7.kafli

Þegar Natalie lagðist til hvílu þetta kvöld þá var hún ekkert þreytt. Hún var ennþá í gleðivímu eftir atburði dagsins. Hver hefði hugsað sér að Natalie Logan hefði getað komist inn í Quidditch liðið. Henni fannst þetta alveg ótrúlegt. Henni hafði liðið svo vel að fljúga á fleygiferð og láta vindinn leika við skollituðu lokkana. Og það var ekki einu sinni besta við það. Þegar hún var á flugi þá var eins og heimurinn væri ekki til bara Quidditch. Natalie lagðist á hina hliðina og knúsaði koddann og stuttu eftir það sofnaði hún alsæl.

*

Daginn eftir var búið að hengja upp tilkynningu um hverjir höfðu komist í liðið. Natalie og Ashley lásu spenntar yfir listann þó að þær vissu að þær hefðu komist í liðið.

Fyrirliði & Sóknarmaður
Jessica Nicole Trail
Sóknarmenn:
Kimberly Stewart
Natalie Skye Logan
Gæslumaður:
Ashley Amber Trail
Varnarmenn:
Anthony Rabart
Jason Livley
Leitari:
Martin Cole

Vinkonurnar hoppuðu af kæti og föðmuðu hvor aðra, Chelsea var líka þarna og óskaði þeim báðum til hamingju. En Chelsea var samt eitthvað svo leið. Hún brosti leiðu brosi og fór svo á undan þeim niður í morgunmat.

“Ég trúi þessu ekki! Það á eftir að verða ógeðslega gaman að hafa þig með í liðinu.” sagði Ashley spennt og faðmaði Natalie enn og aftur. Natalie leit aftur á listann, hún þekkti alla sem voru í liðinu nema leitarann. En varnarmennirnir Anthony og Jason voru líka 4.árs nemar, bestu vinir en voða ólíkir. Anthony var ljóshærður og vinsæll, en Jason hinsvegar var dökkhærður og Natalie tók ekki mikið eftir honum því hann var alltaf svo hljóðlátur.

Það var grenjandi rigning úti og regndroparnir börðu rúðurnar með hávaða. Setustofan var frekar dimm enda ennþá árla morguns. Það voru fáir á kreiki en Miranda og Sophia voru rétt í þessu að ganga niður stigann frá stúlknaálmunni. Þær skiptust á hvísla að hvor annari og litu hæðnislega á Natalie og Ashley þegar þær gengu framhjá þeim án þess að segja orð við þær. Þær hurfu svo út um málverkið.

“Hvað er málið með þær?” spurði Ashley móguð. “Þær láta eins og maður sé ekki til lengur, það er ekki skrítið að Chelsea sé hætt að tala við Miröndu.” Ashley var ennþá að horfa á bakið á málverkinu og virtist hafa verið meira að tala við sjálfan sig en Natalie.

“Ha, af hverju hætti Chelsea að tala við Miröndu? Hvað gerði hún?” sagði Natalie forvitin og minntist gærkvöldsins.´

“Ööö,” Ashley leit vandræðalega á Natalie, hún virtist vera að koma til sjálf síns. “æ, það er ekkert.”

“En þú sagðir í gær að þú ætlaðir að segja mér hvað væri að Chelsea,” sagði Natalie og leit alvarlega á Ashley.

“Æj, þá það. Sko Miranda hefur verið núna alveg svakalega mikið með Sophiu og hún er alltaf að segja eitthvað ljótt um þig og Ashley þoldi það ekki. Chelsea sagði Miröndu að hætta að hlusta á Sophiu en Miranda varð þá bara enn móðgaðri og sagði að hún vildi hvort sem er ekki vera með manneskju sem væri alltaf með þér.” Ashley leit vandræðalega niður og leið greinilega mjög illa yfir þessu. Natalie neri augun og kom í veg fyrir að tárin sem höfðu myndast færu að renna niður kinn hennar. Hún trúði þessu ekki, hvernig gat Sophia verið að segja eitthvað svona ljótt um hana og það verra var að Miranda hafði trúað því.

Natalie settist í næsta stól sem hún sá og fól höfuðið í höndum sér. Hún gat ekki höndlað þetta núna. Þegar Ashley ætlaði að setjast við hliðina á henni þá stóð Natalie upp aftur.

“Æj Nat, fyrirgefðu, En þú þurftir að vita þetta.” sagði Ashley með eftirsjá og faðmaði Natalie. Fyrsta sem Natalie ætlaði að gera þá var að hörfa en Ashley hélt fast utan um hana, hún vissi að Ashley meinti ekkert illt ,þetta var ekki henni að kenna.

“Ashley þetta er allt í lagi, ég spjara mig. Ég veit að þetta er ekki þér að kenna, komum og finnum Chelsea” hálfhvíslaði Natalie sorgbitin þegar Ashley hafði sleppt henni. Ashley kinkaði góðlega kolli og þær voru samferða niður í morgunverð.

*

Þegar þær komu inn í stórasalinn þá var hann stútfullur af hávaðasömum nemendum, þær komu strax auga á Chelsea við Gryffindor borðið sem sat niðurlút og hréri í morgunverðarskálinni. Natalie og Ashley gengu rólega að henni og hún leit áhyggjufull á Natalie þegar þær settust niður.

“Chelsea, Natalie veit” sagði Ashley einfaldlega og brosti góðlega til Chelsea. Þegar Natalie sá hvað Chelsea var miður sín þá allt í einu fékk hún sektarkennd. Hún hafði ekki hugsað um hvað Chelsea liði illa, Miranda var nú besta vinkona hennar og nú vildi hún ekki vera með henni lengur. Natalie brosti líka til Chelsea sem brosti undrandi til baka. “Það er allt í lagi með mig, ekki hafa áhyggjur af mér.” Hvíslaði Natalie til hennar og hún brosti þakklát tilbaka.

Morgunmaturinn var svolítið lengi að líða í fyrstu en þegar leið á morguninn þá fór Chelsea að tala og það sást að henni var farið að líða betur. Þegar þær þrjár voru að ganga út úr stóra salnum þá allt í einu stoppaði Chelsea og fór að róta í töskunni sinni.

“Æ, ég var næstum því búin að gleyma þessu,” sagði Chelsea annars hugar og hélt áfram að leita í brúnni töskunni.

“Hverju?” sagði Natalie forvitin.

“Það kom bréf til þín, en þú varst ekki komin niður í mat. Ég gleymdi þessu alveg eftir að þið komuð.” sagði hún og brosti til Natalie og rétti henni bréf.

Natalie tók við bréfinu og skoðaði skriftina gaumgæfilega, hún þekkti hana ekki.
Í forvitni þá tók hún það upp í flýti og reif bréfið úr umslaginu. Og í því stóð:

Elsku Natalie mín,
Þín er sárt saknað, stóra húsið er tómt án þín. Ég ákvað að skrifa þér örstutt bréf til að athuga hvernig þú hefðir það. Hér er allt á fullu, Charlie er alltaf í ráðuneytinu útaf vitsuguárásinni á greyið Ted. Ég vona að þú hafir farið varlega eftir árásina, þetta er hættulegur tími og ég vil að þú passir að þyggja ekki neitt frá fólki allt frá mat, hluts til heimboðs, þú veist aldrei hvað getur gerst.
Eins og þú örugglega veist þá er nýr kennari við skólann, Marcus Comber, hann er góður vinur minn og ég bað hann að hafa auga með þér svo þú getur alveg treyst honum.
Ég vona að þú spjarir þig, sjáumst um jólin.

Mitta


Natalie stóð gapandi yfir bréfinu. Var þetta sama konan sem hataði hana af lífi og sál, að kalla hana elskuna sína? Natalie fékk kökk í hálsinn, Hvaða rétt hafði Mitta til að tala um Ted. Hvaða rétt hafði hún að gera sér upp væntumþyggju? Það rann tár niður kinn Natalie. En hún var fljót fela það fyrir stelpunum.

“Natalie er allt í lagi?” sagði Ashley óviss um hvort hún ætti að hafa áhyggjur.

Natalie kinkaði létt kolli en horfði ennþá á bréfið. Hún ætlaði ekki láta Mittu koma sér í uppnám, hún hafði ekki rétt á því! Natalie reif bréfið í tvennt og svo í fernt og henti því svo í næstu ruslakörfu og strunsaði áfram.

“Natalie!” núna var þetta Chelsea sem leit undrandi á Ashley sem starði á eftir Natalie. “Hún þarf að átti sig aðeins, leyfum henni að vera einni.” sagði Ashley og tók í Chelsea sem ætlaði að fara eftir henni.

*

Natalie var svo ráðvillt. Lífið átti ekki að vera svona erfitt, hún leit við á Ashley og Chelsea til að athuga hvort þær veittu henni eftirför en svo var ekki. Hún hljóp að næstu tómu kennslustofu og lokaði fljótt á eftir sér. Hún sast strax niður fyrri framan hurðina og dró fæturnar upp að bringu og hélt utan um þær er hún lagði höfuðið niður og grét.

Hún hafði rétt náð í ummyndun áður en að McGongall hafði birst. Ashley spurði hana ekkert um þetta, það var það sem var svo þægilegt við Ashley, hún vissi nákvæmlega hvenar hún þurfti að vera ein eða væri ekki tilbuin að tala um eitthvað.

*

Skóladagurinn hafði verið lengi að líða, því Natalie hafði fattað að í kvöld væri fyrsta Quidditch æfingin hennar og hún var full af spenningi. Það meira að segja fékk hana til að gleyma bréfinu frá Mittu. Ashley var líka orðin spennt og þetta var eina sem þær töluðu um restina af deginum.

Eftir að síðasta tímann þá drifu þær sig upp í heimavist og drífðu sig að læra það sem þær gátu þangað til æfingin byrjaði.
Það hafði stytt upp og var heiðskírt og fullkomið veður fyrir æfingu. Þær skokkuðu glaðlega að Quidditchleikvanginum og þegar þær komu á staðinn þá var allt liðið þegar komið.

Jessica stóð fyrir framan hópinn og var að athuga hvort allir væru ekki komnir.

“Jæja, mér sýnist allir vera mættir. Fínt. Ég heiti Jessica Trail og er fyrirliði í ár. Ég vona að allir séu komnir með kústa og annan búnað, annars getiði fengið kúst að láni en verðið að útvega ykkur kúst sem fljótast. Þetta er fyrsta æfingin og veðrið er frábært þannig ég vona að allir leggi sig fram. Þið sem þekkist ekki endilega kynnið ykkur því við þurfum að hafa sterkt lið í ár til að geta unnið bikarinn!” Allir fögnuðu og fóru að tala sín á milli.

Ashley pikkaði spennt í Natalie og hvíslaði “Sá er sætur” og benti á Jason Livley sem var annar varnarmaðurinn. Hann var svarthærður og var að tala við Anthony Rabart ljóshærðan strák sem var líka varnarmaður.

Natalie leit í áttina til þeirra og varð sammála Ashley, Jason var frekar myndarlegur en Natalie hafði aldrei hugsað svoleiðis um hann. Hún hafði nokkrum sinnum talað við hann en hún gat ekki sagt að hún þekkti hann. En Natalie hafði um annað að hugsa núna, hún leit frá honum á á Jessicu sem brosti til hennar og benti svo öllum að koma.

*

Æfingin gekk vel hjá Natalie og hún smellpassaði inn í hópinn, hún var ekkert verri leikmaður er hinir sem kom henni mjög á óvart. Það hafði vaxið í henni svakalegt sjálfstraust síðan hún vissi að hún hefði komist inn í liðið og var ekki feimin við að tala við neinn.

Það var einn strákur í liðinu sem hét Martin, hann var leitarinn og var á sjöunda ári. Natalie fannst hann frábær, hann var samt miklu minni en Natalie og þybbinn en hann var frábær Quidditchmaður og skaust um loftið í leit að gullnu eldingunni. Hann var líka mjög áhugasamur um skák og maður varð að passa sig að koma ekki nálægt honum því þá byrjaði hann að blaðra út úr sér tunguna um skák eða Quiddtich. Natalie hló að honum alla æfinguna en hann var mjög skemmtilegur strákur.

En Natalie hafði sérstakan áhuga á að tala við Jason, hann var mjög rólegur og talaði ekki mikið en hann var mjög góður að tala við, því maður sá að hann var í alvörunni að hlusta. Vinur hans, Anthony var ekkert sérstaklega skemmtilegur, hann gat ekki hætt að tala um sjálfan sig og montaði sig endalaust yfir því að pabbi hans væri aðalfréttamaðurinn hjá spámannstíðindum.

Þegar æfingin endaði þá vissi Natalie að henni átti eftir að líða vel í þessu liði.
"Reading is one form of escape. Running for your life is another."