Ég veit að þessi einföldu orð munu aldrei ljá mér traust þitt.
En samt. En samt óska ég mér hæðsta sess í draumum þínum.
Þó að þú takir ekki eftir boðunum sem ég reyni að skila til þín.
Dreymdu bara stelpa. Finndu annan til að elska.

Lífið leyðir mig til endaloka örlaga sem ég hleyp frá.
Kemst ekki burt. Get ekki fundið neitt þess virði til að sjá.
Leiddu mig bara að lífs enda. Leiðina þarftu að benda
Taktu mig. Tak þitt heldur niður óþarfa óskhyggju minni.

Lýstu ljósi þínu niður á maurinn sem ég er.
Sýndu mér leiðina að hinum rétta veg.
Hvernig sem þetta endar, ég get alltaf sett sökina á þig.
Þú veist. Þú veist að lífið aldrei vildi mig.

Gagnslaust. Gagnslaust þetta er.
Án ástar til að leyða með sér.
Þar sem þú býður eigi þína hönd, sjálfa mig mun leiða.
Að heimsinns endamörk. Lífið vísar mér leiðina burt.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."