Ætli þetta sé rétti staðurinn fyrir svona pælingu? Jæja, ég held að ég byrji á því að lýsa mér og “vandamáli” mínu. Ég er 15 ára unglingur af karlkyninu og með axlarsítt, svart (litað) hár og að auki þá er það frekar hrokkið. Þetta er u.þ.b. allt sem þið þurfið að vita fyrirfram :)

Vandamálið mitt tengist hárinu. Ég gerði smá tilraun sem ég er ennþá að reyna. Hún fólst í því að hætta að nota sjampó eða hárnæringu eða nein svoleiðis efni á hárið. Í staðinn gæti ég þá þvegið það rækilega með vatni.

Fyrstu dagana upplifði ég það að hárið dró að sér meiri skít og varð pínu úfnara, en ég tengi það oft við hversu sítt það var þá, það var komið aðeins yfir eyrun. Ég ákvað samt að halda áfram með tilraunina út mánuðinn til að vera alveg viss.
Þegar ég var búinn að reyna þetta út mánuðinn tók ég eftir því að ég var alveg laus við flösu, og mér fannst eins og hárið tæki vaktarkippi því upprunalegi hárliturinn sem myndaðist við hársvörðinn (vegna þess að ég hafði ekki látið lita í mánuð) var orðin þvílíkt mikill,eða kannski mánaðar rót eftir tvær vikur :)

Ég las útfrá þessu að það væri miklu betra að nota EKKI sjampó. Það er vel kunn staðreynd að ef hárið fær ekki utanaðkomandi efni til að hreinsa hárið, þá kemur það upp sínu eigin hreinsunarkerfi.
Nú hef ég haldið mínu striki í þessum efnum í tæplega ár og ég er mjög ánægður með hárið. Það er samt eitt vandamál. Það er mjög fitugt. Ég er meira að segja að pæla í því að byrja að nota sjampó aftur því það er frekar erfitt að greiða það þegar það er þurrt. Samt kemur á móti að hárið er frekar hrokkið og þykkt og þar af leiðandi mjög úfið. Það er líka eitthvað sem ég vil laga.

Hvort er betra? Hvort gerir hárið heilbrigðara? Getur sjampó haldið hárinu niðri eða þarf ég að vakna snemma á hverjum morgni til að slétta það með sléttujárni?