Við höfum komist að því að við höfum möguleika á að vera í þrenns konar alheimum. Heimi þar sem engin orsakafræði á sér stað, (Algjör ringulreið)Líkindafræðilegum eða Algjörlega orsakafræðilegum.

Ef við værum í heimi þar sem algjör ringulreið ætti sér stað, þá væru engin lögmál í gildi og ekki hægt að nota neinar formúlur til að spá fyrir um hluti. Engin flóknari kerfi gætu myndast (S.s. lífverur eða bara atóm) og við værum ekki til. Því héld ég að sé gjörsamlega hægt að útiloka þennan möguleika.

Ef við erum í líkindafræðilegum heimi er hægt að spá fyrir um vissa hluti en aðrir grundvallarhlutir fylgja líkum frekar er formúlum. Því er hægt að spá fyrir um ýmsa hluti með nokkuð mikilli nákvæmni, en óvissan stækkar og stækkar eftir því sem tími eykst. Ef við erum í þannig alheimi gæti hver ákvörðun leitt af sér ákveðið margar aðstæður sem sjálfar greinast svo niður o.s.frv.

Ef við erum í fullkomlega orsakafræðilegum heimi er hægt að lýsa hegðan allra grundvallareininga alheimsins og þeirra kerfa sem þei byggja upp með nákvæmlega engri óvissu. Þetta þýðir það að ef kerfið er haft algjörlega lokað eða það spannar allan alheiminn (Pointið er að það séu engin utanaðkomandi áhfrif) þá er hægt að spá fyrir um stöðu kerfisins á hversu löngu tíma sem manni þóknast.
Þetta þýðir það að ef vissar upplýsingar um hverja einustu grundvallareiningu heimsins væri sett inn í tölvu á nokkra sekúndna fresti og tölvan hefði allar vísindaformúlur í sér gætum við fram- eða afturreiknað alheiminn frá byrjun til enda og vitað að þetta er rétt reiknun. Þá getum við séð veraldarsöguna með “eigin augum”, hvar sem er í alheiminum.

Ef hægt er að segja fyrir um útkomu á hverju sem er hlýtur það að þýða að það geti bara gerst á einn hátt. (2 + 2 getur bara verið 4)Því var “ætlað” að gerast.
Að því leyti má segja að fullkomlega orsakafræðilegur alheimur sé ekkert nema nútíma örlagakenning. Allt getur bara farið á einn veg. Ef maður trúir að Guð hafi búið til singularityið sem sprakk og myndaði heiminn (eða skapað heiminn á einhvern annann hátt) má því í rauninni hugsa sér að hann sé að stjórna heiminum með uppröðuninni á grundvallareindum alheimsins í byrjun. Ef hann er alvitur og almáttugur hefur hann getað raðað heiminum upp eins og hann vildi til að fá út einhverja útkomu. Ef hann vildi að þú læsir þetta ekki núna, heldur seinna hefði hann kannski raðað heiminum örlítið öðruvísi upp.
Sumir gætu jafnvel borið það fyrir sig að þar sem allt gerist aðeins á einn veg beri þeir ekki ábyrgð á gjörðum sínum þar sem þeir hafi ekkert frelsi til athafna, það sé búið að ákveða allt fyrifram.

Ef við erum í líkindafræðilegum heimi aftur á móti er engin leið að spá fyrir um allt. Hlutirnir getu því gerst á ýmsa vegu og því hefur hver frjálsann vilja. Það er enginn sem getur stjórnað okkur. Það er engu “meint” að gerast. Við berum fulla ábyrgð á gjörðum okkar.

Mig langar að taka það fram að lokum að með mælingum, spám og formúlum á ég ekki bara við það sem menn þekkja í dag heldur allt sem vísindin munu afreka á þeims sviðum.
kv.