Nú fer að koma að því að ég eigi pening til þess að kaupa mér mína fyrstu linsu.

Ég er ekki alveg sure á því hvað ég þarf, hvort ég þurfi 2,8 eða hvort það sé óþarfi.

er f/4 nóg til þess að taka myndir inni án þess að vera með flass?(miðað við prísinn þarna á milli).

Síðan er það sjálf linsan sem ég er að spá í, canon ef 17-40mm f/4L , hvað segi þið um þessa linsu?, mér líst rosalega vel á það sem ég hef lesið um hana, og prísinn er ekki of mikill.

Ég keypti mér 300D úti í prag og með henni fylgdi ábyrgðarskírteini og á því stendur að ábyrgðin virki allstaðar í evrópu, er eitthvað til í því?. Get ég notað þessa ábyrð hérna á landi?

Kv Jökull