Án Beethovens væri ég ekkert Lyktin er kunnugleg. Fersk og safarík, ef lykt væri áþreifanleg. Ég lít snöggt aftur fyrir mig til að sjá “verk” mín áður en ég fer. Hversu fagmannlega þetta er gert. Ég er hálfmontinn. Enginn gæti gert þetta betur en ég.

Ég hitti engan á leiðinni heim til mín. Mér finnst það gott þannig. Einvera er eitthvað sem ég met mikils og ég hreinlega skil ekki af hverju hún er svona vanmetin. Ef allir myndu meta einveru jafn mikils og ég geri, þá gæti ég unnið við annað en ég geri núna. Því augljóslega, þá væri fólk minna að hittast og minna af “vandamálum” til að tortíma.
“Ahh, rigning” segi ég í hljóði og brosi. “Þetta er það sem gefur lífinu tilgang, hressandi rigning”
Ég tek eftir miða við hurðarhúninn, brotinn saman frá miðjunni og nokkrir dropar á honum. Ég tel mig vita að þetta sé enn eitt verkefnið.
Þegar ég er kominn inn og búinn að setja Beethoven í tækið og búinn að setjast niður, lít ég á blaðið sem var á hurðarhúninum.
“Vissi það, enn er þörf á leigumorðingja eins og mér. Heimurinn er of lítill til að í honum geti geymst umburðarlyndi.”

Þetta starf er hin mesta byrði, og ef ég myndi ráða, þá væri ég ekki vinnandi þetta starf. En þetta starf er meiri fíkn en hvað það efni sem fyrirfinnst á þessari ógeðslegu jörð. Hvert starf er jafn mikilvægt fyrir mér því þörfin er alltaf jafmikil, ef ekki meiri því lengra sem líður. Hvert lík sem unnið er af minni hendi, fylgir bæði gífurleg eftirsjá og ánægja.

Ég kláraði að lesa bréfið og leit í áttina að svefnherberginu mínu. Ég fékk gæsahúð.
EINHVER HEFUR VERIÐ HÉRNA INNI. Ég næ í skammbyssuna og flýti mér að setja hljóðdeyfinn á. Dyrnar að svefnherberginu voru opnar upp á gátt og greinileg för eftir stóran hund á hurðinni. Allt var í drasli. Greinilegt að þessi einstaklingur hafi verið að leita að einhverju, en hverju? Ég er ekki að geyma neitt mikilvægt sem varðað lögguna, klíkurnar eða annað!!! Kannski ég ætti að vaka í nótt til öryggis ef einhver myndi nú komast inn og ná mér niður.
“Þetta er fyrir neðan allar hellur! Hver gerir svona?” hugsa ég.
Ég hef alltaf verið sýrður af siðferði, þrátt fyrir það sem fólk myndi halda um mig ef það vissi alvöru starfið mitt. Ég álít mig samt ekki neinn hræsnara, reyndar finnst mér þess konar siðferði henta mér betur. Þetta er mín hugmynd að Útópíu. Allir myndu vita betur en að gera öðrum illt.

Mig byrjar að svima. Þrátt fyrir áhættuna sem fylgir þessu starfi hef ég sjaldan þurft að vaka til vakta húsið mitt. Allir þeir sem ég hef haft óbeit á eru annaðhvort dauðir eða í rammgerðustu fangelsum og í einangrun í ofanálag.
Til að stytta mér stundir ákveð ég að lesa loksins þetta blað til enda. Það segir að ég þurfi að hitta yfirmanninn minn í fyrramálið á slaginu 10.
“Eftir sjö tíma.” hugsa ég með mér og undrast á því að ég hafi virkilega haldið út svona lengi án þess að dotta. Kannski ég þurfi ekki á kaffinu að halda í bili. En ég skipti um skoðun, bæði því að þegar ég hugsaði um kaffið, þá vaknaði þessi þörf til að drekka kaffi, eins og venjan er með kaffidrykkjumenn. Auk þess þurfti ég að gera eitthvað til að halda mér vakandi. Ég var hræddur um líf mitt.

Einu hljóðin sem ég heyri eru bílar úti og ég hef alltaf undrað mig á því hvað fólk er að gera svona snemma morguns. Ég ákvað að kveikja aftur á tónlistinni, Beethoven einhvern veginn hefur þau áhrif á mig að ég helst vakandi, en þrátt fyrir það er ég svo rólegur að ég gæti sofnað. Tónlist er að mínu mati eitt af mestu snilldarverkum sem maðurinn hefur fundið upp á. Tónlist er það tæki tjáningar sem hægt er að nota í hinar mestu öfgar, og fólk hlustar frekar á það heldur en ræður og þessháttar. Mannsheilinn er greinilega ennþá það frumstæður að umhverfið þarf að vera lifandi til að maður veiti því athygli. Þannig hefur lifandi tónlist meiri áhrif á mig en margt annað.

Kaffið er tilbúið. Ég sæki mjólkina inní ísskáp og helli kaffinu og mjólkinni í litla könnu, því þá fer ég oftar að kaffivélinni og held mér vakandi. Kannski hugsa ég allt út í öfgar. Það hefur reyndar enginn sagt það við mig, en ég held að það sé augljóst.
Klukkan er orðin átta. Borgin er byrjuð að lifna við og ég hugsa minna og minna um ógnina sem hélt mér vakandi til að byrja með. “Kannski þurfti ég ekki að vaka, en allur er varinn góður” hugsaði ég og reyndi að hughreysta mig.

Ég geri mig tilbúinn til að leggja af stað til yfirmanns míns. Set loksins á mig frakkan og labba út. Er ánægður að ekkert gerðist.
Síðan stoppa ég og stirðna allur. Fyrir framan mig stóð þessi risastóri Doberman hundur, og ég get séð það á honum að hann hefði ekkert á móti því að drepa mig. Það var ör yfir öðru auganu eins og eftir svipu. Og útúr skugganum sé ég eigandann, hann var dökkhærður og hárið náði að hylja eyrun. Hann var prýddur snyrtilegu alskeggi og var klæddur svörtum frakka.
Ég sé glott á honum, eins og að hann vissi fyrirfram að líf mitt væri á enda. Ég ákveð að láta mig hafa það og ræðst beint að hundinum og held utan um hálsinn og hyggst taka barkan úr þessu kvikindi. Mér tókst ekki að koma höndunum um hálsinn í fyrstu tilraun þar sem hann beit mig í upphandlegginn til blóðs. Við þetta tvíelfdist ég og greinilegt að adrenalínið var að fara að segja til sín. Mér tókst í þetta skiptið að koma höndunum um hálsinn og kyrkti hundinn.

Ég stóð strax upp og og bjó mig undir að berjast við hann líka. Hann tekur upp hníf og er mjög öruggur með sig.
“Byssan!” segi ég í hljóði og mér léttir rosalega. Ég tek upp byssuna og skýt hann í báðar hnéskeljarnar. Ég hálfnaut þess að sjá hann þjást. Ég afvopnaði hann síðan, batt hann við handriðið og byrjaði að yfirheyra hann. En það var ekki auðvelt, hann sagði mér ekki neitt gagnlegt og hann blæddi út skömmu síðar.
Núna var ekkert meira hægt að gera en að fela líkið til bráðabirgða. Inn á milli gerði ég að sárum mínum, en mér fannst ég samt sleppa vel, ég þurfti bara að binda fyrir upphandlegginn. Ég dreif mig að setja líkið í frystinn og leit á klukkuna.
“Helvítis, ég verð alltof seinn!!!”

Ég ákvað að taka leigubíl í staðinn fyrir að ganga, þar sem mér lá á. Ég var ennþá í töluverðu sjokki eftir þetta og sagði ekki neitt, þótt bílstjórinn væri ekki alveg að fatta það og reyndi að spjalla.

Þegar á leiðarenda var komið borgaði ég bílstjóranum, auk ríkulegs þjórfés, og hljóp upp tröppurnar. Á leiðinni að innganginum var ég í einskonar leiðslu, því ég einhvernveginn gleymdi öllu sem gerst hafði síðustu klukkutímana. Ég “vaknaði” við öryggishliðið, en ég komst í gegn þar sem öryggisvörðurinn þekkti mig. Yfirmaðurinn tók á móti mér nokkrum skrefum seinna, sem er mjög óvenjulegt, þar sem ég hef aldrei séð hann labba með lífvörðunum sínum um Hvíta Húsið. Venjulega er hann bara í skrifstofunni sinni upptekinn.

“Góðan dag, ég sé að þú hefur lent í einhverjum vandræðum……..er allt í lagi með þig?”

Mjög óvenjulegt af honum að tala svona hátíðlega við mig, eitthvað rosalegt er að fara að koma fyrir mig. Ég hef grun um að maðurinn með hundinn hafi verið sendur af honum.

“Jújú” segi ég. “Rétt er það hr.Forseti, en ég næ mér.”