Ég sá á NBC (sem var sýnt á skjá einum.)
Að þá voru þeir með þátt þar sem að tryggingarfélögin voru með prófanir á skemmdum á bílum miðað við 5 kílómetra hraða.
Þeir voru að athuga stuðara á bílum og hvernig þeir urðu gangvart keyrslu á svona litlum hraða.
Þeir bílar sem ég man eftir sem voru þarna voru Hyundai Accent, dodge caravan limited, M.benz CLK 320 og Lexus sem kostaði 50000 dali.
hvort að Focus hafi bara ekki verið þarna líka.

Meira um prófanir.
Sem sagt það sem tryggingarfélögin voru að athuga var hvað þessi tjón kostuðu og hvernig bílarnir komu útúr þessu. Því að þetta var það sem tryggingarnar voru að borga mest fyrir. Það voru þessi smátjón sem er hægt að koma í veg fyrir með góðum stuðara.

Prófið:
Hyundai Accent = Good
Dodge Caracan limited = í meðallagi
Lexus = slæmt
M.Benz = hræðilegt

Það sem kom mest á óvart er þessi hyundai, því að það þurfti sama sem ekkert að laga hann.
Og hinsvegar M.Benz já Mercedes Benz sem fór svo hrikalega útúr þessu að það var ekki hægt að loka skottinu, miðað við 5 kílómetra hraða er þetta alveg óviðunandi.
Það sem verksmiðjan lét eftir sér var að þeir gagnrýndu þessar prófanir og að bíllinn sé hannaður fyrst og fremst varðandi öryggi en öryggi hefur ekkert að segja miðað við 5 kílómetra hraða.

Lexus sem fékk slæma einkunn lét laga þennan stuðara, en gagnrýndu engu að síður hvernig að þessum prófunum var staðið.

Þessi úrslit gefa að engu að síður upplýsingar, sem gott er að vita, fyrir budduna. Manni er alltaf illt í henni. Og að geta negld tvo nagla í leiðinni að kaupa ódýrasta bílinn sem kemur líka ódýrast út varðandi “nudd” plús að hann er sparneytinn.

Þið vitið það vel að svona smáárekstrar er eitthvað það versta sem maður lendir í. Og kostnaður við að gera við er alveg svimandi hár. Ég man eftir mínum eina árekstri (sem ég hef verið í órétti) að ég hefði getað sparað mér hellingspening ef ég hefði verið á huyndai. Ég endaði með að punga út 60.000 þús kalli fyrir viðgerð á Swiftinum mínum, sem var svo hljóðandi, nýtt grill, ný lugt, rétta bretti og rétta húdd.

Það er allt annað með þessa gömlu amerísku þar sem að maður má nudda og strjúka og ekkert gerist.

Vinkona kærustunnar minnar lenti í árekstri og fékk það metið að þetta væri 200 þús króna tjóna. En fékk húdd og bretti gefins frá kærastanum og grill, ljós, stuðara og lakk ódýrt hjá frænda mínum.
vinur hennar sprautaði bílinn og kostnaður var 20.000 já ég endurtek 20.000 hún sparaði sér 180.000. Nú vitið þið hvað umboðin og viðgerðarmenn eru að fá í vasann.

Það er alltaf gott að vita að með handauppásnúningum og kunningjaskap, geturðu fengið allt miklu ódýrara.