Hlustið á það sem þið viljið hlusta á!!! Ég var að komast að mikilvægari uppgötvun með sjálfum mér í sambandi við það sem ég hlusta á. Ég hlusta á eiginlega allar tónlistarstefnur því þær eru allar jafngóðar. En síðan þegar kemur að flokkum í þessum stefnum þá sé ég greinilega hvað ég hlusta á og hvað ekki. T.d. með popp.

Þetta er bannorð hjá metalhausum. en það sem kannski flestir nenna ekki að spá í er að það er til eðalpopp, jafn proggressive og margt annað. Ég tek sem dæmi Peter Gabriel. Hann er poppari, en hann er ekki að selja sig auglýsingunum. Það sem mér finnst eiginlega koma óorði á popp er teen-popp (alveg eins og Rapp-metall er að koma óorði á nü-metal o.s.frv.), því þetta eru tónlistarmenn sem oft á tíðum semja ekki sín eigin lög, og plöturnar þeirra ganga út á það að aðdáandinn verði ekki fyrir vonbrigðum. Niðurstaðan er þá sú að út kemur plata þar sem hún er búin að synga inn á milljón sinnum og búið að klippa saman besta partana af söngnum, lögin eru meira og minna eins (þetta segja reyndar flestir óreyndir líka um metal) og síðan gera þau myndbönd við einstök lög á fullu. þetta sama ferli er síðan endutekið eftir þörf.

Þetta er líka svona í öðrum tónlistarstefnum. Metall á fullt af lélegum hljómsveitum, en eins og xtrmntr (vinur minn hér á huga) sagði einhverntímann (og eiginlega negldi það!), hljómsveitir eru bara ömurlegar fyrir manni sjálfum. Þegar maður segir að einhver hljómsveit sé ömurleg, á er hann í rauninni að segja að hann fíli þá ekki. Þetta er einhverskonar tungumál, sem oftast verður til þess að misskilningur á sér stað. Sumir taka þessu nefnilega svo bókstaflega. En þess vegna finnst mér mikilvægt að sem flestir lesi þetta svo að svona misskilningur muni ekki eiga sér stað. Það er auðveldara en að breyta því hvernig maður talar í hversdagslífinu (finnst mér).

En hvað er það sem ákvarðar gæði tónlistar í hversdagslífi manns? Ég held að það sé eiginlega hópurinn sem maður er í. ég er t.d. stundum böggaður fyrir að hafa fílað allt. Það er rétt, ég hlustaði á mjög mikið sem ég sé eftir núna, eins og Creed, Limp Bizkit og Linkin Park. En þetta var mín leið til að þekkja muninn á góðri tónlist og lélegri (mín skoðun auðvitað). Núna hlusta ég bara a það sem ég hef virkilega verið að pæla í og hefur verið mælt með af þeim sem ég treysti. En ég er samt ennþá böggaður (þetta er kannski soldið hart orð, ekki taka því of alvarlega), útaf því að ég fíla Dream Theater og þannig. Þetta er eitthvað sem þarf að laga. Maður getur ekki hlustað á það sem maður vill án þess að aðrir vekja upp þá þrá að gerast Bessevisser. Vilja koma sínum smekk upp á mann. Ég hef orðið sekur um þannig marg oft og núna held ég að ég hætti því alveg, því fjölbreyttur tónlistarsmekkur hefur í för með sér fjölbreytta tónlist. Tónlistarsmekkur hefur í sjálfu sé persónuleika, því enginn hlustar nákvæmlega á það sama. Það finnst mér bara góður hlutur.

Ég held kannski að mórallinn með þessum pistli/pósti/skrifi/whatever er að maður á að hlusta það sem maður vill hlusta á og þróa tónlistasmekkinn sinn óháð öðrum.

Ps. Ég tók þetta af blogginu mínu, en vildi deila þessu með ykkur því það eru of fáir sem heimsækja blogið :/