Paul Stanley Paul Stanley

Það er ekki nóg með að Paul Stanley sé aðal tónlistarmaðurinn í KISS heldur er hann líka hjarta bandsins. Hann er maðurinn sem hefur alltaf haldið hljómsveitinni saman og í rauninni er það honum að þakka að KISS hafa spilað í öll þessi 20 ár. Þetta útskýrir stjörnuna á hægra auganu sem merkir í orðsins fyllstu merkingu að hann er stjarna hljómsveitarinnar.
Hér ætla ég að skrifa litla frásögn um líf og störf meistarans.

Meistari Stanley fæddist 20. janúar árið 1952, á Manhattan í New York og fékk nafnið Stanley Harvey Eisen. Þegar hann var á 9. ári fluttist hann með foreldrum sínum og systur til Queens, vegna þess að föður hans hafði þar verið boðið starf sem húsgagnasali. Paul var alinn upp við klassíska tónlist og hóf sjálfsnám á gítar þrettán ára að aldri. Ungur að árum var hann farinn að spila, syngja og semja tónlist og spila í bílskúrsböndum með vinum. Þess má líka geta að hann lærði í einum flottasta tón- og myndlistarskóla sem völ var á í New York borg.
Fyrsta hljómsveitin hans hét Incubus en hún fékk síðan nafnið Uncle Joe. Í henni var enginn bassaleikari svo að músikin var að sjálfsögðu ekki fullkomin. Enda var þetta bara mest gert til gamans. Í þessum hljósveitum spilaði Paul Stanley með gítarleikaranum Neil Teeman og trommaranum Matt Rael.
Seinna fór hann svo að spila með bróður Matts, Jon Rael, í hljómsveitinni Post War Baby Boom. Það var í rauninni fyrsta alvöru hljómsveitin því loksins var bassaleikari kominn til sögunnar. Þar var líka söngari sem kallaði sig Maxine. Þegar Paul Stanley var boðið að vera með í bandinu var hljómsveitin þegar búin að taka upp nokkur demó og senda til útgáfufyrirtækis í von um plötusamning. Eitt lag eftir Paul var sent inn, Never Loving, Never Living, en ekkert af lögunum þótti nógu gott til að fara á plötu.
Einu ári síðar stofnaði hann hljómsveitina Tree. Þar var til dæmis gítarleikarinn Stephen Coronel en Paul sá um sönginn. Stephen hafði spilað í hljómsveitum með Gene Simmons og tókust nú góð kynni með Paul og Gene, sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á rokksöguna.
Saman stofnuðu þeir þrír hljómsveitina Rainbow með Brooke Ostrander píanóleikara og trommaranum Tony Zarella. Fyrst um sinn kóveruðu þeir lög, en svo kom að því að Paul og Gene fóru að semja lögin sjálfir. Þá var nafninu breytt í Wicked Lester. Paul Stanley og Gene Simmons gekk frábærlega að vinna saman og eftir nokkra tónleika fékk hljómsveitin plötusamning. Þeir gáfu út plötu sem hét Wicked Lester eins og hljómsveitin. Á henni voru t.d. lögin She og Love Her All I Can. Platan seldist illa.
Stephen Coronel hætti svo í hljómsveitinni og var gítarleikarinn Ron Leejack ráðinn í stað hans. Paul Stanley og Gene Simmons sáu að þessi hljómsveit mundi aldrei öðlast heimsfrægð og þeir voru meira fyrir rokkið en hinir. Þess vegna létu þeir restina af bandinu fjúka og völdu sér aðra meðspilara. Ungur trommari að nafni Peter Criss hafði eitthvað verið að spila með Rolling Stones. Gene og Paul tókst að fá hann í hljómsveitina. Þeir kynntust líka fljótlega gítarleikaranum Ace Frehley sem gekk glaður í bandið. “The rest is rock and roll history” er ég búinn að lesa á nokkrum síðunum sem ég aflað mér upplýsinga á.
Það kemur líklega mörgum á óvart að Paul Stanley hefur leikið sjálfan óperudrauginn í leikritinu Phantom of the Opera. Árið 1999 lék hann fyrst, en það var í Toronto í Kanada. Hann hefur núna líka leikið hlutverkið á Broadway. Þetta sýnir það og sannar hvað Paul kallinn er fjölhæfur.
Hann giftist fyrirsætu að nafni Pamela Bowen sem hann kynntist á einhvers konar óvissustefnumóti. Árið 1994 eignuðust þau son sem var skírður Evan Shane, en hjónabandið entist ekki lengi.

Paul Stanley, eins og flestir vita, spilar á gítar í KISS og er aðalsöngvari. Hann hefur samið langflest lögin þeirra, meðal annars Hotter Than Hell, Detroit Rock City, I Want You og Creatures Of The Night.

Heimildir:
www.kissonline.com
www.hopespaulstanleypage.com.

Þakka fyrir mig

Kv. JPJ