Það kom mörgum á óvart þegar Steinunn Valdís Óskarsdóttir var ráðin borgarstjóri frá og með 1. des. n.k. Nafn Steinunnar kom nokkuð seint upp í umræðunni en búist hafði verið við að Dagur B. Eggertsson yrði ráðinn. Einnig voru nöfn Stefáns Jóns Hafstein og Árna Þórs Sigurðsson nefnd.

Það hefur komið fram í fjölmiðlum að ástæðan fyrir því að Steinunn var valinn var einfaldlega sú að flokkarnir sem standa að R-listanum gátu ekki komið sér saman um neinn annan frambjóðanda. Anna Kristjánsdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins í R-listanum kom í veg fyrir að Dagur B. yrði ráðinn en það gerði hún eftir fyrirmælum frá forystumönum framsóknar. Árni Þór gáf víst ekki kost á sér en það gerði Stefán Jón Hafstein. Stefán Jón gaf einnig kost á sér þegar Þórólfur var ráðinn fyrir tæpum tveimur árum. Ástæðan fyrir því að Stefán Jón hefur ekki haft erindi sem erfiði er einföld, hann er einfaldlega of sterkur kandídat. Aðrir flokkar en Samfylkingin hafa ekki vilja stuðla að því að ?búa til? framtíðar borgarstjóraefni sem gæti hagnast einum flokknum ef flokkarnir bjóða ekki fram undir merkjum R-listans 2006.

Mitt álit á Steinunni er einfalt. Mér finnst hún koma illa fram í fjölmiðlum, finnst hún í raun leiðinleg og finnst hún hafa staðið sig illa í störfum sínum er snúa að skipulags- og samgöngumálum.

Undir niðri er því alveg ljóst að það er mikil óvissa um það hvort R-listinn verði til í næstu kosningum. Það vakti athygli mína að þegar Steinunn Valdís var valinn sem næsti borgarstjóri sá R-listinn sérstaka ástæðu til að árétta það að R-listinn myndi starf út kjörtímabilið. Fannst mér það mikið veikleikamerki að þurfa að taka það fram sérstaklega, enda bauð listinn sig fram til fjögurr ára setu. Það hefur reynar margt gengið á síðan, þriðji borgarstjórinn á kjörtímabilinu og allir muna eftir svikum Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur.

Steinunn Valdís að fara hægt í líta á þetta sem einhvern heiður að vera valinn. Hún var einfaldlega neyðarkostur. Hinir flokkarnir samþykktu hana vegna þess að þeir telja hana ekki sterkan kost, með öðrum að hún muni ekki geta leitt Samfylkinguna til sigurs í næstu borgarstjórnarkosningum, enda sigraði Stefán Jón Hafstein seinast í prófkjöri Samfylkingarinnar og var langt fyrir ofan Steinunni.

R-listinn var stofnaður til þess að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni. Vinstri menn sáu að þeir yrðu sterkari saman í borginni og því miður reyndist það rétt. R-listinn lofaði reyndar að borga niður skuldir borgarinnar, en það er önnur saga. Enn í dag hangir R-listinn saman af sömu ástæðu og hann var stofnaður, þ.e. að halda Sjálfstæðisflokknum frá völdum í borginni. Það hefur margoft sýnt sig að R-listanum þykir vænna um samstarfið en hagsmuni borgarinnar.

R-lista samstarfið er orðið þreytt. Flokkarnir ná ekki saman um eitt né neitt og þess vegna gerist ekkert í borginni. Dæmi, Sundabrautin. Hvað ætlar R-listinn að gera í því máli? Það fer allt eftir því hver er spurður, Stefán Jón vill hábrú en aðrir borgarfulltrúar eru ekki vissir. Annað dæmi, snýr að samgöngumálum í borginni. Vinstri grænir vilja léttlesta kerfi, Samfylkingin hefur viðrað hugmyndir að neðanjarðalestakerfi og Framsókn er með enn eina útgáfuna. Niðurstaðan verður að ekkert gerist, enda koma flokkarnir sér ekki saman.

Þetta mun breytast í næstu kosningum, borgarbúar eru orðnir þreyttir á R-listanum og vilja hleypa öðrum að.

kv,
Daredevil