§§§ÉG VIL BENDA Á ÞAÐ Að ÞETTA ER AÐEINS ÆTLAð ÞEIM SEM LESIÐ HAFA
HARRY POTTER AND THE ORDER OF THE PHOENIX OG MÆLI ÉG ALLS EKKI MEÐ ÞVÍ
AÐ LESA ÞESSA GREIN NEMA AÐ HAFA LESIÐ BÓKINA ÁÐUR.§§§

Takk fyrir

Hér hefst greinin sjálf:

Ég er 15 ára unglingur og þar með jafn gamall Harry í bók nr.5. Mér fannst ág
samræma mig svolítið vel með honum þar sem allir unglingar ganga í gegnum
þetta skeið, þegar unglingurinn fyllist af hroka og eigingirni sem smám saman
hjálpar honum í leit sinni að sjálfum sér sem á endanum leiðir til þess að hann
verður fullorðinn. Allir ganga í gegnum þetta fyrr eða síðar.

Ég tók fyrst eftir hrokanum í fyrstu köflunum, Harry byrjaður að þora að segja
fleiri og verri hluti við Dursley fjölskylduna og orinn áberandi kaldhæðinn
gagnvart þeim. Hann er orðinn þessi uppreisnargjarni unglingur.
Á meðan hleðst reiðin upp hjá honum vegna þess að Ron og Hermione höfðu ekki
haft samband við hann. Þegar hann hittir þau loksins hikar hann ekki við að láta
þau heyra það, þrátt fyrir endalaus merki um eftirsjá hjá Ron og Hermione. Þegar
þeim loksins tekst að útskýra sambandsleysið, þá er það ekki nóg fyrir Harry.
Þetta er annað merki um hrokann.

Fleiri merki liggja víðar í bókinni, t.d. gagnvart Pr. Snape, greinilegt að Harry er
sama um afleiðingarnar lengur, og síðan aðallega gagnvart Dumbledore. Það er
kannski helsta breytingin, því héðan af hafði hann alltaf dáð Dumbledore og
treyst honun 100% og í raun má segja að hann hafi ásamt Sirius og Weasley
fjölskyldunni, verið næst því að koma í stað fjölskyldunar hans.
Í enda bókarinnar sjást glögglega merki um annað, þar sem Harry verðu bálreiður
útí Dumbledore útaf hinum ýmsustu ástæðum. Allt frá því að Sirius er dáinn og til
þess að þeir hafi ekki verið mikið í sambandi yfir þann tíma sem skólinn var og
allstaðar þar á milli. Dumbledore gaf auðvitað góðar og gildar ástæður fyrir því af
hverju hann hafði sett hann í Occlumency (endilega einhver að segja mér hver
orðabókaþýðingin á þessu er) og af hverju hann hefði ekki sagt allan sannleikan
um spádóminn.

Góðar og gildar ástæður voru greinilega ekki nógu góðar fyrir Harry. Ef það
hentaði honum ekki þá lagði hann enga vinu í það, sbr. Occlumency.


Þegar ég las þessa bók þá sá ég að þessi hroki var mjög öfgakenndur. Ég hugsaði
með mér að enginn venjulegur unglingur myndi fara í gegnum gelgjuskeiðið á
þennan hátt. En málið er, Harry er ekki venjulegur unglingur. Það er margt sem
hefur áhrif á það að hann verður svona uppreisnarfjarn og reiður. Hann er
munaðarlaus, hann á þónokkra erfkifjendur og einn af þeim vill hann feigan,
fjölskyldan sem hann ólst upp hjá fyrirlítur hann og hann er hundeltur af
fjölmiðlum sem álíta hann sem eitthvað fyrirbæri. Útfrá bakrunni eins og þessum
er persónuleikinn hans sem óskrifað blað, hvað varðar framtíðina. Þessi
öfgakenndi hroki er þá kannski rökréttur.

Ég get þó ekki neitað því að rökvilla skaust alltaf upp í kollinn á mér við lestur
bókarinnar. Eitthvað var ekki að virka í þessari frásögn. Öll þessi skrýtna hegðun
hjá Harry Potter á öllum þessum sviðum, þá sérstaklega gagnvart vinum sínum
sannfærði mig ekki. Það var eins og J.K. hafði aðeins sleppt sér í
persónulýsingunni. Kannski hafði hún það að leiðarljósi að hann væri fær um að
gera hvað sem er þar sem hann kemur af frekar trufluðu umhverfi og það gefi
henni ákveðiðfrelsi til að láta Harry gera hvað sem er þannig að það passi við
hann. Ég varð að minnsta kosti ekki sannfærður því þetta var einfaldlega “too
much”.

Hvað varðar framtíð Harry Potter þá veltur þetta allt upp á því hvort og hvenær
hann verður meðvitaður um hrokann og hvernig hann tekst á við þetta því þetta
er veikleiki sem Voldemort mun nýta sér.

Rosalega hlakka ég til næstu bókar :D

Weedy