Dream Theater - Awake Ég ætla hér að fjalla um þessa frábæru breiðskífu sem berður tíu ára á næsta ári. Ég byrjaði að hlusta á þessa hljómsveit þegar ég rakst á umfjöllun um diskinn Images & Words hér á huga.

Awake er svolítið öðruvísi þar sem hann er ekki eins heilsteyptur og diskurinn á undan (Images & Words) en munurinn liggur samt aðallega í því að Awake er framsæknari og harðari. Lög eins og The Mirror, Lie og 6:00 sýna greinileg merki um þróun innan Dream Theater. En síðan á móti koma snilldarlega vel gerð róleg lög eins og The Silent Man og Space-Dye Vest. Hin lögin eru síðan meira og minna inn á milli þessara marka, en það sem ég tók mest eftir við fyrstu hlustanir var ein melódían í Erotomania (instrumental lag) birtist aftur í laginu The Silent Man, en þá sem viðlag. Minnir mig á aðalmelódíuna í Wait to sleep af plötunni Images & Words sem birtist síðan aftur í Learning to live (af sama disk). Svipuð pæling kemur líka fyrir í laginu The Mirror en rólegi kaflinn í því lagi er aðalmelódían í laginu Space-Dye Vest. Sniðugt :)

Hér er lagalistinn:

1. 6:00
2. Caught in a web
3. Innocence faded
4. Erotomania (instrumental)
5. Voices
6. The silent man
7. The mirror
8. Lie
9. Lifting shadows off a dream
10. Scarred
11. Space-Dye vest

Lögin sem standa helst upp úr eru The mirror og Lie, en mér finnst þau vera órjúfanlegir partar að heild, mjög lík lög en hafa sína sérstöðu. En eins og flestar plötur þá hefur Awake lög sem að flestra mati eru slæm, en sumir vilja verja þau og kalla þau “vanmetin”. Í þessu tilfelli eru það Voices; en það hefur alveg rosalegan ástarsöngvabrag yfir því sem sumir gætu fílað illa, The silent man; eina lagið á plötunni sem er 100% acoustic, og svo Lifting shadows off a dream; en það er í hreinskilni sagt, væmið. Annars veit ég ekki með ykkur en ég fíla þau þrátt fyrir það. Reyndar þá finnst mér öll lögin alveg frábær.

Flestir hljómsveitarmeðlimirnir sýna greinilegar breytingar í stíl á þessari plötu.

James LaBrie (söngur) syngur í meiri “crunchy” stíl í flestum lögunum, miklu hrárra sem sagt. Mér finnst það fara lögunum mjög vel. Síðan inn á milli er hann auðvitað tilbúinn með sína kristaltæru rödd því án hennar myndi ég ekki álíta hann vera einn af bestu söngvurum nútímans.

James Petrucci (gítar) er að mínu mati einn af þeim bestu í heimi. Og hann sannar það á Awake að hann getur líka spilað af tilfinningu, þótt tæknin sé alveg frábær í lögunum og augljóslega ástæðan fyrir því að hann gat gert svona flott riff. Það sem mér líkar best við gítarspilið á þessum disk er hversu þungt hann spilar, en ólíkt sumum þá þekkir hann sín takmörk……..

John Myung (bassi) fær ekki að njóta sín eins mikið á þessum disk og á I&W en hann á sín góðu moment á plötunni enda er ekki annað hægt með svona góðan bassaleikara.
Mike Portnoy (trommur og slagverk) fær hinsvegar að njóta sín til fulls og það er alveg rosalegt hvernig hann beitir trommunum sumstaðar, þetta er yfirnáttúrulegt. Þessi maður er snilli :D

Helsta breyting á hljómborðspilinu hjá Kevin Moore er sú að hann er byrjaður að nota fleiri “extreme” hljóð sem hægt er að fá útúr hljómborðinu ásamt því að spila með venjulg hljóð. Þetta virkar flott í þessari þróun sem Dream Theater foru að ganga undir. Vert að hann hætti í hljómsveitinni stuttu eftir útgáfu þessarar plötu.

Yfir heildina þá held ég að ég gefi Awake 9,0 af 10.

Takk fyrir

Weedy