Er Guð til? Eða er hann bara hugarburður? Biblían segjir að hann sé mjög mikið til. En hvað skrifaði Guð mörg orð í biblíunni? Ekki neitt einasta ORÐ! Biblían er bara skrifuð af venjulegum mönnum og er að mínu mati bara barn síns tíma. Boðorðin voru hönnuð til að fólk hefði stjórn á sér, þú skalt ekki stela og.s.frv. Það yrði auðvitað algjört kaos ef allir gerðu það sem þeim vildu. Við höfum lögin sem veita gott aðhald en svo höfum við hræðsluna við að syndga en það vita allir að þeir sem syndga fara beint til helja og dúsa þar í kulda og vosbúð. Merkileg bók engu að síður. Er það bara ekki þörfin fyrir að hafa einhvern sem fylgist með þér, sem lætur þig trúa á Guð. Einhver sem passar uppá strákinn sinn eða litlu stelpuna. Svona foreldri þegar þú ert orðin stór. Það sést líka að þeir sem þurfa mikinn stuðning, trúa mest á Guð. S.s. fyrrverandi alkólistar og fíkniefnaneytendur. Ég er ekki að neita tilvist æðri máttarvalda, en ef hún er til staðar þá er hún allavega ekki einsog henni er lýst í Kóraninum, Biblíunni eða öðrum trúarritum.