Af hverju kýs fólk Framsóknarflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn?. Eftir þarsíðustu kosningar komust báðir flokkar upp með að svíkja kosningaloforð, og það sama virðist ætla að gerast nú.
Og ákvarðanirnar? Samræmd Stúdentspróf, Skólagjöld í Háskólanum, Kárahnjúkavirkjun og þetta ótrúlega vitlausa fjölmiðlafrumvarp sem ég kýs að kalla Baugsfrumvarpið eru allt dæmi um ótrúlega illa ígrundaðar ákvarðanir, auk þess sem ekkert er hlustað á fólkið sem kýs þetta yfir sig!
Ísland á að heita Lýðveldi, en undir stjórn þessarra flokka er ekki hægt að sjá annað en að landið stefni í að verða ,,Fáveldi" örfárra manna sem taka ákvarðanir eftir eigin geðþótta til að skaða andstæðinga sína.
Hvers vegna vilja kjósendur Sjálfstæðis og Framsóknarflokks þetta? Hvað dregur þá til að merkja við B og D á fjögurra ára fresti? Ég bara spyr.