Lítil ritgerð sem ég gerði fyrir skólann vonandi hafið þið gaman að henni og endilega komið með kommment.

-Stríð gegn hryðjuverkum-

Bandaríkin gefa sig út fyrir að vera lýðræðislega hlynnt og standa fyrir frjálshyggju, málfrelsi og fleiri háfleygum hugsjónum. Samt sem áður hefur þetta áður mikilfenga ríki skotið sig margsinnis í fótinn á síðustu áratugum.
Eftir seinni Heimstyrjöldina áttu Sovétríkin og Bandaríkjamenn í hinu svokallaða Kalda stríði. Það var lífsgæðakapphlaup þessara stórveldisrisa. Á meðan Sovétmenn menguðu og eyðilöggðu lönd sín með kjarnorkutilraunum náðu Bandaríkjamenn ótrúlegum árangri. Þeir komu Neil Armstrong og félögum á tunglið 1967, frumkvöðlafyrirtæki eins og Microsoft og Machintosh voru stofnuð seint á níunda áratugnum, margar bestu kvikmyndir allra tíma voru gerðar og tækninni fleygði óðum fram. Bandaríkin urðu land draumana þar sem hver sem var gat náð frægð og frama. Svo er það nú ekki í dag. George W. Bush sem er án efa einn slakasti forseti Bandaríkjanna frá upphafi predikar skattalækkanir en þeir einu sem græða á þeim eru ríka fólkið. Þeir sem eiga erfitt með að eignast pening líða skort. Nú ríkir í Bandaríkjunum öfgafull hægristefna, “þeir hæfustu lifa af”.
Árið 1991 réðst faðir George W. Bush, George Bush eldri inn í Kúveit til að verja landið gegn árásum Saddam Hussein forseta Íraks. En Bandaríkin þekktu nú kauða bara nokkuð vel því þeir höfðu nokkrum árum áður selt honum efnavopn sem hann notaði nú í þjóðernishreinsanir og hernað gegn nágrannalöndum sínum. Stríðinu lauk með því að Írakar voru hraktir frá Kúveit en þó furðulega megi virðast fékk Saddan að halda völdum.
Bandaríkjamenn héldu sigursælir heim eftir að hafa sprengt Bagdað höfuðborg Íraks í tætlur. Saddam Hussein var skyldaður til að leyfa vopnaeftirlitsmönnum frá Sameinuðu þjóðunum að skoða vopnabúr hans en að öðru leiti var Bandaríkjamönnum alveg sama hvað hann var að bralla. Saddam stóð í stórræðum við að þurrka út þjóð sína.
Bandaríkjamönnum stóð á sama þar til eftir 11. september 2000, þegar einn mesti harmleikur í sögu Bandaríkjanna átti sér stað. George W. Bush var þar nýkominn til valda og eftir að hryðjuverkin voru framin af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Al Quieda þá varð hann að gera eitthvað. Til að friða landann skar hann upp herör; “Stríð gegn hryðjuverkum”. Þetta var mikilfengleg fyrirsögn á forsíðum blaðanna.
Bush hóf stríðið á því að ráðast inn í Afghanistan. Rökin voru meðal annara: Talibanar fara illa með þjóð sína og styðja alþjóðleg hryðjuverkasamtök. Við þurfum að handsama Osama bin Laden og koma Talibanastjórninni frá.
Nokkrum árum áður höfðu Talibanar, strangtrúaðir múslimar komist til valda í Afghanistan með vopnavaldi. Þeir keyptu vopn af erlendu stórveldi og steyptu þáverandi stjórn af stóli. Kemur það nokkuð á óvart að það voru engir aðrir en Bandaríkjamenn sem voru þetta erlenda stórveldi?
Þegar stríðinu lauk í Afghanistan sem að mestu hafði snúist um að stráfella brúðkaupsgesti og sprengja upp ógrynni af sandi hafði megintakmarkinu aðeins verið náð að litlu leiti, að koma ógnarstjórn Talibana frá. Bin Laden var ekki handsamaður og Bandaríkjamenn fóru nú hálf-sneyptir heim því ómældum fjármunum hafði verið varið í hernaðinn. Þar að auki urðu þeir fæstum óvinum að bana heldur ungum börnum og saklausu fólki.
Þetta var súrt í broti, eitthvað varð Bush að gera til að bæta orðstírinn. Honum og stjórn hans datt snjallræði í hug; Ráðumst inn í Írak. En nú sögðu margir, “ Heyrðu George hættu nú alveg, þú hefur leikið þér nógu mikið í sandkassanum hættu þessu bulli!” En Bush hamraði á því að Saddan væri hættulegur írösku þjóðinni og vestrænu þjóðfélagi, (en bíddu hafði Saddan Hussein ekki verið það í heilan áratug, af hverju hafði ekkert verið gert áður?) Bush sagði að Írakar hefðu undir höndum stórhættuleg kjarnaorku- og efnavopn þó að Hans Blix og kollegar hans hjá vopnaeftirlitinu væru á öðru máli. Bush hafði í raun ekkert í höndunum nema einhverjar gervihnattamyndir af gömlum vopnaverksmiðjum og falsaðar skýrslur (að frásögn CIA, leyniþjónustu Bandaríkjanna sem skrifuðu skýrsluna).
Gegn öllum skynsamlegum rökum og alþjóðlegum lögum, og þvert á vilja Sameinuðu þjóðanna, réðst George W. Bush inn í Írak í mars 2003, tólf árum eftir að faðir hans frá Kúveit. Synir Saddam Hussein voru drepnir, Saddam dreginn upp úr einhverri holu og æðstu embættismenn Íraks voru teknir höndum, stríðið gekk þannig séð vel en samt sem áður hafði Bush skotið sig í fótinn gagnvart þjóðum heimsins.
Ekkert hafði Bush í rauninni upp úr krafsinu nema kannski einhverja smá sálarró og virðingu heilaþveginna samlanda sinna. En hvað er það á móti tveimur ríkjum, Afghanistan og Írak, í upplausn þegar meira að segja Bandaríkjamenn neita að aðstoða af heilum hug við uppbyggingu og segja það vera hlutverk Sameinuðu þjóðanna.
Hagkerfi og ímynd Bandaríkjanna er í rúst. Forseti landsins er endalaust í einhverjum byssuleikjum út í heimi. Brátt líður að forsetakosningum og Bandaríkjamenn ættu að hugsa sig betur um áður en þeir kjósa að nýju þennan einstakling sem ætti eflaust betur heima á leikskóla en sem valdamesti maður heims.
Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir