Það er vindur. Það er alltaf vindur þegar ég kem hingað.
Ég hafði reyndar ekki komið hingað lengi. Hef ekki hugsað um þig lengi.
Mamma kemur mér alltaf á óvart þegar hún kemur með mig hingað, og alltaf líður mér eins og ég vilji ekki fara. En þegar ég er komin þá líður mér illa hvað langt síðan ég hef hugsað um þig og farið til þín. En þú ert alltaf á sama stað og verður þar alltaf. Ég stíg út úr bílnum, á mölina og skelli hurðinni á eftir mér. Kaldur vindurinn leikur sér við hárið mitt og ég hrylli mig útaf kuldanum. Ég geng áfram, með hendurnar í vösunum og horfi niður. Stansa svo fyrir framan þig.
Ekkert lýsir upp kvöldið nema brosið þitt á hörðu granítinu. Það eru liðin fimm ár og margt hefur breyst en ekki þessi staður. Dauðar rósir hanga niður í vasanum við leiðið þitt og luktin þín er orðin ryðguð.
Mamma lagar þetta fljótt, tekur rósirnar sem áður voru rauðar úr vasanum og létur nýjar bláar rósir í staðinn, og flýtur sér að láta kerti í luktina þína áður en að kertaloginn fjarar út í vindinum.
En vindurinn blæs hann alltaf í burtu, í hvert sinn líður mér enn verr. Mamma nær fljót í eldspýtustokk sem var í vasanum hennar, alltaf, og kveikir á eldspýtu sem fær aðeins að lifa í nokkrar sekúndur.
Fyrsta tárið fellur.
Í annari tilraun náði mamma að kveikja á kertinu aftur og lokaði luktinni eins fljótt og hún gat. Ég horfði bara á í kuldanum. Hún stóð upp og þurrkaði af sér grasið sem hafði límt sig við svörtu buxurnar hennar.
Ég signaði þig og horfði svo beint í augu þín, þetta var stúdenta myndin þín, þú náðir ekki að klára háskóla.
Annað tárið fellur.
Það er svo erfitt, að halda áfram. Þegar þú verður alltaf í hjarta mínu og beint fyrir augunum á mér. Mamma leit á mig , en ég passaði að hún sæi ekki að ég væri að gráta, hinsvegar litli bróðir minn var ekkert að fela það. Hann er alltaf svo góður.
Mamma faðmar hann og þau horfa bæði á nafnið þitt sem hefur verðið ritað fast inn í svart granítið. Ég stend þarna og horfi líka, enn eitt árið liðið, án þín.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."