Komið þið sæl öll sömul hérna inni á þessu spjallborði og ég veit að ég á eflaust eftir að fá mikla gagnrýni fyrir þetta sem ég ætla mér segja núna.
Í stuttu máli þá eru íslendingar mjög hallærislega klæddir og alltaf nokkrum mánuðum eða jafnvel upp í ár á eftir þjóðum eins Bretum og Ítölum.
Tökum dæmi um skó í sumar, hvernig skóm er íslenskum dömum boðið upp í sumar. Þeir eru frekar hallærislegir, með kubbatá og þykkum hæl að aftan. Ennþá er líka verið að bjóða upp á allskyns dýramynstur í skóm sem er algjörlega ekki kúl né inn lengur.
Skórnir úti á Ítalíu og Englandi fyrir konur í dag hafa mjög mjóa tá og langa fram, þeir eru yfirleitt með stilleto hæl og virðist ekki skipta þá máli hvort hann er mjög hár eða í lægri kantinum. Einnig eru komnir í tísku skór sem eru alveg lokaðir og með háan pinnahæl og ná ekki nema upp á ökkla á konum.
Það sem fer samt mest í taugarnar á mér er að sjá alla þessa Buffalo skó á stúlkum hérna á landi annað eins hallærislegt dæmi hef ég ekki séð í mörg ár og það besta var að ég var í Englandi fyrir nokkrum dögum og sá þessa hörmung ekki einu sinni til sölu né nokkurn mann ganga í þessum skóm nei en á hinu tískusinnaða Íslandi sér maður en stúlkur ganga í nýjum Buffalo skóm.
Einnig er fyndið að labba inn í verslanir eins og Karen Millen hérna á landi sem er verið að reyna gera að einhverju svaka merki en þegar maður kemur inn í t.d Selfrighes, Harrods, House of Fraser, þá er Karen Millen fötunum yfirleitt stillt upp með fötum eins og French Connection og Kookai en hér á landi þykja þetta ekki vera sömu vörur en eru það greinilega í Bretlandi, það var líka fyndið að sjá vörunar sem voru komnar í midseason sale úti(allt dýramynstur og þess háttar) og koma svo hérna heim og sjá þessar vörur allar á fullu verði og sjá konur og stelpur ganga í þessu og halda þær séu klæddar nýjustu tísku.
Það er t.d alveg ómögulegt að fá röndóttar skyrtur fyrir karlmenn hér í borg og líka stutterma skyrtur sem er aðaltískan í sumar.
Varðandi karlmenn þætti mér gaman að sjá hvort þessar frábæru verslanir hérna munu bjóða upp á buxur sem þrengjast niður en það er að verða heitasta dæmið í Evrópu í dag og hef ég farið í nokkrar verslanir og spurt um svona buxur og fengið þau svör að svoleiðis yrði aldrei flutt hingað inn vegna þess að íslendinar myndu aldrei ganga í svoleiðis buxum þar sem það er svo hallærislegt eða svo hommalegt. Hvað með alla hina evrópubúana eru þeir þá hommar ég bara spyr. Hvar er hin mikla tískuþjóð.
Nú er nóg komið í bili en það er hægt að halda endalaust áfram um hallærisskap og tepruskap þessarar þjóðar.

KV Prada.

Lacoste er að koma sterk inn aftur í Evrópu og vitið þið hvað
Miu Miu er ?