Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Efi um efa (40 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum
Undanfarið hef ég verið í djúpum pælingum í sambandi við efasemdina. Hin háfleygu orð „Cogito ergo sum“ (ég hugsa, þess vegna er ég), sem René Descartes mælti, urðu að stökkpall mínum fyrir frekar skemmtilegri uppgötvun. Ég efast um efasemdina. Hvort ég sé fyrstur til að komast að þeirri niðurstöðu veit ég ekki. Það skiptir mig í rauninni engu máli. Hinsvegar lendi ég í þeirri klípu að uppgötvunin er ennþá hlekkjuð í huga mér og sama hvað ég reyni þá hefur mér ekki ennþá tekist færa það yfir...

Tilhlökkun (12 álit)

í Hátíðir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Fyrsti sunnudagur í aðventu er runnin upp; dagurinn sem ég tel að jólaskrautið ætti að koma upp allsstaðar. Ekki fyrr. Ég ætla að reyna að vera jákvæður þessi jól og reyna að láta kapitalistasvínin ekki eyðileggja fyrir mér jólin með öllu auglýsingakapphlaupinu og tilboðabrjálæði. Þess vegna ætla ég að reyna að hanga sem mest með vinum mínum áður en jólaprófin byrja, og skemmta mér eins vel og ég get á Muse tónleikunum…….sem verður auðvelt þar sem ég fer með pabba gamla ;) Það sakaði...

Writers from Mars and Venus (3 álit)

í Húmor fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Remember the book “Men are from Mars, Women are from Venus”? Here's a prime example offered by an English professor at an American University. “Today we will experiment with a new form called the tandem story. The process is simple. Each person will pair off with the person sitting to his or her immediate right. One of you will then write the first paragraph of a short story. The partner will read the first paragraph and then add another paragraph to the story. The first person will then add...

Hugleiðingar eftir þáttöku í Skrekk (20 álit)

í Skóli fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Oooooooonei, ekki komumst við áfram í þetta skiptið. Greinilegt að dómarar Skrekks séu orðnir leiðir á okkur Hagskælingum. Ég mætti ásamt hópnum niðrí skóla kl. 12:45 til að hafa mig til áður en við færum í rútuna nokkrum klukkutímum eftir. Þar skemmtum við okkur með allskonar fíflalátum og öðru skemmtilegu þar til við þurftum að taka rútu í Borgarleikhúsið. Það myndaðist skemmtileg stemning. Tekinn var upp kassagítar og sungum við klassísk sveitalög á borð við Hit me baby one more time sem...

Harry Potter og hrokinn (42 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 6 mánuðum
§§§ÉG VIL BENDA Á ÞAÐ Að ÞETTA ER AÐEINS ÆTLAð ÞEIM SEM LESIÐ HAFA HARRY POTTER AND THE ORDER OF THE PHOENIX OG MÆLI ÉG ALLS EKKI MEÐ ÞVÍ AÐ LESA ÞESSA GREIN NEMA AÐ HAFA LESIÐ BÓKINA ÁÐUR.§§§ Takk fyrir Hér hefst greinin sjálf: Ég er 15 ára unglingur og þar með jafn gamall Harry í bók nr.5. Mér fannst ág samræma mig svolítið vel með honum þar sem allir unglingar ganga í gegnum þetta skeið, þegar unglingurinn fyllist af hroka og eigingirni sem smám saman hjálpar honum í leit sinni að sjálfum...

Ætli þetta sé rétti staðurinn fyrir svona pælingu? (41 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Jæja, ég held að ég byrji á því að lýsa mér og “vandamáli” mínu. Ég er 15 ára unglingur af karlkyninu og með axlarsítt, svart (litað) hár og að auki þá er það frekar hrokkið. Þetta er u.þ.b. allt sem þið þurfið að vita fyrirfram :) Vandamálið mitt tengist hárinu. Ég gerði smá tilraun sem ég er ennþá að reyna. Hún fólst í því að hætta að nota sjampó eða hárnæringu eða nein svoleiðis efni á hárið. Í staðinn gæti ég þá þvegið það rækilega með vatni. Fyrstu dagana upplifði ég það að hárið dró að...

Skrýtið hvernig þetta breytist (43 álit)

í Harry Potter fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Fyrir kannski ári síðan hataði ég allt sem tengdist Harry Potter. Allt frá legóinu til Harry Potter-spilanna, frá namminu til lélegra búninga, og frá bíómyndunum til bókanna. Ég viðurkenni að þetta var allt saman heimskulegir fordómar í mér, en ég hef oft verið fordómafullur gagnvart öfgadýrkun á hverju sem er. Mér fannst hugmyndin um einhvern galdrastrák að læra í galdraskóla bara ekki virka, mér fannst þetta svo asnalegt, að ég skildi ekki einu sinni hvernig krakkar gátu gleypt við þessu,...

Er til mannlegt eðli? (7 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Heilinn í manninum er svo flókinn að eigandi þess mun aldrei ná að skilja hann algjörlega vegna óendanlegrar getu heilans. Þannig hlýtur það líka að vera með rannsóknir á mannlegt eðli, þær rannsóknir munu aldrei stoppa svo lengi sem maðurinn lifir. Samt sem áður telur fólk sig geta sagt hvað mannlegt eðli er, hvað felst í því að vera manneskja, hugsa mannlegar hugsanir, gera mannlegar gjörðir.Er það ekki rökrétt að halda því fram að ef það væri til eitthvað sem samræmist við hugtakið...

Dream Theater - Awake (12 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég ætla hér að fjalla um þessa frábæru breiðskífu sem berður tíu ára á næsta ári. Ég byrjaði að hlusta á þessa hljómsveit þegar ég rakst á umfjöllun um diskinn Images & Words hér á huga. Awake er svolítið öðruvísi þar sem hann er ekki eins heilsteyptur og diskurinn á undan (Images & Words) en munurinn liggur samt aðallega í því að Awake er framsæknari og harðari. Lög eins og The Mirror, Lie og 6:00 sýna greinileg merki um þróun innan Dream Theater. En síðan á móti koma snilldarlega vel gerð...

Hvað viltu vinna við í alvörunni??? (38 álit)

í Tilveran fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég hef verið að hugsa um þetta soldið lengi og hef ekki komist að neinni nákvæmri niðurstöðu. Málið er nefnilega að ég hef stundum lent í samtölum við vini mína þar sem þeir eru að ræða hvað þau ætla að vinna við þegar þau verða stór. Flestir vinir mínir vildu vinna við eitthvað sem gaf af sér há laun og mikil fríðindi. Ég sagðist vilja vinna við kennslu (ég er reyndar búinn að gefa það upp á bátinn því ég hef meiri áhuga á ritstörfum) og þeir sneru sér við og spurðu af hverju í ósköpunum ég...

Tölvunördar eru líka fólk (8 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 9 mánuðum
“Stilltu þig kallinn!!!” heyrist ekki langt frá þar sem ég geng. Viðeigandi gelt heyrast einnig inn á milli. “Þetta lítur út fyrir að verða viðburðarlaus dagur.” hugsa ég með mér og andvarpið sem fylgir þessari hugsun er bæði fyllt ánægju og leiða. Ég er búinn að vera fastur í vinnunni í þónokkra daga því að yfirmaðurinn (ætti reyndar að kallast “yfirkona” en ég er ekki viss um tilvist orðsins) var búinn að útbýta risastórum verkefnum. Það er greinilega í tísku að hafa heimasíðu í dag. Mörg...

Án Beethovens væri ég ekkert (10 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Lyktin er kunnugleg. Fersk og safarík, ef lykt væri áþreifanleg. Ég lít snöggt aftur fyrir mig til að sjá “verk” mín áður en ég fer. Hversu fagmannlega þetta er gert. Ég er hálfmontinn. Enginn gæti gert þetta betur en ég. Ég hitti engan á leiðinni heim til mín. Mér finnst það gott þannig. Einvera er eitthvað sem ég met mikils og ég hreinlega skil ekki af hverju hún er svona vanmetin. Ef allir myndu meta einveru jafn mikils og ég geri, þá gæti ég unnið við annað en ég geri núna. Því...

Vandamál hjá unglingum í dag (40 álit)

í Tilveran fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Það er orðið alltof algengt að krakkar á mínum aldri eru byrjaðir að drekka og reykja. Ég hef ekki nákvæma tölu yfir það en mér finnst sláandi hvað ég þekki marga sem reykja og/eða hafa einhverntímann drukkið sig fulla. Er lífið virkilega orðið það leiðinlegt að það þarf að sljóvga skilningarvitin eða eitra sig til að það sé gaman? Hvað veldur þessu? Reyndar þá er sannleikurinn sá að þessir umtöluðu krakkar eru hið besta fólk þrátt fyrir þennan veikleika. Þetta er einungis lítill partur...

Þvílík böl að vera manneskja en þvílík forréttindi (14 álit)

í Heimspeki fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Við höfum yfir að búa heila með mikla vitsmuni og svo til óendanlega getu. Það hefur í för með sér afskaplega góða kosti, ef fólk notar hann samviskusamlega, en ég ætla ekki að tala um þetta þannig, heldur kannski frekar þær erjur sem heilinn lætur okkur há innra með okkur. Við sem manneskjur höfum alltaf þurft að fá svör við öllu, hvernig er best að gera hitt og þetta, endalaust stress og fullkomnunarárátta. Og það sem við finnum ekki svör við, truflar okkur í daglegu lífi þar til svarið er...

Hugmyndafræði og stefnur innan anarkisma (25 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Þessi grein er skrifuð vegna þess að einn hugari bað um betri útskýringu á anarkisma og það er hægt að líta á þetta sem framhald af <a href="http://www.hugi.is/stjornmal/greinar.php?grein_i d=16330897“>þessari</a> grein. Plís ekki gagnrýna það að ég hef skrifað tvær greinar um sama málefnið. Það sem einkennir anarkisma fyrir það fyrsta er það hversu mismunandi hann er hjá hverju fólki. Það eru reyndar til hægri og vinstri hreyfingar innan anarkisma en þrátt fyrir það leyfir anarkisminn...

Pæling í sambandi við stjórnmálastefnur í dag (30 álit)

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Allar stjórnmálastefnur hafa sína svörtu hlið. KAPITALISMI hefur oft verið kennd við kúgun af þeim sem minna mega sín, og oft á tíðum þá eru hugsjónir fólks mannskemmandi því þau beinlínis brosa þegar öðrum gengur illa (þá er ég að meina businessmenn/konur) og allt snýst kapitalismi um að eiga peninga til að lifa og svoleiðis. Auðvitað er þetta alhæfing, ég er meðvitaður um þá staðreynd að kapitalistar geti verið góðhjartaðir. KOMÚNISMI var uppi í Sovétríkjunum í 70 ár. Reyndar kallaðist...

DMX handtekinn fyrir blótsyrði............ (29 álit)

í Hip hop fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Er þetta ekki hámark kaldhæðnarinnar? Ég er ekki rappari, né get ég sagt að ég fíli hip-hop almennt, en þetta fannst mér áhugavert að deila með ykkur því þetta fannst mér bara fáránlegt. Earl Simmons, öðru nafni DMX, var leystur úr haldi gegn jafnvirði tæplega 25.000 kr. til dagsins í dag en hann þarf að mæta fyrir rétti. Rapparinn blótandi var haldandi tónleika á föstudegi fyrir um 3.000 áhorfendur í St. Kitts, sem er fyrrum bresk nýlenda. Upplýsingaráðherra (á ensku heitir þetta...

Tapsárir!!! (28 álit)

í Söngvakeppnir fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég ákvað með þessari grein að fara aðeins aftur í tímann þegar við sáum Breta fá núll stig í Eurovision. Mér fannst þetta mjög steikt lag, enda er Eurovision næstum dautt fyrir mér, vegna skorts á frumlegum lögum. Þessi keppni var hinsvegar frekar athyglisverð. Fyrir það fyrsta skulum við byrja á Austurríkismanninum Alf Poier. Hann lenti minnir mig í sjötta sæti með barnalagið sitt (síðan voru nokkur flott metalriff í gangi inn á milli). Mér fannst þetta vera hin fullkomna gagnrýni á...

Dagurinn í dag (6 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
17.júní lítur dagsins ljós og klukkan er 6:40 þegar ég skrifa þetta. Pælingin í dag tengist deginum í dag. Ég er ekki nationalisti í mér (er á móti þjóðernisást þar sem ég er á móti landamærum) en mér finnst alltaf gott hjá samfélagi að standa upp á móti ofurafli (Dönum í þessu tilfelli) og uppskera það sem maður sáir. Ég hef verið að læra um sjálfstæði Íslendinga alveg síðan í 3.bekk og hef þurft að læra það alveg út 9.bekkinn. Þessi skóli er mjög hugmyndasnauður!!! En ég get þakkað fyrir...

Pæling vegna lítillar fréttar sem ég las (6 álit)

í Deiglan fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Fréttin finnst í Mogganum í dag, 17.júní neðst á hægra horninu á forsíðunni og hljóðar svona (ég tek þetta sem sagt beint upp úr blaðinu þannig að ég biðst fyrirfram afsökunar á innsláttarvillum): “Nýr lífselixír Skýrt hefur verið frá því í Norður-Kóreu að þar sé búið að finna upp tæki sem lækni næstum öll mannanna mein. N-Kóreska fréttastofan sagði að tækið væri í líki hrings eða armbands og væri ”gimsteinn“ notaður til að breyta geislum sólarinnar í rafsegulmagnaða strauma. Var apparatið...

Hvað er góður og hvað er vondur metall? (50 álit)

í Metall fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Það er eitt sem mér finnst svolítið skrýtið með tónlist og staðla í tónlist. Tónlist er stöðluð eftir því hversu mikið hún er spiluð í útvarps- og sjónvarpsstöðvum en ekki eftir gæðum. Reyndar þá er mikið af því sem spilað er í útvarpi/sjónvarpi mjög metnaðarlaust og gagnsætt, og það er hægt að þekkja þá eftir því hversu mikið það er spilað í útvarpi/sjónvarpi………………en það er samt þannig að mikið af tónlistinni sem er spiluð er ekki léleg, en samt þarf hún að líða óþarfa gagnrýni því að hún...

F***ed upp Atheist (lagatexti sem ég samdi) (7 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 10 mánuðum
God is a deadly poison For those not understanding Grotesque fear og the ugly This thinking needs some mending Sleep well in your bed, they'll come to their senses Rebuild your tolerance which they've destroyed Soon they will know why to stop their believing In a god who's been paranoid Ps. Þetta er eiginlega frumraun, þannig að veriði hreinskilin þegar þið gagnrýnið :)

Hlustið á það sem þið viljið hlusta á!!! (13 álit)

í Músík almennt fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Ég var að komast að mikilvægari uppgötvun með sjálfum mér í sambandi við það sem ég hlusta á. Ég hlusta á eiginlega allar tónlistarstefnur því þær eru allar jafngóðar. En síðan þegar kemur að flokkum í þessum stefnum þá sé ég greinilega hvað ég hlusta á og hvað ekki. T.d. með popp. Þetta er bannorð hjá metalhausum. en það sem kannski flestir nenna ekki að spá í er að það er til eðalpopp, jafn proggressive og margt annað. Ég tek sem dæmi Peter Gabriel. Hann er poppari, en hann er ekki að...

Fyrirbærið tíska (30 álit)

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Tíska er virkilega skrýtið fyrirbæri. Allt getur verið í tísku. Það eina sem skiptir mali er hverjir auglýsa þessa tísku. Ef auglýsandinn er góður, þá verður tískuvaran uppseld, eða nálægt því. Núna er það t.d. gúmmíarmbönd sem kosta tíkall. Þegar það er sagt svona, þá hljómar það virkilega fáránlega, en þetta er það sem er í tísku. Og ekki nóg með það, fólk (á öllum aldri!!!) safnar sem mestu af þessu og trade-a þessu (býtta (hata þetta orð) og vonast til að fá sjaldgæft. Ég ætla ekki að...

Kjöt vs. Grænmeti (128 álit)

í Heilsa fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Ég fann bækling frá PETA (People for the Ethical Treament of Animals) og ég var glaður þegar ég fann út að hann var ókeypis. Þessi bæklingur um kostina við það að gerast grænmetisæta. Þetta var eins konar byrjendafræðsla. Ég er buinn að lesa mikið af þessu, ef ekki allt, og ætla ég að deila með ykkur nokkrum staðreyndum og fjalla aðeins um kosti og galla að vera grænmetisæta því mér finnst að fólk þurfi að vera meira meðvitað um hvað það er að borða. Sjúkdómshætta Það fyrsta sem ég tók eftir...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok