhvern daginn! Og auðvitað færðu eitthvað meira skemmtilegt í tilefni af afmælinu!

Re: Skáldsögur eða...

í Bækur fyrir 22 árum, 12 mánuðum
Mér finnst að maður ætti að geta skrifað um hvers konar bækur hérna, nema náttúrulega ljóðabækur og smásögur, það fer bara á hitt. Biblían er allavega ekki bara venjuleg skáldsaga en samt er myndin af henni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok