tvö lyf sem bæði eru mikið notuð í dag. ég kýs að kalla þau X og Y. kaldar staðreyndir, ekkert bull.

eyturlyfið X stuðlar að krabbameini, veldur vannæringu, ertir og skemmir slímhúð magans og skeifugarnarinnar. Ofneysla stór eykur líkur á Skorpulifur,Lifrarbólgu,Fitulifur,briskirtilsbólgu og hjartsláttartruflunum. Getur valdið verulegum skemmdum á taugakerfinu, einkum heilanum. Ofneysla X er gríðarlega kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið meðal annars vegna fósturskemmda, slysa, afbrota, sjálfsvíga, morða og vinnutaps svo að eitthvað sé nefnt. Talið er að allt að helmingur banaslysa í umferðinni megi rekja beint til neyslu X og sama prósentutala eigi við þegar morð eru framin. Tæpan þriðjung sjálfsvíga og druknana má einnig rekja beint til X neyslu. svo má ekki gleyma því að menn verða ofbeldishneygðir og leiðinlegir meðan víman endist. einhverjir tugir íslendinga deyja af völdum X á ári hverju og þá er ég ekki að tala um slys, morð eða sjálfsvíg.

eyturlyfið Y getur valdið minkun á sáðfrumu framleiðslu sem lagast ef neyslu er hætt. getur valdið sýkingum og óþægindum í hálsi og öndunarvegi. talið er víst að lyfið geti valdið lungnakrabbameini. veldur oft þreytu, hungri og hærri blóðþrýstingi sem skilar sér í streitu. neysla Y veldur bilunum í skammtímaminni, en bara á meðan víman endist. talið er að ónæmiskerfið veikist við óhóflega neyslu, en lagast þegar neyslu er hætt. sumar rannsóknir benda til þess að undir áhrifum Y séu menn jafnvel öruggari ökumenn en venjulega vegna tilhneigingar til að keyra töluvert hægar. talið er sannað að neysla Y dregur úr andfélagslegri hegðun s.s. ofbeldi. engin tengsl hafa fundist milli fæðingargalla og Y neyslu þó er varað við stórum skömmtum á meðgöngu. ekki hefur en verið hægt að rekja dauða neins til Y neyslu. þó þykir mér líklegt að lungnakrabbi hafi tekið einhverja stórneyslumennina.

annað lyfið er löglegt, hitt ekki. hvort mundir þú velja?
“Humility is not thinking less of yourself,