Halló halló.
Mig langar að vita hvar fólk kaupir föt, afhverju það kaupir þau og hvað þið eyðið miklu í föt á mánuði eða ári.
Ég er mikill tísku hatari og ef flíkin er inn þá er ég alveg deffinitly ekki í henni, meira að segja þó að mér finnist það flott. Ég hata að fá á mig stimpil um að vera fashion victim eða einhver tísku drós þannig að ég er bara einfaldlega í því sem mér finnst þægilegt.
Ég eyddi 20.845 kr. í föt og skó á síðasta ári og er búin að kaupa mér kápu sem kostaði 6.990 kr. á þessu ári. Já og eina tösku á 1.990 kr.
Ég kaupi mér föt afþví að það er of kalt til að vera nakinn og þjóðfélagið býður heldur ekki upp á þannig hegðun.
Ég kaupi mín föt í HM, friendtex eða Hagkaup.

Mig langar endilega að heyra frá ykkur tísku spekúlöntum um hvað þið eruð að eyða miklu.

Fashion hater number one,
A.
“Of course, just because we've heard a spine-chilling, blood-curdling scream