ég var að þvælast einhverstaðar í fyrrum USSR um daginn og keypti rússneska Zenit 11 myndavél á 20 euro. svo þegar ég kem heim ætla ég að nota gamla aðdráttarlinsu sem ég fann niðri í geymslu, hún var notuð með canon A1 eða AE1 myndavél, og það er eitthvað öðruvísi sístem heldur en á minni vél og hún passar ekki á. Er hægt að fá eitthvað millistykki svo ég geti notað linsuna með minni vél?