Tilhlökkun Fyrsti sunnudagur í aðventu er runnin upp; dagurinn sem ég tel að jólaskrautið
ætti að koma upp allsstaðar. Ekki fyrr.

Ég ætla að reyna að vera jákvæður þessi jól og reyna að láta kapitalistasvínin ekki
eyðileggja fyrir mér jólin með öllu auglýsingakapphlaupinu og tilboðabrjálæði.
Þess vegna ætla ég að reyna að hanga sem mest með vinum mínum áður en
jólaprófin byrja, og skemmta mér eins vel og ég get á Muse tónleikunum…….sem
verður auðvelt þar sem ég fer með pabba gamla ;) Það sakaði auðvitað ekki ef ég
fyndi vini mína líka. Margt sem ég hlakka til að gera.

Ég ætla að vera nógu upptekinn við að vera ekki í jólastússinu til að ég fái ekki
leið á þeim. Á meðan spiluð eru jólalög í sjónvarpinu skelli ég Pantera í tækið og
skrifa í fáeina klukkutíma. Ætli þetta greytist ekki síðan þegar ég fer í jólafrí? Þá
verður loksins gaman að þessu jóladæmi, nokkrir dagar til aðfangadags og hægt
að fara með góðum vinahópi að kaupa jólagjafir og éta skyndifæði þar til það
verður erfitt að ganga.

Ég hlakka til að hrinda þessu öllu í framkvæmd :D

Hvað ætlið þið að gera þessa aðventu?