Eðlisfræði og heimspeki er alveg ótrúlega tengd hugtök ef að maður pælir aðeins í því. T.d. afstæðiskenning Albert Einstein er á vissan hátt heimsspekikenning með eðlisfræði ívafi!!! Eðlisfræði er í raun bara fræðilegi hlutinn á heimspekinni og svo öfugt. Það sem eðlisfræði getur ekki útskýrt eins og t.d. afhverju okkur finnst gaman að hlusta á tónlist eða horfa á góða bíómynd. En forsendurnar fyrir því að við getum hlustað á tónlist og horft á bíómynd eru eðlisfræðilegar sama hvað raular og tautar!!! Ég fór í raun og veru ekkert að spá í heimspeki fyrr en ég var búinn að læra helling í eðlisfræði, ég er svosem ekkert inni í þessum kenningum hinna og þessarra kalla en mér fannst voðalega gaman af því að þegar maður skildi ekki einhverja kenningu eðlisfræðinnar að skoða hana út frá allt öðru sjónarhorni sem oftar en ekki var eitthvað í líkingu við heimsspeki. Það er nefninlega alveg lúmsk tenging þarna á milli. T.d. ein af grundvallarspurningum heimsspekinnar er sú að við viljum vita hver tilgangurinn er með þvi að lifa lífinu. Forsendan fyrir því að lifa lífinu er eðlisfræðileg eða réttara sagt lífeðlisfræðileg.

Nennig ekki að skrifa meira í bili en pælið samt aðeins í þessu!!!