Hvernig er að vera samkynhneigður unglingur ?
Komið þið öll sæl og blessuð hugarar!
Ég hef aldrei opnað mig í sambandi við þetta en ég ætla að gera það hérna inni á huga.

Ég er 16 ára samkynhneigður drengur. Eða ,,hommi” finst ykkur hommi kanski hljóma eins og blótsyrði?, ekki furða, já það er það versta, að vera kallaður hommi. Er það hræðslan við að vera auðvrísi, viðurstyggðin að hugsa til þess að hafa kynferðislegan áhuga á öðrum karlmönnum eða bara hreinlega að hommi sé orðið löggilt blótsyrði eins og t.d. tussa, tík, fáviti og svona mætti lengi telja ámfram. Við búum í samfélagi þar sem við fæðumst gagnkynhneigð það kemur ekkert annað til greina nema að við séum gagnkynhneigð, ekki að furða eru ekki allir gagnkynhneigðir? nei það eru nefnilega ekki allir GAGNkynhneigðir, nei önnur er nú raunin sumir eru SAMkynhneigðir eða TVÍkynhneigðir ójá fleiri en ykkur grunar hræðslan við að játa kynhneigð sína fyrir þjóðfélaginu er víst meiri en margan grunar, sumir eru jafnvel ,,inni í skápnum” alla sína æfi, já þið hugsið kanski hvað er fólk að reyna að vera annað en það er og til hvers að vera í skápnum, ætli það sé ekki bara hræðslan við því hvernig þjóðfélagið tekur því að einn daginn vogum við okkur að koma til okkar nánustu og tilkynna þeim þessa synd að við séum samkynhneigð þá finst nú fólki eins og það hafi verið slegið utan undir með blautri tusku, ,,að barnið mitt skuli voga sér að koma til mín og segja mér að það sé samkynhneigt, það skal enginn segja mér að ég hafi alið að mér homma/lessu” Finst ykkur þetta eðlilegt ? Ég veit ekki með ykkur en þið vitið eflaust hvað mér finst. Og myndin sem er dregin upp af samkynhneigðum t.d. í svona grínþáttum/myndum t.d. Tvíhöfða, Svínasúpunni og fleiru sú mynd er dregin upp að allir hommar séu að minsta kosti fertugir eða fimtugir sveittir ógeðslegir og hugsa að minsta kosti um kynlíf aðra hverja mínútu, og að lesbíur séu allar með yfirvaraskegg og vinna við að keyra trukka, haldið þið í alvuru að þetta sé svona ? Þegar við samkynhneigða fólkið sjáum svona þá hlæjum við með hinum og finst þetta voða sniðugt en innst inni er okkur flestum ekki hlátur í huga. Þetta er auðmíking, við fáum óbeina auðmíkingu nánast á hverjum degi, ég þekki mikið af samkynhneigðum krökkum á mínum aldri eða þar að segja aldursbilinu svona 15-23 segjum það, og við erum öll bara ósköp venjulegir krakkar held ég. Mér langar líka að koma soldið að félagslífi okkur er nú ekki óhult að fara út á djammið ef við eigum kærasta eða kærustu þá getum við ekki farið saman sem “par” þá fáum við svoleiðis augnagoturnar eða erum bara hreinlega barin, þannig að við samkynhneigðu ungmennin förum yfirleitt ekki á pöbbarölt eða neitt svoleiðis mesta lagi Café Kósý sem er svona gay café á asturstræti, við höfum yfirleitt bara kominn saman fámennur og góður hópur heima hjá sameginlegum vini okkar og sitjum þar og djömmum eitthvað. Ef við sýnum ást okkar á almannafæri þá erum við að sýna óeðlilegar kynhvatir okkar og bara reyna að smita aðra af kynvillu (já sumt fólk er svo veikt í hausnum að það hugsar svona) Eru þá gagnkynhneigðu pörin sem leiðast og kyssast á almannafæri að reyna að pranga inn á okkur sinni kynhneigð reyna að gera okkur gagnkyneigð ? Jæja ætli allir séu ekki hættir að nenna að lesa þannig að ég held að þetta sé bara komið gott hjá mér, mér langaði bara að draga upp smá mynd af því sem við þurfum að þola á hverjum einasta degi, yrði þetta ekki bara auðveldara fyrir okkur öll ef við gætum bara lifað í sátt og samlindi og láta ekki það skipta máli hvern við veljum okkur til að eyða æfinni með? Má ég sjá ,,ég ætla” frá öllum sem ætla að hafa þessa setningu í huga ,,aðgát skal höfð í nærveru sálar” frá og með deginum í dag !!!!! Hættum að gera úlfalda úr mýflugu og byrjum frekar sætta okkur við fólk eins og það er það verður þó eitt hægt að segja um okkur samkynhneigða fólkið sem erum ekki inn í skápnum við þorum þó að koma hreint fram við fólk, hver fílar ekki fólk sem kemur hreint fram . Og hvernig er það ekki komin tími fyrir ykkur hommafóbíufólkið að elska óvininn og breyta aðeins til ;) hafið líka í huga að við samkynhneigða fólkið fáum líka bara eitt líf meigum við ekki njóta þess þennan stutta tíma lífið er nú ekki það langt. Ég vil þakka þeim sem lásu þetta og vil skora á þá að hafa í huga að orð geta sært meira en margann grunar og reynið að stylla ykkur soldið í hóf með hommabrandarana og allt þetta littla sem getur sært lítil hjörtu..

Takk fyrir mig!

p.s. ég vona að fólk komi ekki með eitthvað svona þroskað eins og ,,helvítis homminn þinn” ,,Lestu biblíuna” eða eitthvað reynum að afsanna það að fólk sé fífl ;) .

takk enn og aftur fyrir að lesa greinina mína.