Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Pétur Gaut

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það eina sem ég tel víst, þó að það meigi efast það er hollt og gott, er að eitthvað er.. ég veit ekki hvers eðlis þetta ER er hvort það er eitt eða margt..Við getum alltaf efast. Hvort við séum til eða ekki.. getum við ekki vitað.. við getum bara trúað býst ég við.. ég kýs þó að efast að eilífu í stað þess að trúa.. kannski er þetta bara einhverskonar persónulegur ofmetnaður hjá mér.. eða einhverskonar egóískur barnaskapur.. þe að efast og þykjast vera þess eða einhvers megnugur.. hver er...

Re: Satt eða logið

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Segjum að allt sé ósatt.. lygi sé að herma ónákvæmlega eftir, af því sem þér áskotnast af því ósanna.. Lygi er ef til vill fullkomlega óháð því sem er satt eða ósatt. Er nokkuð satt eða rangt nema í manngerðum rökkerfum?! Í raunveruleikanum er ef til vill einungis hægt að segja sem svo.. að orsök hafi ákveðna afleiðingu.. það er þrátt fyrir það ekki hægt að segja að það sé satt, það er þó hægt að segja að orsök hafi ekki ákveðna afleiðingu, en verða mælitækin nokkurtíma nógu nákvæm til að...

Re: Heilbrigd skynsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hehe… kannski það ;)

Re: ?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef þér getur verið illa við sjálfa(n) og allir væru eins og þú.. þá væri það auðvitað hægt. Ekki satt?!

Re: Er fróðleikur af hinu góða?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Hmm.. Hlutirnir eru einfaldlega.. Hversvegna? finnum við ekki.. Við finnum einfaldlega það sem er! Við búum til, í eðli mennsku okkar, búum til viðmið eins og gott illt guð djöful og eitthvað sem okkur finnst fallegt eða ljótt.. Við verðum að skilja á milli þess sem er búið til af okkur sökum gerðar okkar.. og þess sem er og við erum! Viðmið okkar, sem er okkar eigin framleiðsla, eru álíka varanleg og stöðug og ský á himni.. það sem skiptir máli varðandi ský er að þekkja eðli þeirra.. þess...

Re: Örlög í nútímasamhengi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ef til vill er heimurinn sem við lifum í.. udnarleg tilviljun í fullkomlega kaotískum heimi.. þe lögmálin eru nú aðeins undarleg röð tilviljana.. líkt og apar sem pikka á ritvél margfaldað með eilífð.. þá koma út meistaraverk allra tíma liðinna og komandi.. Ekki gefa þér svona mikið Frostwolf.. þú verður að efast enn meira.. til þess að öðlast dýpri skilning.

Re: Eðlisfræði og heimspeki!!!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Frosrwolf þú þarft aðeins að leggjast niður í það hver munurinn er á eðlisfræði og stærðfræði… Hvort heldur þú að minesweeper svipi meira til eðlisfræði eða stærðfræði.. og hvers vegna?! Gangi þér vel! ;)

Re: Sidfraedi Korsgaard

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég játa fáfræði mína varðandi Korsgaatd.. :) En ég tel raunar að hverskonar siðfræði dæmist ómerk.. þeas hlýtur alltaf að vera gölluð í eðli sínu.. hvar er grunnurinn og svo frv.. ég hef ekki fundið hann í einhverju eilífu.. þó hef ég óljósa hugmynd um málið.. en það yrði ekki siðfræði eins og við þekkjum hana ;) Mér svíður að halda hugmyndum í mér.. og sannarlega meiga þær ekki deyja með mér.. það er mín versta martröð!

Re: Heilbrigd skynsemi

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Stundum er mér skapi næst að óska þess að til væru orðbrjótar, líkt og myndbrjótarnir forðum, sem brutu öll líkneski og myndir af guðdóminum í kristni… Ef ég væri orðbrjótur, þá myndi ég brjóta orðin sem mynda hugtakið “heilbrigð skynsemi”! Það kalla ég heilbrigða skynsemi!! ;) (þarna fór ég náttlega í mótsögn við sjálfan mig, ég veit en í þessu liggur merking)..

Re: Vatn, eyðingarmáttur jarðar?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Ég vil benda á hvernig eyðing getur verið skapandi.. Hvernig myndhöggvari sverfur steininn eða hvað eina.. og eftir stendur eyðilegging.. eftir stendur sköpunarverkið!! Orð eru blekkjandi.. heimurinn ER, við hófum aðeins máls á honum ;)

Re: Meðvituð hugsun

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Eins og svo oft áður þá hitti gthth naglan á höfuðið.. Hvað er illt?! Hvað er gott?! Svo skulum við sjá… ;)

Re: Eðlisfræði og heimspeki!!!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Það er alveg rétt hjá þér gthth þetta með að það er ekki hægt að SANNA afstæðiskenninguna eða skammtafræðina… En hvar er hægt að sanna hluti, nema í “gervi” veruleika stærðfræði og rökfræði, (tungumáls sem er þó annars eðlis en samt ekki). Þe í ofur einföldum heimi, þar sem smæsta eining er þekkt og öll lögmál kerfisins. Ekki skilja mig sem ég sé að dissa rökfræði eða stærðfræði, ég er hugfanginn af stærðfræði og rökfræði. En… … ég veit ekki hvort það eru til rökvillur er varða samhengi en...

Re: Vandi heimspekinnar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Popcorn húrra fyrir þér! Það er sannarlega ekki hægt að skilja vísindi frá heimspekinni!! Í þessu leinist dýpri pæling. Pælum í því ;)

Re: Heilbrigð skynsemi er ofmetin

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Eins og oft áður í svona málum er farið af stað áður en hugtökin eru skilin til fulls.. eða hvað?! Mér þætti réttast að opna umræðuna með því að spyrja.. Hvað er heilbrigð skynsemi, eða almenn skynsemi? Almenn skynsemi finnst mér að mörgu leiti heppilegra hugtak.. þar sem við erum væntanlega ekki að ræða um hvað sé heilbrigð eða óheilbrigð skynsemi.. þar sem við værum farin að leggja hlustunarpípur okkar á hugmyndir og hugsanir, til að meta heilbrigði hugmynda eða hugsana, jafnvel þó...

Re: Pæling um lýðræði

í Heimspeki fyrir 22 árum, 10 mánuðum
Fullkomnun er náttlega spurning um markmið, ss fullkomnunin er markmið sem gerðir stefna að.. svipað og “lim”=limit í stærðfræði.. þessu marki verður aldrei náð, nema með því að innleiða einskonar skekkjumörk, þar sem ef nákvæmin væri fullkomin myndi sá hlutur sem leitar að fullkomnun, hringsóla í viðleitni sinni til að ná markinu, eins og fluga um peru.. Þegar er talað er um fullkomið lýðræði, er eflaust hægt að velja úr nokkrum möguleikum, og þal verður fólk stöðugt að reita hár sitt ef...

Re: Hnignun heimspekinnar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég hef engu við þetta að bæta. Ég held að við skiljum hvor annan. Ég tel mig vita að þú skiljir hvað ég á við. Ég veit þetta með fjármagnið.. það er sorglegt :( En hvernig sem á málið er litið, þá varð ég fyrir vonbrigðum. Tók þau vonbrigði líka nokkuð nærri mér. Það nær ekki lengra ;)

Re: Hnignun heimspekinnar

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég verð nú að taka upp hanskan fyrir Froztwolf, þó ég viðurkenni að það er hæpið að gagnrýna heimspekinámið í HÍ ef maður þekkir það ekki af eigin raun. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Froztwolf hafi rétta “meiningu” (sbr. Gorgías; þe maður getur vísað ferðalangi leið að stað sem maður hefur ekki komið á sjálfur, og haft rétt fyrir sér.) Ég samþykki að heimspeki þarfnist fræðilegs grunns, þe reynslu fortíðar, til að taka “framförum”. Heimspeki í sinni hreinustu mynd, eins og ég skynja hana,...

Bravo bravo.. Klapp klapp!!!

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Frábært innlegg!! Frábær grein!! Þú ert vefnum mikill fengur. Þú hefur þennan vef á hærra plan. Maður fræðist heilmikið á að lesa þessar greinar þínar. :) Tumbs up! Rock on! :)) Getur verirð að þú hafir verið aðstoðarkennari í fornaldarheimspeki hjá honum Mikael? Þú ert ef til vill að leggja stund á latínu og grísku sem og önnur fornfræði? Það kæmi mér ekki á óvart ef þú heitir Geir, kallaður Geiri. Hvað sem því líður þá ertu gullmoli! ;)

Re: "Hvað er heimspekingur?"

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Heyr heyr gthth!! :)

Re: Píkutorfan

í Bækur fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Halló :) Ég er karlmaður eða karlkyns, ekki í minnihluta hóp, sorry ;) Ég er sammála honum Calcio um það sem hann segir í grein sinni. Mér finnst mér ekki ógnað á neinn hátt, ég er fylgjandi jafnrétti, rétti sem er í raun blindur á kyn. Mér finnst bara svo aulalegt af stelpum að berjast ekki á vígvellinum, daglega á vinnumarkaði, í eiginlífi,.. mér finnst málið ekki vera svona sáluhjálparvæl, nú gerist ég sekur um fordóma af einhverju tagi.. ég hef ekki lesið píkutorfuna og dæmi hana því af...

Re: Skemmtileg *********

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Mér sýnist hér vera um að ræða klassíska mótsögn. Takk fyrir. ;)

Re: ?

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Thossinn svaraði þessu ágætlega… Heimspekingar geta vel hætt sér út í endamörk egin þekkingar. En árangurinn sem hlýst af þessháttar landkönnun er oft lágkúrulegur. Jafnvel hlægilegur, ég ætla ekki að banna Jeltsín að dansa upp á sviði, en það er ekki þar með sagt að margir hafi áhuga á að horfa á hann gera það. Sama gildir um heimspekinga, þeir geta talað og pælt um allt milli himins og jarðar, ekki vil ég banna þeim það, og get ekki, en árangur þessara pælinga er æði misjafn. Stundum...

Re: Hugleiðingar um efnishyggju

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Asskoti efnilegar greinarnar frá þér gthth! :) Mig grunar að raunveruleikinn, hver sem hann er nú, sé einhverskonar blanda af smættarefnishyggju og verkhyggju. Þe að ferlin séu nottlega bara efnisleg taugaboð, og fylgi svipuðum ferlum í flestum einstaklingum, þó alldrei fullkomlega eins, nema í einföldustu kerfum. Ég tel raunar að þessar pælingar séu komnar út fyrir mörk skynsamlegrar heimspeki, þó að heimspeki sé þetta. Málið er bara það að raunvísindin eru mun stærri og mikilvægari þáttur...

Re: Að vera trúr sjálfum sér/Grunnreglur lýðræðis

í Heimspeki fyrir 22 árum, 11 mánuðum
1.lagi ekki fara mAlkAv.. það mindi gera ekkert úr því sem þú ert að berjast fyrir. Ég virði þó þína skoðun og vilja til að vera sannur sjálfum þér, margir væru sammála þér í því, merkari mér. En ekki fara, því þá værir þú að ganga á móti því sem þú stendur þó fyrir hér. Ef þú hefur verið að svara rasistum hér. Ss. þá er einum and-rasista færra, sem væri rasistum í hag. :/ 2.lagi verð ég að vera ósammála um það að rasistar fái ekki að tjá sig hér, ef Hugi á að spegla alla þjóðina eða...

Re: Shadowrun

í Spunaspil fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Ég var rólplayari ca 15-19ára, í mesta lagi, þannig að nú hef ég ekki spilað í 5ár!! Vá! Lengra en mig grunaði. Af þeim spilum sem ég spilaði, þá var Shadowrun eitt best balanceraða spilið, og yfirhöfuð best, svona í minningunni.. Það má nottlega deila um það, auk þess sem sum spil eru ekki sambærileg, einfaldlega ólík. Td Vampires og “Caþúlú” og þessháttar og allt sem ég man ekki aþþí það er svo langt síðan ;) Er Steini perri enn með búðina sína eða er hann farinn til Afríku?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok