Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Steinunn Valdís borgarstjóri

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Ég ætla mér ekki að dæma hana Steinunni Valdísi strax. Ég var hálfpartinn á móti ráðningu hennar, bara útaf því að hún var minnsti sameiginlegi nefnarinn. Ég studdi helst Dag B. Eggertsson, en annars hefði ég viljað fá utanaðkomandi aðila. En allaveganna að þá sé ég mjög á eftir Þórólfi hann var verðugur arftaki Ingibjargar. Hann var með þetta bein í nefinu sem svo margir vilja halda fram að Steinunn hafi ekki. En að sjálfsögðu mun tíminn leiða í ljós hvort eitthvað sé í hana spunnið.

Re: Höfum allt okkar á hreinu (Kristján Jóhannsson góður eða illur)

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Það eina sem ég skil ekki er að hvernig getur kostnaður hlaupið uppí 1,7 milljónir króna. Þegar maðurinn býr hjá dóttur sinni og borðar “venjulegan” íslenskan mat að hans eigin sögn. Notabene: Jólin eru tími kærleiks. Jólin á einmitt að nota til þess að sýna góðmennsku sýna í verki. Hugsiði bara um börnin í Afríku sem eru að drepast úr hungri og öllum er skítsama um. Allir eiga meira en nóg af peningum en öllum er skítsama. Pælið í því hvað þetta er sick heimur.

Re: USA HÆTTULEG!!!!!!!

í Deiglan fyrir 19 árum, 4 mánuðum
Já.. “Bandaríkin hafa ekki fleiri perra en önnur lönd ef þú lýtur á þetta sem % en ekki tölu.” einhver að skilgreina “perri” fyrir mig. Og vinsamlegast sýndu fram á einhverjar heimildir um þetta. “Bandaríkin eru eitt af 10 hættulegustu löndum í heimi. Hvaða rugl er það….hefurðu eitthverntímann komið til USA?” Ehh.. maður þarf ekki að koma til landa til þess að vita hversu hættuleg þau eru. Tölfræðilegar staðreyndir eru fyrir hendi. Þótt þú hafir ekki séð neinn drepinn á meðan þú varst þarna...

Re: Persaveldi

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Já það eru nokkrar staðreyndarvillur þarna.. En annars er þetta vel skrifuð grein og bara ágætis lesning.

Re: 60 ár eru liðin frá lokum WWII.....

í Sagnfræði fyrir 19 árum, 5 mánuðum
Seinni heimsstyrjöldin í evrópu endaði 7.Maí. En Seinni heimsstyrjöldin endaði þó ekki fyrr en 11.Ágúst þegar uppgjafartilboð japana var staðfest, eða reyndar endaði hún ekki formlega fyrr en uppgjafartilboðið var samþykkt af bandamönnum. Enn annars frábær grein.

Re: Bandaríkin sem heimsveldi að hruni komin.

í Deiglan fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Umsvif Bandaríkjanna á heimsvísu eru alltof mikil. Þeir hafa það mikil tök á efnahagslífinu að ef þeir fara í kreppu þá fer restin af heiminum í kreppu. Þetta að mínu mati er ekki ásættanlegt. Draga verður úr áhrifum Bandaríkjanna á heimsvísu, heimurinn má ekki verða svona háður einu ríki.

Re: Kennaraverkfall í uppsiglingu

í Deiglan fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Að vera kennari er eitt vanþakklátasta og vanmetnasta starf í þjóðfélaginu. Margir kennarar reyna og reyna eins og þeir geta að kenna, oft á tíðum áhugalausum,vanþakklátum og leiðinlegum krökkum og fá ekkert nema skít í hausinn. Mér finnst 210000 kall í byrjunarlaun bara mjög ásættanlegt, og ekki halda að vera kennari sé bara búin í vinnunni kl: 3 og fara heim að sofa, og bíða eftir sumarfríinu. Þetta er ekki svo einfalt, reynið að hugsa í 10 mínútur. Og ef þið haldið að kennarar þurfi...

Re: Alvöru lýðveldi

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Hvernig væri nú samt að þjóðin hefði einhverja tryggingu um að kosningaloforðum yrði framfylgt, og að við gætum einnig rofið þing ef það væri komið út í eitthvað rugl. Við myndum þá kjósa þingið burt með atkvæðagreiðslu og bjóða til nýrra kosninga.

Re: Af hverju B og D?

í Stjórnmál fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Fella ríkisstjórnina með vantrauststillögu. Ef allir í stjórnarandstöðu myndu greiða atkvæði með þessu þá þarf bara 3 þingmenn úr framsóknar eða sjálfstæðisflokki til að fella núverandi ríkisstjórn. Hver býður sig fram til þess að múta 3 spilltum stjórnmálamönnum ? Þetta er að sjálfsögðu djók

Re: Hvernig er að vera samkynhneigður unglingur ?

í Deiglan fyrir 20 árum
Já flott grein.. Og já ég er sammála þessu ég þoli ekki hommafóbíu, þótt ég verði að viðurkenna að ég tek stundum þátt í hommadjóki bara svona á milli félaganna. En já ég verð greinilega að fara að hætta því. En já góð grein og vonandi vekur þetta einhverja til umhugsunar. Og flott hjá þér að koma útúr skápnum svona ungur. Það er merki um mikið hugrekki. Fólk ætti að taka þig til fyrirmynda

Re: Snorri Ásmundsson snargeðveikur :S?

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þetta er alveg það sama og kaþólska kirkjan gerði á miðöldum. græða peninga og ´láta fólk halda að það kosti að fá fyrirgefningu. Mér finnst þetta vera synd miklu frekar en eitthvað annað. Hann ætti að selja sjálfum sér svona bréf. 'eg fordæmi þetta með öllu móti

Re: Forsetaembættið og framtíð þess

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Góð grein. Mér finnst þó að það ætti að auka völd forsetans í innanríkismálum. Mér finnst einnig að þingið ætti ekki að sjá um eiginhagsmunamál eins og launafrumvarpið. Það ætti að fara fyrir óháða nefnd sem væri skipuð ýmsum mönnum úr samfélaginu ( ekki þingmönnum ). Og þessi nefnd væri með forsetan í fararbroddi. En þetta er bara mín hugmynd.

Re: Nágrannar 24. mars 2004

í Sápur fyrir 20 árum, 1 mánuði
Þú meinar Nina og Jack ..:)

Re: Nafn-mynd og allskonar birtingar í blöðum

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Jámm góð grein og ég er hjartanlega sammála öllu sem í henni segir. Það er einmitt verið að dreifa þessum sora frítt í mínum skóla, og manni hreinlega blöskrar. Þetta blað er komið á svo lágt plan , og ég harma það að svona æsifréttamennska skuli vera að ná fótfestu á Íslandi. Kv. Stefán

Re: Stríð gegn hryðjuverkum

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Ég er ekki á móti stríðinu í Írak en mér finnst eins og BNA hafi hellt sér út í það af mikilli fljótfærni og vinnubrögð CIA er til háborinnar skammar, en einhvern veginn finnst mér eins og George Bush sé að sleppa svoldið með skellinn mér finnst fólk kenna CIA of mikið um þetta klúður, og horfa fram hjá fljótfærni bandaríkjaforseta og ráðamanna hans. Og já með þessi alþjóðalög, reyndar var innrásin ekki samþykkt af öryggisráðinu en ég efast um að það hafi verið gert af mannúðarástæðum, ég...

Re: 5 fallegustu

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Rolling Stones - Angie Guns n Roses - Don't Cry Guns n Roses - November Rain Led Zeppelin - Stairway To Heaven Led Zeppelin - Since i've been loving you Metallica - Fade to black Metallica - Nothing else matters E.Clapton - Tears in heaven Queen - Bohemian Rhapsody Radiohead - Karma Police Radiohead - Lucky Eagles - Hotel California Beatles - Let it be Elvis Presley - Love me tender Elvis Presley - Can't help falling in love Elvis Preseley - In The Ghetto John Lennon - Working Class Hero...

Re: Mín 10 uppáhlads gömul lög (mitt mat)

í Rokk fyrir 20 árum, 1 mánuði
Frábær listi.. ég hefði reyndar sett, Bítlana Elvis, og Stairway þarna líka

Re: Stríð gegn hryðjuverkum

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Okey ég gékk kannski yfir strikið í orðalagi .. ætlaði ekki að vera með skítkast en .. meinti þetta allt engu að síðu

Re: Stríð gegn hryðjuverkum

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 1 mánuði
Hmm.. Illa skrifuð og léleg grein í alla staði og kemur mér á óvart að hún hafi verið samþykkt. “Eftir seinni Heimstyrjöldina áttu Sovétríkin og Bandaríkjamenn í hinu svokallaða Kalda stríði. Það var lífsgæðakapphlaup” uuu kalda stríðið var ekki lífsgæðakapphlaup heldur var það vígbúnaðarkapphlaup. Og já hryðjuverkaárásirnar voru 11. Sept 2001 eins og kemur fram hér að ofan. '69 tunglið.! Og bíddu snérist stríðið í Afganistan um að stráfella brúðkaupsgesti og sprengja sand.? ertu...

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
“Sem dæmi um ”in your face“ athyglysskýki var vanvirðing á Frelsaranum á Krossinum í síðustu Gay Pride gögngu” Mér finnst það frábært að samkynhneigðir séu að vanvirða drottinn. Því að drottinn vanvirðir sjálfur samkynhneigt fólk, með ´því að fordæma það ,(skv.Biblíunni). Og já ég er fullkomlega sammála að slíta tengslum á milli ríkis og kirkju. Viva la samkynhneigðir!

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
En hei bíddu er ekki hægt að gifta sig án þess að gera það með trúarathöfn, getur maður ekki bara fengið stimpil á sýslumanni or sum.. Þá ertu komin í vígða sambúð en á íslandi mega samkynhneigðir ekki ganga í vígða sambúð heldur einungis staðfesta sambúð. Það er ekki n´+ogu gott að mínu mati.

Re: Giftingar

í Deiglan fyrir 20 árum, 1 mánuði
Mér finnst það vera ótrúlegt að Bandaríkin skulu ennþá vera kölluð “The land of the free” því að mér finnst þetta ekkert frjálsræði að fólk megi ekki giftast þeim sem það elskar. Og því miður er þetta ekkert að fara að breytast þarna fyrir vestan því að báðir John Kerry og Bush eru á móti giftingum samkynhneigðra , þó reyndar að þeir séu báðir held ég sammála því að þetta sé einkamál ríkjanna. En engu að síður hafa þeir gríðarleg áhrif á gang mála í hverju ríki fyrir sig. En já þetta er...

Re: Bandaríkin fullkomin?

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Það sem ég er orðin frekar pirraður á er þessi tískubylgja sem er að ganga yfir og gengur út á það að hata Bandaríkin. Vissulega hugsa þeir oftast bara um eigin hagsmuni og vissulega brutu þeir í bága við lög SÞ þegar þeir réðust inn í Írak án samþykis örygisráðsins. Fyrir það brot finnst mér að USA hefðu átt að vera vísað úr öryggisráðinu eða svipt fastasæti sínu. Og mér finnst það svívirðilegt að þjóð sem ber ábyrgð á 25% gróðurhúsaáhrifa skuli ekki taka þátt í alþjóðasamstarfi um að draga...

Re: McDonald's - I'm lovin it ?

í Deiglan fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Ef það væru McD franskar a KFC þá færi ég sko alltaf þangað… En mér finnst McDonalds bara ágætis staður og ekkert svo dýr nema maður éti það á hverjum degi.. en það sem fer mest í tauarnar á mér við McD er fkn trúðurinn þeirra hann hræðir úr mér líftóruna..!

Re: Orustan við Stalingrad

í Sagnfræði fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Geta heimilda gaujjr ..þetta er svoooo þýdd grein
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok