Bandaríkin er besta samfélagið sem mannkynið hefur alið af sér. Það þýðir ekki að þau séu gallalaus langt því frá. Það sem mér finnst persónulega best við þau er hvað þau eru frjáls. Þar getur þú gagnrýnt það sem þig lystir, nánast hvað sem er.(Frjáls vel upplýst skoðanaskipti kalla það besta fram í manninum) Sem betur fer erum við undir miklum áhrifum frá BNA. Hefðu einangrunarsinnar í BNA fengið sínu framgegnt og BNA látið gömlu evrópu afskiptalausa þá hefði heimsmynd dagsins í dag verið allt önnur. Betri eða verri. Um það má deila en ég er sannfærður um sú heimsmynd sem við búum við í dag sé sú besta fyrir okkur íslendinga. Okkar hagsmundir fóru saman við hagsmuni BNA. Þeir notuðu ekki hervald heldur peningavald til að ná okkur og yfirburði sína menningarlega. Dæmi um snilldarbragð þar sem nation building tókst mjög vel. Það sem stendur uppúr í alþjóðaumræðunni er BNA, hvað þau gera því þau hafa svo mikil áhrif á heiminn. Hef ég heyrt mikið talað um að BNA heimsveldið ætti að draga úr áhrifum sínum og jafnvel hætta að sýna mátt sinn. Það er skelfilegt að mínu mati því við þurfum á þeim að halda til að halda uppi þeim lifnaðarháttum sem við erum vön og ættum að óskahverju mannsbarni í heiminum. Og ekki vera á móti þeim. Það er eins og að vera á móti heiminum. Hvar annarstaðar í heiminum finnur þú mikið af fólki af mismunandi litarhættum og trúbrögðum sem getur unnið betur saman en einmitt í BNA. Það er ekki flótti frá BNA heldur flýr fólk sem á þess kost að flýja til BNA. Hagsmunir BNA fara ekki alltaf 100% eftir hagsmunum heimsins en hagsmunir BNA og heimsins fara nær 100% en nokkurri annari þjóð eða þjóðflokki í heimnum. Ekki veit ég töluna sjálfa en ef ég ætti að veðja þá mundi ég veðja á BNA. En endilega gangrýnið BNA. Ef betrum bæta skal eitthvað þarf sanngjarna og réttláta gagnrýni. Og hún er svo sannaralega til staðar í BNA. BNA eru efnilegust til að gera heiminn réttlátann vonum bara að þau komist úr því að vera efnileg og yfir í það að vera góð.

Þetta er bara hugleiðing hjá mér skrifuð í fljótheitum. Lifi mannkynið og líka þið úrhrökin sem eru ekki sammála mér.