Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Violet
Violet Notandi frá fornöld 31 ára kvenmaður
2.324 stig
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."

Orðin eru björgunarsveitir (0 álit)

í Bækur fyrir 11 árum, 11 mánuðum
Í þessari grein ætla ég að fjalla um rithöfundinn Jón Kalman Stefánsson en hann var einmitt umfangsefnið í heimildaritgerð sem ég skrifaði fyrir ÍSL503 í vor. Hér er brot úr henni, enda er aldrei nóg talað um frábæran höfund.   Í febrúar las ég Himnaríki og helvíti eftir Jón Kalman Stefánsson og sú bók hreif mig meira en ég hafði gert mér í hugarlund að hún gæti. Jón skrifaði þar á fallegri íslensku um sjómenn sem veiddu í Djúpinu fyrir meira en hundrað árum, en það sem heillaði mig mest var...

Litli álfurinn (6 álit)

í Smásögur fyrir 12 árum, 4 mánuðum
Ég hrökk upp. Óróleiki hríslaðist um mig svo ég stóð upp í næturmyrkinu. Ég lokaði augunum og gekk blindandi fram á gang. Þar opnaði ég augun og marglitað ljósið frá jólaseríunum lýstu mér veginn inn í eldhús. Lítil stelpa tiplandi á tánum á ísköldum flísunum. Ég var ekki undirbúin fyrir sjónina sem blasti þar við mér. Út um stóra gluggann sá ég snjó falla í rólegheitunum á hvíthjúpuðu jörðina. Það fyllti litla hjartað mitt af þrá og huga minn af æsispennandi ævintýrum sem gætu nú átt sér...

Í svuntu og bláum kjól (4 álit)

í Smásögur fyrir 13 árum, 4 mánuðum
Það snjóar ekki eins og það á að gera á aðfangadagskvöld. Rigningin lemur gluggann og bræðir þunna fönnina sem hylur jörðina. Tilfinningin er ekki eins og hún á að sér að vera. Enginn yfirþyrmandi ilmur af jólamatnum, ekkert dauft kertaljós, engin falleg jólaljós til að lífga upp á skammdegið. Það hvín í vindinum sem hjálpar rigningunni að ræna snjónum og öllum jólaanda úr loftinu. Ég er klædd í bláan kjól og hvíta svuntu sem felur hann. Allt hafði farið úrskeðis. * Það voru níu ár síðan ég...

Evermore - Keppni (2 álit)

í Bækur fyrir 13 árum, 11 mánuðum
Þegar Twilight náði sem mestum vinsældum byrjuðu höfundar að skrifa bækur á ofsahraða sem myndu passa inn í sama bókaflokk og þessi eftirsótta bókasería. Út komu fullt af bókum um vampírur, varúlfa, spákonur, skyggn og allskonar unglinga með yfirnáttúrulega hæfileika. Eldri bækur sem þóttust líkar Twilight voru endurútgefnar, allir voru að reyna að græða á þorsta unglingsstelpna til að lesa meira um heitar vampírur sem tileinkuðu sér þessa einu réttu. Eins og má ímynda sér þá voru þessar...

A box of jar (0 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 3 mánuðum
This is your life here. In this box of jar. It doesn‘t matter if that makes sense or not because this is your life. And this box of jar isn‘t even filled. Where is the rest of your life? You are disappointed. You‘d have thought that your live was dozens of boxes of jars. But this is all you‘ve got. You could keep on going, adding to that box of jar or you could just throw that crap away. You look at it and you really don‘t know what to do with it. You feel like there is nothing left to do....

Ringluð (12 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Farðinn hennar var orðinn eins og smjör, lekandi niður kinnar hennar, ógeðslegur og klístraður. Þetta var ekki skemmtilegt lengur. Hún vildi fara heim. Hún ýtti sér í gegnum þvöguna, kýldi frá sér og sparkaði. Það var alltof heitt. Þúsund litlir tindátar þrömmuðu í hausinum hennar. Eyrun höfðu farið í verkfall. Það voru svo mikil læti. Augun brunnu og varirnar hennar voru að klofna í sundur af þurrki. Hún vissi ekki af hverju þær voru þurrar. Henni fannst hún hafa drukkið svo mikið. Alltof...

Móða (6 álit)

í Smásögur fyrir 15 árum, 7 mánuðum
Við mættumst á miðri leið. Ég var leið. Þú tvísteigst. „Þetta er að eyðileggja mig.“ Einföld setning. Orðaval hennar var úthugsað í dag. Eitt feilspor og hún var fallin. Veggir hjarta hennar fallnir. Hún ætlar ekki að láta undan þessum augum. Þau skyldu ekki hafa áhrif á hana. Augu þín víkkuðu um fáeina millimetra. Varirnar gerðu hið sama. Ég leit í burtu. Þú hefur ekki vald á mér. Ekkert vald. Ekkert vald. „Hvað meinarðu?“ Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað meinarðu? Hvað...

Ráðvillt (10 álit)

í Smásögur fyrir 16 árum, 4 mánuðum
Ég heiti hvað sem þér dettur í hug, ég veit það ekki sjálf. „Ég heiti Karen.“ „Halló, Karen.“ Söng kórinn sem situr í hring í utan um mig. Halló, þú sem átt allt og hefur ekkert að gera hérna. Ég hósta og lít í kringum mig. Augun í þeim virðast dauð og baugarnir í kringum þau spegla vonleysið. Ég anda inn. En ég finn ekki súrefnið. Ég finn aðeins fyrir áhyggjum, vandamálum og örvæntingu troða sér niður niður í kokið á mér og mér finnst ég kafna. Ég hósta aftur. Ég heiti úrræðaleysi og...

It Covers Up My Careless Breathing (0 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 9 mánuðum
I‘m an expert at acting asleep trained to breath in deep All these nights I‘ve laid alone listening to the others sleepy moans You've condemned me to a dream-filled sleep making me learn secrets I cannot keep let my mind be filled with dark stop scarring me, don‘t leave a mark As my mind derails down memory lane half-asleep I remember those days days of desperation and drained energy years of wishing I could break free I was brought up by rage and fear he pops a pill and the sky‘s are clear...

Ég sit hér og safna á mig ryki (1 álit)

í Ljóð fyrir 16 árum, 10 mánuðum
Ég get þetta ekki lengur hættu að styðja þig við mig bakið mitt hefur þegar brotnað og ekkert getur byggt það upp aftur Tilganslausar tilraunir, þú reynir að opna mig, sjá sál mína sjá erfiðleikana sem á baki mér hvíla en mannstu, það er brotið. Skörðin gleypa það sem eftir er, litlir hlutar af sjálfri mér á botninum liggja eða eru þeir ennþá að falla? Því endirinn virðist ekki nágast alls ekki, en afhverju ertu að halda mér hérna? ég hef alls ekkert að bjóða (ekkiögnseméggef) og gef ekkert...

Ófullkomin þögn (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum
Einfaldleiki forðast mig. Flókið líf eltir mig. Eigðu ást þína Týndu tilfinningum mínum í huga þér gleymdu mér alveg Umhyggja forðast mig Einmannaleiki eltir mig Ást hafði ekkert með mig að gera. Takk fyrir minningarnar. Láttu mig nú vera. Uppörvun forðast mig Þögn þín eltir mig Tár mín löngu hætt að falla. Á meðan þú “veist ekki” þá hætti ég að kalla. Fullkomnun forðast mig. Ófullkomnun er ég. Er mínúta af fullkomnun þess virði? Skildu mig. þá verður það þess virði.

A Series of Unfortunate Events (6 álit)

í Ævintýrabókmenntir fyrir 17 árum, 1 mánuði
A Series of Unfortunate Events er ævintýra bókaflokkur eftir Daniel Handler sem skrifar undir dulnefninu Lemony Snicket. Þær eru myndskreyttar af Brett Helquist. Serían byrjaði með fyrstu bókinni í flokknum, The Bad Beginning (Illa byrjar það) sem var gefin út árið 1999 af HarperCollins Children's Books. Serían kom svo að sínum enda þegar þrettánda bókin var gefin út The End, á Föstudeginum 13. október 2006. Kvikmynd var gerð út frá fyrstu þremur bókunum, The Bad Beginning (Illa byrjar það),...

Fortíðar hálsmenið: 9.kafli, Bréfið sem breytti öllu (3 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég vil bara segja að ég ætla að reyna að klára þetta núna fljótlega. Ég skrifaði 14.kafla spuna á tímabilinu frá því síðast sem ég sendi inn kafla og núna og fattaði að ég get alveg klárað þetta án þess að þurfa að taka mig marga mánuði í viðbót. þannig ég ætla að taka mig á. Ég er búin að plana þessa sögu algjörlega og það verða 20 kaflar. Ég ætla að REYNA að klára þetta fyrir endaðan Apríl. Set það sem markmið. EN endilega segið hvað ykkur finnst, því það virkilega hjálpar mér að skrifa....

Lífið tók mig í sínar hendur, þar sem þínar voru ekki til staðar. (0 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 2 mánuðum
Ég veit að þessi einföldu orð munu aldrei ljá mér traust þitt. En samt. En samt óska ég mér hæðsta sess í draumum þínum. Þó að þú takir ekki eftir boðunum sem ég reyni að skila til þín. Dreymdu bara stelpa. Finndu annan til að elska. Lífið leyðir mig til endaloka örlaga sem ég hleyp frá. Kemst ekki burt. Get ekki fundið neitt þess virði til að sjá. Leiddu mig bara að lífs enda. Leiðina þarftu að benda Taktu mig. Tak þitt heldur niður óþarfa óskhyggju minni. Lýstu ljósi þínu niður á maurinn...

Fortíðar hálsmenið: 8.kafli, Hogsmead (8 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 3 mánuðum
Það var seint í október þegar fyrsta Hogsmead helgin var tilkynnt. Síðasti mánuður hafði liðið hratt og Natalie var farin að vera ánægð með lífið, Ashley var alltaf við hlið hennar og núna var Chelsea það líka. Chelsea hafði algjörlega hætt að tala við Miröndu og Sophiu og andrúmsloftið í herberginu þeirra var ekki gott. Enda forðuðust Sophia og Miranda að vera þar. Natalie hafði staðið sig frábærlega á hverri Quiddtich æfingunni eftir annari og hafði kynnst Jason miklu betur. Þau voru...

Fortíðar hálsmenið: 7.kafli, Alvöru vinir (5 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 4 mánuðum
7.kafli Þegar Natalie lagðist til hvílu þetta kvöld þá var hún ekkert þreytt. Hún var ennþá í gleðivímu eftir atburði dagsins. Hver hefði hugsað sér að Natalie Logan hefði getað komist inn í Quidditch liðið. Henni fannst þetta alveg ótrúlegt. Henni hafði liðið svo vel að fljúga á fleygiferð og láta vindinn leika við skollituðu lokkana. Og það var ekki einu sinni besta við það. Þegar hún var á flugi þá var eins og heimurinn væri ekki til bara Quidditch. Natalie lagðist á hina hliðina og...

Fortíðar hálsmenið: 6.kafli, Undarleg saga galdrana (7 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 5 mánuðum
Sorry fyrir biðina en ég hef það sem reglu að senda aldrei inn kafla nema ég sé búin með kaflan á eftir honum. Þannig ég var að klára 7.kafla og hérna er þetta komið :)Hann er allavega mjög langur og ég vona að það bæti það upp :) *** Helgin leið allt of hratt að mati Natalie. Hún hafði mest allan tímann haldið sig uppi í heimavist því að það rigndi stanslaust frá laugardegi til mánudags. Það var rétt hjá Natalie, föstudagurinn hafði örugglega verið síðasti dagur sumarsins. Maður hefði...

Panic! At The Disco (80 álit)

í Popptónlist fyrir 17 árum, 5 mánuðum
- Mér er sama hvaða gerð tónlistar þeir eru, ég læt þetta bara hér - Saga hljómsveitarinnar Byrjunin Panic! At The Disco var stofnuð af skólabræðrunum Ryan Ross og Spencer Smith í úthverfum Las Vegas, Nevada. Þeir fengu skólafélaga sína Brent Wilson á bassa og Brendon Urie sem söngvara í hljómsveitina. Þeir fengu nafnið Panic! At The Disco frá laginu Panic með hljómsveitinni Name Taken. Til að koma tónlistinni sinni á framfæri þá sendu þeir Pete Wentz (úr Fall Out Boy) lögin sín og hann fékk...

Enn eitt ár liðið, án þín (4 álit)

í Smásögur fyrir 17 árum, 6 mánuðum
Það er vindur. Það er alltaf vindur þegar ég kem hingað. Ég hafði reyndar ekki komið hingað lengi. Hef ekki hugsað um þig lengi. Mamma kemur mér alltaf á óvart þegar hún kemur með mig hingað, og alltaf líður mér eins og ég vilji ekki fara. En þegar ég er komin þá líður mér illa hvað langt síðan ég hef hugsað um þig og farið til þín. En þú ert alltaf á sama stað og verður þar alltaf. Ég stíg út úr bílnum, á mölina og skelli hurðinni á eftir mér. Kaldur vindurinn leikur sér við hárið mitt og...

Mest spiluðu lögin mín.. í augnablikinu (30 álit)

í Músík almennt fyrir 17 árum, 7 mánuðum
Lögin sem ég hlusta mest á í augnablikinu :) Newport Living - Cute Is What We Aim For Nýfarin að hlusta á þessa hjómsveit, fékk þetta lag bara strax á heilann. Lying Is The Most Fun A Girl Can Have Without Taking Her Clothes Off - Panic! At The Disco Elska Panic! eiga eftir að koma fleiri lög frá þeim á þennan lista. Mæli með þeim! I Miss You - Blink 182 Elska þetta lag, var að grafa það upp um daginn :) XO - Fall Out Boy Eitt af uppáhaldslögunum mínum með Fall Out Boy :) The Music Or The...

Fortíðar hálsmenið: 5.kafli, Fyrsta vikan (8 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 9 mánuðum
5.kafli Fyrsta vikan sem fjórða árs nemi hafði ekki verið svo slæm, fyrir utan tímana í vörnum gegn myrku öflunum. Marcus Comber þagði allan tímann meðan hann lét krakkana gera ritgerðir um umræðuefnið sem var fyrir þann tíma. Það var hræðilegt, svo sat hann bara og starði illkvittnislega á krakkana sem neyddust til að skrifa og skrifa. En það undarlega var að hann hafði ekki einu sinni litið í áttina að Natalie, henni til lukku. Natalie var viss um að það var eitthvað gruggugt við Marcus en...

Tárin (4 álit)

í Ljóð fyrir 17 árum, 9 mánuðum
Tárin falla Ég til þín kalla En ég fæ ekkert svar Ekkert er eins og það var Tárin renna Það var ei þér að kenna Að þú fórst úr lífi mínu og að þú týndir þínu Tárin hætt Ekkert getur mig kætt Ég tala ei um þig lengur Þú varst svo ungur drengur.

Fortíðar hálsmenið: 4.kafli, Brúni böggullinn (7 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 10 mánuðum
4.kafli Natalie gekk rólega inn í stóra salinn við hlið Ashley. Margir nemendur voru nú þegar komnir inn í salinn og fengið sér sæti við heimavistarborðið sitt. Salurinn var drungalegur eins og veðrið úti, en samt virtist hann bjartur útaf öllum hlæjandi krökkunum sem hlökkuðu til skólaársinns. Natalie og Ashley gengu að Gryffindorborðinu. Fáir Gryffindornemar voru komnir en Jessica og Nathan sátu við annan enda langborðsins. Jessica benti þeim að koma og þær fengu sér sæti fyrir framan...

Fortíðar hálsmenið: 3.kafli, Lestarferðin (8 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 10 mánuðum
3.kafli Natalie gekk inn á Leka seiðpottin með Bellu í búrinu sínu í annari hendi og með hinni dró hún á eftir sér svart koffort með stöfunum NL. Í fylgd með henni var sterkbyggður maður að nafni Jack sem hafði ekki mælt orð frá vörum. Natalie gekk órólega í gegnum krána og stoppaði við múrsteinavegg í bakgarði kráarinnar. Jack sló létt í nokkra steina með sprotanum sínum og hélt svo inn í gegnum hlið sem birtist. Skástræti blasti við Natalie, fólk að flýta sér að kaupa inn meðan sumir sátu...

Fortíðar hálsmenið: 2.kafli, Útskýringar (9 álit)

í Harry Potter fyrir 17 árum, 10 mánuðum
2.Kafli Natalie sat í sófa ská á móti Charlie og strauk tár af vanga sínum. Hún virti manninn betur fyrir sér sem sat í sófa fyrir framan Charlie og Mittu. “Hver var þessi maður eiginlega?” hugsaði hún með sjálfri sér. Natalie brá þegar hann leit til baka á hana. Brún augun sýndu enga samúð, heldur hatur. Hann var miðaldra og gráu hárin voru orðin fleiri en þau brúnu, hann var þvengmjór og nokkrum sentímetrum hærri en hún sjálf. Natalie sleit augnsambandinu og leit á Charlie þar sem hann sat...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok