WGC - World Cup Í dag hefst WORLD CUP sem er síðasta mótið á WGC mótaröðinni. Mótið er tveggja manna liðakeppni og hefur verið haldin frá árinu 1953 en keppnin í ár verður sú fjórða í röðinni undir merkjum World Golf Championships (WGC). Önnur mót á þeirri mótaröð eru: Accenture Match Play Championship, NEC Invitational og American Express.

Tiger Woods og David Duval unnu árið 2000 þegar WORLD CUP var fyrst spilað undir merkjum WGC og með nýju fyrirkomulagi. Áður var spilaður höggleikur þar sem samanlagt skor beggja í liðinu réði úrslitum. Nú eru spilaðir tveir hringir með “foursome” fyrirkomulagi og tveir hringir með “four-ball” fyrirkomulagi.

Í fyrra sigruðu þeir Shigeki Maruyama og Toshi Izawa frá Japan með tveimur höggum. Keppnin var þá haldin í Mexíkó.

Svona hafa úrslitin verið sl. 11 ár:

1992 United States (Fred Couples/Davis Love III) Madrid, Spain
1993 United States (Fred Couples/Davis Love III) Orlando, FL, USA
1994 United States (Fred Couples/Davis Love III) Dorado, PuertoRico
1995 United States (Fred Couples/Davis Love III) Shenzhan, China
1996 South Africa (Ernie Els/Wayne Westner) Cape Town, South Africa
1997 Ireland (Padraig Harrington/Paul McGinley) Kiawah Is., SC, USA
1998 England (Nick Faldo/David Carter Auckland, NZ
1999 United States (Tiger Woods/Mark O’Meara) KualaLumpur, Malaysia
2000 United States (Tiger Woods/David Duval) BuenosAires, Argentina
2001 South Africa (Ernie Els/Retief Goosen) Gotemba City, Japan
2002 Japan (ShigekiMaruyama/Toshi Izawa) Puerto Vallarta, Mexico

Þátttakendur í ár verða frá 24 löndum, tveir í hverju liði. Keppnin fer fram á The Ocean Course á Kiawah Island svæðinu í Bandaríkjunum. Þar var Ryder Cup spilað árið 1991. Völlurinn er þekktur fyrir mikinn vind sem getur verið mjög breytilegur.

Svona eru liðin skipuð í ár:

Argentina (Eduardo Romero/Angel Cabrera)
Australia (Stuart Appleby/Stephen Leaney)
Chile (Felipe Aguilar/RoyMackenzie)
Denmark (Sorn Kjeldsen/Anders Hansen)
England (Paul Casey/Justin Rose)
France (Thomas Levet/Raphael Jacquelin)
Germany (Alex Cejka/Marcel Siem)
Hong Kong (Derek Fung/James Stewart)
India (Digvijay Singh/Gaurav Ghei)
Ireland (Padraig Harrington/Paul McGinley)
Japan (Shigeki Maruyama/Hidemichi Tanaka)
Korea (K.J. Choi/S.K. Ho)
Myanmar (Kyi Hla Han/Win Aung)
Mexico (Alejandro Quiroz/Antonio Maldonado)
New Zealand (Michael Campbell/David Smail)
Paraguay (Angel Franco/Marco Ruiz)
Scotland (Paul Lawrie/Alastair Forsyth)
South Africa (Trevor Immelman/Rory Sabbatini)
Spain (Ignacio Garrido/Miguel Angel Jimenez)
Sweden (Fredrik Jacobson/Niclas Fasth)
Thailand (Jamnian Chitprasong/Pornsakon Tipsanit)
Trinidad & Tobago (Stephen Ames/Robert Ames)
United States (Jim Furyk/Justin Leonard)
Wales (Bradley Dredge/Ian Woosnam)

Ég spái Bandaríkjunum, Japan og Kóreu góðu gengi. Einnig geta
Englendingarnir Paul Casey og Justin Rose staðið sig vel.
——————-