Mig langaði að vita hvernig menn hérna geyma sínar digital myndir. Ég hef allar mínar myndir í JPG formi og það hefur reynst mér ágætlega. En svo núna í janúar fór ég að vinna á teiknistofu þar sem er tekið mikið af myndum og ég tók eftir að þeir geymdu allar myndirnar sínar í TIFF formi. Eigandin að stofunni sem er líka áhugaljósmyndari sagði mér að hann geymdi allr myndirnar í TIFF því að myndir í JPG formi myndu tapa gæðum í hvert skipti sem þær væru opnaðar. Ég man ekki hvað hann sagði að það væru mikil gæði sem töpuðust en mig minnir að hann hafi talað um 60%, en er þó ekki viss.
Mig langar að vita hvort það er einhver sem hefur kynnt sér þetta nánar og hvort þetta er eitthvað sem maður þarf að hafa áhyggjur af.
En TIFF fælar taka monster mikið pláss og það er varla fyrir venjulegan mann að geyma nokkur hunduð myndir í TIFF formi á heimilistölvunni. Sem dæmi þá tók ég eina mynd sem var 528kb og breytti henni í TIFF og hún varð 5,5mb.

<br><br>life realy suck…. belive me i know.. (ég sjálfur)
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.