Dagurinn í dag 17.júní lítur dagsins ljós og klukkan er 6:40 þegar ég skrifa þetta.

Pælingin í dag tengist deginum í dag. Ég er ekki nationalisti í mér (er á móti þjóðernisást þar sem ég er á móti landamærum) en mér finnst alltaf gott hjá samfélagi að standa upp á móti ofurafli (Dönum í þessu tilfelli) og uppskera það sem maður sáir. Ég hef verið að læra um sjálfstæði Íslendinga alveg síðan í 3.bekk og hef þurft að læra það alveg út 9.bekkinn. Þessi skóli er mjög hugmyndasnauður!!! En ég get þakkað fyrir vitneskjuna því þetta er mjög áhugavert þegar maður er ekki að læra þetta efni fyrir próf og þykir þetta þess vegna leiðinlegt.

En ég verð líka að segja ykkur að það sem ég skrifa hér eru bara pælingar og ég hef eki hugmynd hvort þetta sé 100% satt, ég fer örugglega frekar frjálst með sannleikann, en þetta á bara að vera hér til að láta fólk hugsa, enda er sannleikurinn ofmetið hugtak og er hægt að segja hann á marga vegu.

Það sem hafði alltaf tengt Íslendinga saman var skyldleiki. Og þess vegna fundu þau fyrir einskonar anarkískri ábyrgð gagnvart hvor öðrum, þ.e.a.s. ábyrgð sem er búist við af manni en ekki kveðin í lög. Ég held að með þjóðernisástinni frátalinni hafi þetta verið mjög gallalítið samfélag. Auðvitað voru til þeir einstaklingar sem gáfu skít í allt saman við verðum aldrei laus við það. En á heildina litið þá spjöruðu Íslendingar sig alltaf ágætlega þrátt fyrir utanaðkomandi öfl, eins og norska og danska konunga. Verst að þau þurftu að skemma svona gott samfélag með sínum kapítalisma því að ef svona einangrað samfélag hefði verið á eigin fótum hefði komið upp meiri háttar skipulag og þá væri það ekki spurning um hvaða stjórnmálastefnu væri tekin upp. Allt hefði virkað. Og reyndar var það gert. Íslendingar byggðu upp Alþingi mjög snemma og það má segja að þar hafi komið mjög hrá blanda af mismunandi stefnum. Kapitalismi var ekki í eins miklu hámarki og er núna, anarkismi ríkti þegar verið var að ræða framkvæmdir og reglur, yfir höfuð ríkti mjög gott lýðræði. Anarkó-kommúnískt lýðræði, sem sagt blanda anarkó-kommúnisma og demokratíu. Það var sem sagt þannig að leiðtogar voru kosnir til stuttra tímabila og var þvi ekki eins áhrifamikill og margir vilja. Þeir sem höfðu mest völd voru nefnilega ekki mjög valdamiklir. Þeir voru í rauninni bara fulltrúar fyrir sína sveit því að í rauninni réð hver sveitaheild fyrir sig og þá gengdi höfðinginn eða goðinn bara því hlutverki að ákveða hvað ætti að gera fyrst og ráðleggja fólkinu.

Gallarnir við þetta voru mest í því að þetta var eiginlega vitlaus tími fyrir þetta. Á þessum tíma ríkti feðraveldi og þannig. Það tíðkaðist að höggva mann og annan og hefna fyrir dauða skyldmenna sinna. En þetta var siðferði þessa daga og ef allir voru sáttir við þetta þá er ég ekki að kvarta. Auðvitað hafa sumir verið mjög ósáttir við þetta og reynt að breyta þessu og reyndar þegar lengra var komið á Íslandssöguna var þetta víkingabrjálæði á enda. Í staðinn komu réttarhöld, og núna fyrir alvöru því áður en Alþingi var stofnað var það vanrækt. Og svona lifðu Íslendingar íg nokkrar aldir með þónokkrum breytingum. En hvað gerist svo? Nojarar taka yfir!!! Þeir eyðileggja á svipstundu þessa góðu, en viðkvæmu og reyndar, gölluðu stefnu og breyta samfélaginu í peningasjúka þræla kóngsins. Núna þegar kóngur var kominn snerist allt um það að eiga nógu mikla peninga til að geta framfleytt sér. Þess gerðist ekki eins mikil þörf áður, en Nojurum tókst að brýna þörfina. Og nú þurftu Íslendingar að lifa við það að sjá hvert úrkynjaða skyldmennaafkvæmið á fætur öðrum ráða yfir Íslandi og stundum meira að segja einhvern krakka sem var ekki kominn með punghár!!!

Og ekki tók betra við. “Frændur” okkar Danir gerðu einhverja underground samninga við Norsara sem voru á einhvern hátt löglegir því þeir gátu breytt reglugerðinni að vild. Og margir vita hvað vont gerðist meðan Danir réðu, því annar hefðu ekki orðið allar þessar uppreisnir og áróður hjá Íslendingum gegn Danaveldi hinu rotna. Versta dæmið er kannski einokunarverslunin. Ég nenni ekki að fara mjög nákvæmlega útí það en ég verð bara að segja að ég er ánægður að hafa ekki verið uppi á þeim tíma þegar maður var ánægður með að fá hveiti þar sem BARA hálfur sekkurinn var ormétinn. Og maður mátti ekki versla hvar sem er!!! Hvað var með það? Og fólk mátti helst ekki rækta neitt sjálfur, heldur átti að kaupa varninginn á rándýru verði í staðinn.

Síðan í kringum 18-19 öldina fóru Íslendingar virkilega að segja til sín. Þeir voru búnir að fá nóg af þessu skítapakki og vildu byrja að ráða yfir sér aftur, enda kominn tími til, því það höfðu þau ekki gert í nálægt þúsöld. En þetta skiptið uppskáru þau bara þurra mold því þeir voru látnir skrifa undir samninginn á hinum fræga Kópavogsfundi og veittu Danakonungi þar með einræði. Nú batnaði það!!! Nú höfðu Íslendingar ENGIN völd. Enda skipta völd mestu máli í skemmdu samfélagi þar sem eina leiðin til að geta lifað með öðrum er í gegnum lög og reglugerðir sem samdar eru af spilltum leiðtogum. En þegar Jón Sigurðsson, maðurinn sem þessi dagur er kenndur við, hvatti til mótmæla á Þjóðfundinum fóru Íslendingar að vakna aftur til sjálf sín og baráttuviljinn fór að segja til sín aftur. Og eins erfitt og það er að viðurkenna það, ef á endanum hefði ekki komið til seinni heimstyrjaldarinnar og þar með komið til sambandsleysi milli Íslands og Danmerkur, væri Ísland verr stödd. Íslendingar voru reyndar komin með fullveldi, og voru búin að semja við Danakonung um lýðræði, og sá samningur tæki gildi árið 1943. En vegna stríðsins þurfti að fresta því um ár. En á meðan stríðið stóð yfir, sáu Íslendingar um sig sjálf, hófu ýmsan smáiðnað og byrjuðu að fiska fyrir sig sjálf og ef ekki hefði orðið fyrir þessa reynslu þá hefðu Íslendinga orðið bjargarlausir fyrstu árin eftir 17. júní 1944. En svo varð ekki. Við tók löng röð nýrra ríkisstjórna og margar af þeim góðar, aðrað vondar og þetta samspil ríkisstjórna varð til þess að við búum núna við argasta Bananalýðveldi!!!!!!!!!!

Ég er á því að það hefði getað ræst betur úr okku, við erum eins og illa uppalinn krakki. Frekjur og með einhvern kjaft. En núna höfum við þann möguleika að kenna ríkisstjórninni um því hún hefur eitrað samfélagið með sínum kapitalisma og áróður gegn öllu því tvísýna.

Biðst afsökunar á stafetningar/innsláttarvillum og munnsöfnuð (ef ef einhver er, ólíkur smekkur hjá hverjum og einum)

Weedy

Ps. Rosalega líður tíminn hratt!!!Ég trúi því ekki að ég hafi verið svona lengi að skrifa þetta!!!