Einfaldleiki forðast mig.
Flókið líf eltir mig.
Eigðu ást þína
Týndu tilfinningum mínum í huga þér
gleymdu mér alveg

Umhyggja forðast mig
Einmannaleiki eltir mig
Ást hafði ekkert með mig að gera.
Takk fyrir minningarnar.
Láttu mig nú vera.

Uppörvun forðast mig
Þögn þín eltir mig
Tár mín löngu hætt að falla.
Á meðan þú “veist ekki”
þá hætti ég að kalla.

Fullkomnun forðast mig.
Ófullkomnun er ég.
Er mínúta af fullkomnun þess virði?
Skildu mig.
þá verður það þess virði.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."