Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

ProV1
ProV1 Notandi frá fornöld 1.402 stig
——————-

Nær Vijay efsta sæti heimslistans ? (3 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 6 mánuðum
Í kvöld og í nótt mun fara fram söguleg barátta á PGA mótaröðinni þar sem að þeir Vijay Singh og Tiger Woods munu berjast um sigurinn í lokaholli The Deutsche Bank Championship í Boston. Lengi hefur verið beðið eftir þessum bardaga þar sem að Vijay Singh hefur verið sjóðheitur undanfarin 2 ár á meðan að Tiger Woods hefur ekki sýnt sitt besta en samt haldið efsta sæti heimslistans. Nú getur orðið þar breyting á. Vijay Singh er langefstur á PGA Tour peningalistanum og er nánast öruggur um að...

Lokahringur BUICK OPEN (2 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 7 mánuðum
Nú fer fram eitt af stærri mótum á PGA mótaröðinni ár hvert, BUICK OPEN. Eftir þrjá hringi af fjórum stefnir í mjög athyglisverðan lokahring. Fiji búinn Vijay Singh leiðir mótið á -18 undir pari, hann á 2 högg á John Daly og 3 högg á erkióvin sinn Tiger Woods. Vijay Singh hefur nú þegar unnið þrívegis í ár en hefur ekki gengið vel í síðustu mótum. Hann skipti um pútter fyrir þetta mót og það virðist vera að skila sér. Langi pútterinn sem hann hefur notað í rúm 3 ár er horfinn. Loksins...

Spennandi US OPEN framundan (7 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 8 mánuðum
Nú er lokið tveimur hringjum á US OPEN sem haldið er á Shinnecock Hills vellinum í New York. Þess má geta að Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Eftir tvo hringi er staða efstu manna svona: 1 Shigeki Maruyama 66 68 134 1 Phil Mickelson 68 66 134 3 Jeff Maggert 68 67 135 4 Fred Funk 70 66 136 4 Retief Goosen 70 66 136 6 Angel Cabrera 66 71 137 6 Ernie Els 70 67 137 8 Corey Pavin 67 71 138 8 Vijay Singh 68 70 138 10 Trevor Immelman 69 70 139 10 Mike Weir 69 70 139 12 Stephen Ames 74 66 140...

Nýjungar óskast á /golf (6 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Fyrir rúmum 3 mánuðum var verið að fjalla um hvað vantaði á þetta spjall. Nú þegar golfvertíðin er að hefjast og aðsóknin að lagast þá finnst mér vel við hæfi að óska eftir að stjórnendur taki sig til og geri einhvað fyrir áhugamálið. Hér að neðan eru hugmyndir sem ég dritaði niður á nokkrum mínútum og sendi inn þegar fjallað var um þetta fyrir 3 mánuðum: 1. Setja inn “Kylfingur vikunnar” þar sem hann kynnir sig og sitt golf (t.d. hvað er í pokanum). 2. Opna svæði fyrir fræknar golfsögur,...

Adam Scott - PLAYERS Champion 2004 (3 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Adam Scott dýrkar Greg Norman og sveiflar eins og Tiger Woods. Á sunnudaginn (29. mars 2004) sigraði hann eitt af stærstu mótum ársins, PLAYERS Championship, þar sem saman komu bestu kylfingar heims til að keppa um stærstu ávísun frá upphafi, $1.440.000 USD. Með sigrinum varð Adam Scott yngsti spilari sögunnar til að vinna PLAYERS, aðeins 23ja ára gamall og um leið skaut hann sér upp í 12. sæti á heimslistanum. Sigurinn verður líklega þess valdandi að fólk fer að hætta að tala um hann sem...

THE PLAYERS Championship (3 álit)

í Golf fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Nú um helgina fer fram eitt af stærstu mótum ársins, sumir kalla það fimmta risamótið (eða major-inn á slæmri tungu). Ástæðan er sú að á Players Championship mótinu koma saman bestu kylfingar heims. Að þessu sinni tía 48 af topp 50 á heimslistanum upp(aðeins vantar Jim Furyk og Rocco Mediate vegna meiðsla) og allir þeir 80 sem taka þátt eru í topp 100 á heimslistanum. Tiger Woods hefur sagt að þetta mót sé það erfiðasta að vinna af öllum mótum ársins. Mjög gaman er að fylgjast með mótinu því...

Mark O´Meara sigrar eftir 6 ára bið (6 álit)

í Golf fyrir 20 árum
Hinn 47 ára bandaríski Mark O'Meara vann í dag (7. mars) Dubai Desert Classic á European Tour og lauk þar með 6 ára bið hans eftir titli. O'Meara sem er einn besti vinur Tiger Woods vann síðast árið 1998 og þá lyfti hann hinum fræga Claret Jug bikar eftir að hafa sigrað á Opna Breska. Mark O'Meara sigraði Paul McGinley með einu höggi eða á -17 undir pari. Ernie Els varð í þriðja sæti á -13 undir pari og Tiger Woods í 5. sæti á -11 undir pari. Mark O´Meara sagði í viðtali að árið 1998 þegar...

DAVIS LOVE kórónar frábært ár (2 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 2 mánuðum
Davis Love III minnti heldur betur á sig um helgina. Undanfarinn mánuð hafa þeir Tiger Woods og Vijay Singh fengið alla athygli fjölmiðla vegna kjörs á “Player of the Year” viðurkenningunni, kjörs sem var mjög tvísýnt en endaði loks í höndum Tigers. Af mörgum talið hefur Davis Love III leikið sitt besta golf í ár. Hann hefur einnig sagt að þetta sé hans besta tímabil frá upphafi þrátt fyrir að hann sigraði ekki á neinu risamóti. Mörgum fannst DL3 gleymast í umræðunni um hver ætti að hljóta...

WGC - World Cup (1 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 3 mánuðum
Í dag hefst WORLD CUP sem er síðasta mótið á WGC mótaröðinni. Mótið er tveggja manna liðakeppni og hefur verið haldin frá árinu 1953 en keppnin í ár verður sú fjórða í röðinni undir merkjum World Golf Championships (WGC). Önnur mót á þeirri mótaröð eru: Accenture Match Play Championship, NEC Invitational og American Express. Tiger Woods og David Duval unnu árið 2000 þegar WORLD CUP var fyrst spilað undir merkjum WGC og með nýju fyrirkomulagi. Áður var spilaður höggleikur þar sem samanlagt...

Chad Campbell sigrar THE TOUR Championship (3 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Fyrir skömmu var Chad Campbell kynntur af Sports Illustrated sem “the next big thing”. Þeir hjá þessu virta tímariti eru ekki einir um þá skoðun. Margir hafa spáð Chad Campbell góðu gengi í framtíðinni. Fyrr í sumar var hann hársbreidd frá því að vinna “major” þegar aðeins eitt högg (með 7 járni á síðustu holu) skildi hann og Shaun Micheel að á PGA Championship risamótinu. Tiger Woods og Vijay Singh höfðu báðir sagt á árinu að það væri aðeins tímaspursmál hvenær Campbell sigraði sitt fyrsta...

Besti atvinnukylfingur ársins (17 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 4 mánuðum
- Tiger Woods vs Vijay Singh & Ernie Els Ég er mikið búinn að velta fyrir mér hvaða kylfingur hefur verið bestur á þessu tímabili sem er að ljúka. Ernie Els byrjaði árið langbest allra, Kenny Perry og Davis Love III spiluðu best allra um miðbik tímabilsins, Mike Weir og Jim Furyk unnu risamót og hafa verið í góðu formi allt árið, Tiger Woods hefur ollið sumum vonbrigðum en hefur engu að síður sigrað 5 mót og að lokum hefur Vijay Singh verið í frábæru formi allt tímabilið en sérstaklega nú...

Verður Tiger maður eða mús um helgina? (3 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Nú um helgina fer fram “FUNAI Classic” mótið á PGA mótaröðinni. Mótið er haldið á WALT DISNEY WORLD RESORT svæðinu í Flórída sem þýðir að flestir kylfingarnir koma til með að taka fjölskyldu sína með í för og skemmta sér í garðinum eftir hvern hring. Þeir kalla þetta að vinna í fríinu eða “Working Vacation”. Disney völlurinn þykir frekar léttur (hreinn barnaleikur) og reiknað er með að niðurskurðurinn verði –8 undir par eftir tvo hringi. Stærstu nöfnin sem leika um helgina eru: Tiger Woods,...

The Dunhill Links Championship (6 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 5 mánuðum
- The Dunhill Links Championship Eitt áhugaverðasta mót á European Tour hefst á morgun (fimmtudag) í Skotlandi. Þar koma saman sterkustu kylfingar heims og þekktar stórstjörnur. Þessi blanda af þátttakendum skilar miklu áhorfi og gerir mótið skemmtilegt á að horfa. Það sem gerir svo mótið enn skemmtilegra er að það verður haldið á þremur frægustu “links” völlum heimsins: St. Andrews, Carnoustie og Kingsbarns. Mótið heitir “The Dunhill Links Championship” og er haldið 25. til 28. september og...

Solheim Cup (4 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 5 mánuðum
- RYDER CUP MEÐ VARALIT Karsten Solheim ásamt konu sinni Louise Solheim langaði til að koma af stað liðakeppni milli bandarískra og evrópskra kvenna, svipaðri Ryder Cup. Þetta tókst þeim og árið 1990 fór fyrsta keppnin fram og fékk hún nafnið “Solheim Cup” í höfuðið á stofnendum hennar. Í dag er þetta mót orðið að stórum viðburði og er leikið annað hvert ár. Á útvöldum mótum á bæði evrópsku (LET) og bandarísku (LPGA) mótaröðinni fá keppendur stig sem telja til vals á liðinu. Það þykir mikill...

Adam Scott (3 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Nafn: Adam Scott Þjóðerni: Ástrali Fæddur: 16. júlí 1980 Heimili: Surrey, UK Mótaröð: European Tour Hæð: 183cm Þyngd: 77kg Áhugamál: Íþróttir, ævisögur, tónlist og föt Gerðist atvinnumaður: 2000 með +3 í forgjöf Sigrar: 2001 – Alfred Dunhill Championship 2002 – Qatar Masters 2002 - Diageo Scottish PGA Championship 2003 – Scandic Carlsberg Scandinavian Masters 2003 - Deutche Bank Championship Mig hefur lengi langað til þess að skrifa grein um Adam Scott þar sem hann er í miklu uppáhaldi hjá...

WGC - World Golf Championships (3 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Um helgina lauk NEC Invitational mótinu sem haldið var á Firestone vellinum í Ohio USA. Þetta var mjög sterkt mót þar sem að þátttökurétt höfðu 50 efstu kylfingarnir á heimslistanum ásamt öðrum sem boðið var vegna góðs gengis á árinu. NEC Invitational mótið er eitt af fjórum mótum á WGC mótaröðinni. Mig langar til að fjalla örlítið um WGC sem að mínu mati er mjög merkileg mótaröð. Hún kallast fullu nafni World Golf Championships og eitt er ljóst, allir atvinnukylfingar vilja fá þátttökurétt...

4 sigrar hjá Davis Love (5 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Davis Love III er búinn að vera óstöðvandi á þessu tímabili. Nú um helgina vann hann International golfmótið sem haldið var í Colorado. Hann leiddi frá fyrsta degi að þeim síðasta sem er mjög sjaldgæft. Þetta mót er talið stórt enda taka þátt helstu stjörnur golfheimsins (fyrir utan Tiger Woods sem er að undirbúa sig fyrir síðasta “majorinn” í ár). Þetta var 18. sigur Love á PGA Tour og sá fjórði á þessu ári. Hann bætist því í hóp með Tiger Woods. Með sigrinum er Love orðinn efstur á...

Ben Curtis sigrar Opna Breska 2003 (2 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 7 mánuðum
NOKKRAR STAÐREYNDIR UM OPNA BRESKA 2003 Royal St George’s í Kent er talinn erfiðasti völlurinn sem Opna Breska hefur farið fram á til þessa. Völlurinn var mjög harður alla vikuna. Allir spekingar voru sammála um að reyndur spilari myndi sigra þetta árið. Nöfn eins og Tiger Woods, Ernie Els, Nick Faldo, David Toms og fleiri voru nefnd. Allt kom fyrir ekki og áður óþekktur kylfingur frá Kent í Bandaríkjunum sem heitir Ben Curtis kom öllum á óvart og sigraði með einu höggi. HVER ER BEN CURTIS?...

Of mikill peningur í golfi (9 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 9 mánuðum
Nú er að myndast umræða út í heimi um ágæti alls þess peningastreymis sem flæðir meðal atvinnumanna í golfi. Að mínu mati er allt of mikill peningur kominn inn í þessa ágætu íþrótt. Það eru ótrúlegar fjárhæðir sem leikmenn fá fyrir að vinna mót og auglýsa alls kyns vörur. Þeir bestu fá jafnvel greitt fyrir að aðeins mæta í mótin og sýna sig! Ein af ástæðunum fyrir því að atvinnuboxarar keppa aðeins 1-2 sinnum á ári er sú staðreynd að hungraðir boxarar eru betri boxarar. Það sama gildir í...

Hefur Nike tekið allan kraft úr Tiger ? (33 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 10 mánuðum
*Tekið að mestu úr grein sem birtist í The Guardian 8. apríl* Tiger Woods er enn án nokkurs vafa besti kylfingur heimsins. Hann hefur einnig verið talinn sá högglengsti um áraraðir en aðrir kylfingar eru nú farnir að slá boltann mun lengra en hann. Spurningin er hversu stórt áhyggjuefni þetta er fyrir Tiger Woods og hverju er um að kenna? Þegar Tiger tók sitt fyrsta teighögg sem atvinnumaður fyrir sjö árum sló hann það 336 yarda og varð upp frá því talinn “The king of driving distance”. Í...

Eftir Masters (5 álit)

í Golf fyrir 20 árum, 11 mánuðum
Það er gaman að sjá hve Olazabal stendur sig alltaf vel á Masters. Ég hef alltaf kunnað vel við Olazabal, hann er einn af þessum golfurum sem þarf ekki að æfa sig mikið því hann er “natural talent”. Eða a.m.k. er það mín tilfinnig, það getur vel verið að hann æfi svo manna mest. Ef skoðuð eru úrslit Masters síðustu 10 ára þá sést að Olazabal stendur sig alltaf vel. Hann kann mjög vel við sig á Augusta National og á tvo græna jakka í fataskápnum. Síðan finnst mér líka gaman að sjá hve...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok