Hvaða vísindaskáldsagnamyndum mælið þið með?

Mig langar gjarnan að fá að vita það, það er nefnilega mjög
erfitt að finna einhverjar almennilegar. Það er líka mjög erfitt
að búa til almennilegar sci-fi myndir.
Síðast leigði ég Pitch Black og var ekkert sérlega hrifinn. Þetta
var svo idíótískt þegar ein persónan var étin hver af öðrum og
öllum virtist standa á sama.
Ég sá einnig Event Horizon í fyrsta skipti um daginn og þó að
þetta sé svo sem ágæt mynd þá vantar aðeins betri söguþráð.
Verst heppnaða myndin hlýtur samt að vera Lost in Space.
Brrrr!

En, ég mæli allavega með þessum:

Cube- Uppáhalds sci-fi myndin mín! Loka fólk inn í kassa -
þvílík hugmynd.

Twelve Monkeys - snilldar mynd með snilldar tónlist.

Pí - svarthvít mynd um stærðfræði sem er bara helvíti góð.
Ég elska talnamyndir. En þið ?

Thirteenth Floor - Er ég sá eini sem fíla þessa mynd eða?
Snilld, finnst mér.

Matrix -kannski meira action mynd en sci-fi en GÓÐ!


Ég er að gleyma einhverjum….

Hvernig er þessi Dark City ?