Ben Curtis sigrar Opna Breska 2003 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM OPNA BRESKA 2003
Royal St George’s í Kent er talinn erfiðasti völlurinn sem Opna Breska hefur farið fram á til þessa. Völlurinn var mjög harður alla vikuna. Allir spekingar voru sammála um að reyndur spilari myndi sigra þetta árið. Nöfn eins og Tiger Woods, Ernie Els, Nick Faldo, David Toms og fleiri voru nefnd. Allt kom fyrir ekki og áður óþekktur kylfingur frá Kent í Bandaríkjunum sem heitir Ben Curtis kom öllum á óvart og sigraði með einu höggi.

HVER ER BEN CURTIS?
Hann fæddist 26. maí 1977 í Columbus Ohio. Amma hans og afi eiga golfklúbb í Ohio og segjast hafa komið Ben í golfið. Hann útskrifaðist úr Kent State University árið 2000 og spilaði vel með golfliðinu þeirra. Hann komst í undanúrslit í US Amateur 1999 og vann með liði Bandaríkjanna í Eisenhower keppninni árið 2000. Ben lék lengi á Hooters mótaröðinni áður en hann komst inn á US PGA mótaröðina síðasta vetur. Áður en hann sigraði á Opna Breska hafði hann unnið sér inn $195.689 og var í 142. sæti. Hann var í 396. sæti á heimslistanum en er núna í 35. sæti!

HVERNIG SIGRAÐI HANN OPNA BRESKA?
Ben Curtis fékk inngöngu í mótið með því að enda í 13. sæti tveimur vikur áður í Western Open mótinu á US PGA mótaröðinni. Svona gerast draumarnir!

Ben kom til Englands á laugardeginum fyrir mótið og var sá fyrsti til að mæta. Þetta var hans fyrsta risamót og fyrsta mót hans á strandarvelli. Hann hafði ekki kylfusvein en náði að redda einum rétt fyrir mótið fyrir algjöra tilviljun.

Ben hóf leik eftir hádegi á fimmtudeginum þegar versta veðrið stóð yfir. Þrátt fyrir það lék hann á 72 höggum sem er ekki slæmt fyrir nýliða. Á föstudeginum lék hann aftur á 72 og var í góðum málum. Hann var ekki sýndur mikið í sjónvarpinu né voru tekin viðtöl við hann því engin bjóst við því að óþekktur Bandaríkjamaður án reynslu gæti unnið Opna Breska. Hann lék mjög vel á laugardeginum og kom inn á 70 höggum. Fyrstu þrjá dagana lék hann vel því teighöggin hans voru nákvæm og púttin duttu. Fyrir hringinn á sunnudeginum var hann tveimur höggum frá Thomas Björn. Nú hófst draumurinn. Hann byrjaði frábærlega og missti ekki högg fyrr en á 11. holu. Hann var þá 6 undir á deginum og samtals 5 undir með tveggja högga forystu. Á þessari stundu má segja að raunveruleikinn hafi tekið við. Ben fékk fjóra skolla fram að 18. holu. Þegar hann stóð á 18. teig hélt hann að þessu væri lokið því Thomas Björn var 4 undir eftir 15 holur. Hann sló til vinstri og þaðan yfir grínið. Þriðja höggið fór 3 metra yfir holuna og á meðan hann beið eftir að klára hringinn sá hann á risatjaldi Thomas Björn slá 3 högg úr glompu á 16. holu. Ben náði einbeitingunni aftur og settið púttið í fyrir pari og allir kunna restina af sögunni.

HVAÐ ER HANN MEÐ Í POKANUM?
Bolti: Pro V1x
Skór: FootJoy Dry ICE
Hanski: Titleist Players
Driver: Titleist 983K, 9.5°
3 tré: Titleist 980F
2 járn: Titleist DCI 822
3-9 járn: Titleist DCI 981
Wedgar: Titleist Vokey Design
Pútter: Titleist Scotty Cameron Studio Stainless Newport II

Fyrir sigurinn fékk Ben rúmar 1.000.000 Evra eða tæpar 100 milljónir. Hann hefur nú tryggt sér þátttökurétt á stærstu mótunum, t.d. World Matchplay Championship.
——————-