Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Ofskynjanir (12 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Ég rek upp óp þegar ég vakna, ég hríðskelf og er rennandi sveittur. Mér líður illa, mig dreymdi illa! Stubbar, brúður fyrir börn, sætir saklausir Stubbar, “Teletubbies!” Hvað er svona óhugnanlegt við þá? Ég er ringlaður, haltra fram ganginn, finnst að ég sé að detta. Hvað í fjáranum er að mér? Ég nenni ekki að éta morgunsullið. Ég vil frekar gera eitthvað sem dreifir huganum. Lagið bergmálar í hausnum á mér: “Tinkivinkí, Dipsí, Lala, Pó. Stubbarnir, Stubbarnir…” Ég kveiki á imbakassanum góða...

Sagan af bóndanum og morðóðu hænunum (3 álit)

í Smásögur fyrir 19 árum, 9 mánuðum
Ég vil taka það fram að þetta er bullsaga. Það var einu sinni bóndi sem hafði það furðulega áhugamál að safna hænum. Frá því að hann sá mynd sem fjallaði um hænu sem verpti gulleggjum var hann staðráðinn í því að finna hænu með svipaða hæfileika. Það var einn sólríkan veðurdag sem hann fékk sendingu af hænum frá Vopnafirði sem hann hafði verið búinn að bíða eftir í nokkrar vikur. Hann var mjög spenntur og opnaði gáminn strax en þá spruttu hænurnar út og hlupu út um víðan völl. Hann elti þær...

Rage Against The Machine (31 álit)

í Rokk fyrir 19 árum, 10 mánuðum
Rage Against The Machine var stofnuð í Los Angeles í byrjun tíunda áratugsins, af söngvaranum Zack de la Rocha, gítarleikaranum Tom Morello og trommaranum Brad Wilk. Stuttu síðar réðu þeir bassaleikarann Tim Commerford í hljómsveitina en hann var æskuvinur Zack de la Rocha. Rage Against The Machine hófu feril sinn á því að gefa sjálfir út tólf laga kassettu sem innihélt t.d. lagið Bullet in the Head, sem sló síðan í gegn á smáskífu seinna á árinu. Með kassettunni unnu þeir sér inn...

Helloween - Keeper of the seven keys, part 1 (10 álit)

í Metall fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Helloween – Keeper of the Seven Keys, Part 1 Þýska hljómsveitin Helloween var ein af þessum power metal hljómsveitum sem skutu upp kollinum á áttunda áratugnum. Power metallinn var tegund af traditional metalnum og Helloween, ásamt fleiri hljómsveitum áttu stóran þátt í að finna hann upp og þróa hann áfram. Dæmi um fleiri þýsk power metalbönd eru hljómsveitir eins og Rage, Running Wild og Grave Digger. Traditional metallinn er að mörgu leyti skyldur NWOBHM stefnunni og Judas Priest var ein...

AC/DC - Highway to Hell (15 álit)

í Rokk fyrir 20 árum
Í júlí árið 1979 gáfu AC/DC út sína sjöundu breiðskífu sem nefndist Highway to hell. Platan var tekin upp í Roundhouse stúdíóinu í London undir stjórn upptökumannsins Mark Dearnley og um hljóðblöndun sá Tony Platt. Prodúserinn var hinsvegar Robert John “Mutt” Lange. Á þessum tíma voru meðlimir hljómsveitarinnar þessir: Bon Scott – söngur Angus Young – gítar Malcolm Young – gítar Cliff Williams - bassi Phil Rudd – trommur Að mínu mati er þetta ein besta plata hljómsveitarinnar og Bon Scott...

Corolla (7 álit)

í Smásögur fyrir 20 árum
Þetta er smásaga sem ég gerði fyrir löngu fyrir skólann. Ég fann hana í tölvunni, fínpússaði hana og sendi hingað inn að gamni: Corolla Nýlega heyrði ég sagt frá atburðum sem minna mig óþyrmilega á gamalt ævintýri. Þannig er að fjölskyldan í næsta húsi týndi bílnum sínum. Þeim þótti mjög vænt um hann, enda var hann óvenjulegur. Þetta var stór og flottur Toyota bíll: Corolla hét hann. En hjónin fóru og leituðu að honum en fundu hann hvergi. Þess vegna sendu þau son sinn á mótorhjóli til þess...

Sjálfsvorkunnaróður tuðrunnar (0 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
Líf mitt er stutt en tími minn líður hægt. Þessvegna næ ég einstaka sinnum að vakna áður en það er sparkað í mig aftur. Tilveran er tilgangslaus en ég reyni að harka af mér. Lifi fyrir hraðann þótt ég upplifi hann í verulega stuttan tíma í einu. En þau andartök eru frábær. Nærist ekki af neinu, er bara meidd og skemmd. Ég finn stundum fyrir depurð. Öllum er sama um mig og fólk nýtur þess að kvelja mig með þungum spörkum. Bíð bara spennt eftir því að loftið fari og minn tími sé á enda. Þá...

Hamingjugjafarnir (2 álit)

í Ljóð fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hamingjugjafarnir Englar frá æðra veldi æddu til fólksins heim. Englarnir slökktu á eldi, sem olli vondum keim. En fólkið ól upp hreina keiminn og brátt var hann orðinn svo mikill að heimur allsherjar Drottins gleðivæddist og í ljós kom að englar frá æðra veldi höfðu hamingjuvætt mannanna heim.

Paul Stanley (15 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Paul Stanley Það er ekki nóg með að Paul Stanley sé aðal tónlistarmaðurinn í KISS heldur er hann líka hjarta bandsins. Hann er maðurinn sem hefur alltaf haldið hljómsveitinni saman og í rauninni er það honum að þakka að KISS hafa spilað í öll þessi 20 ár. Þetta útskýrir stjörnuna á hægra auganu sem merkir í orðsins fyllstu merkingu að hann er stjarna hljómsveitarinnar. Hér ætla ég að skrifa litla frásögn um líf og störf meistarans. Meistari Stanley fæddist 20. janúar árið 1952, á Manhattan í...

Ævi Gene Simmons (16 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Sælt veri fólkið Ég ætlaði að skrifa sögu hinnar ágætu hljómsveitar KISS á huga en svo gerði huganotandinn “tonar” það. Ég ætla þessvegna í staðinn að fjalla aðeins um ævi Gene Simmons, bassaleikara hljómsveitarinnar. Gene Simmons 25. ágúst árið 1949 fæddist lítill tungustór patti í Haifa í Ísrael. Hann var skírður Chaim Witz, en þegar foreldrar hans skildu fluttist hann átta ára með móður sinni til New York. Honum var þá gefið nafnið Gene Klein en seinna tók hann upp nafnið Gene Simmons....

Gn'R Lies (17 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Hæ rifflar og rósir! Um daginn átti ég leið hjá Skífunni á Laugaveginum. Ég kíkti inn til að sjá hvort það væru nokkur tilboð, og viti menn, heilt borð af geisladiskum sem kostuðu aðeins 999 kr. Ég grandskoðaði að sjálfsögðu borðið og skemmtilegt bros færðist á varir mínar þegar ég kom auga á disk sem mig hefur lengi langað í, en ekki tímt að kaupa mér vegna þess hve hann er dýr. Þetta var 2. breiðskífa Guns n' Roses, GN'R Lies. Ég kippti að sjálfsögðu disknum að mér, gekk að búðarborðinu og...

Í tilefni 42 ára afmælis Axl Rose! (23 álit)

í Rokk fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Sæl veriði, rifflar og rósir, hér kemur dálítil frásögn um Axl Rose og hljómsveitirnar hans í tilefni af 42 ára afmæli hans. Mest mun ég samt fjalla um hina ÓDAUÐLEGU Guns n’Roses. Þið verðið að taka tillit til mín af því þetta er mín fyrsta grein á Huga. Ég ætla að reyna að rekja sögu Guns n’ Roses eftir bestu getu, segja frá helstu afrekum þeirra og verkum, en sleppa því að segja frá myndböndum, smáskífum og sólódiskum meðlimanna. Guns n’ roses Axl Rose fæddist 6. febrúar árið 1962 í...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok