Það er verið að ræða um sannleikan á Deiglunni. Mér datt í hug að hér væri gaman að ræða um sannleikann.
Spurninginn er hvað er sannleikur? Hér á öldum áður töldu menn að jörðin væri flöt, það var sannleikur. Eins og sést í sögunni hefur stundum reynst erfitt að fylgja eftir sannleiknanum. Rðamenn hafa þurft að murka lífið úr fjölda fólks til að halda uppi merki sannleikans, en svo hefur komið fram að nútímamenn líta öðrum augum á sannleikann, það sem var í raun rétt þá teljum við nú rangt. Af þessu má draga þá ályktun að sannleikurinn fylgi fáfræðinni eða öfugt.
Er sannleikur þá í raun fylgifiskur fræðslunnar og vísindanna, angi skilnings og þekkingar?