Adam Scott Nafn: Adam Scott
Þjóðerni: Ástrali
Fæddur: 16. júlí 1980
Heimili: Surrey, UK
Mótaröð: European Tour
Hæð: 183cm
Þyngd: 77kg
Áhugamál: Íþróttir, ævisögur, tónlist og föt
Gerðist atvinnumaður: 2000 með +3 í forgjöf
Sigrar:
2001 – Alfred Dunhill Championship
2002 – Qatar Masters
2002 - Diageo Scottish PGA Championship
2003 – Scandic Carlsberg Scandinavian Masters
2003 - Deutche Bank Championship

Mig hefur lengi langað til þess að skrifa grein um Adam Scott þar sem hann er í miklu uppáhaldi hjá mér. Mér finnst viðeigandi að skrifa þessa grein núna því Adam Scott náði stórum áfanga síðustu helgi þegar hann sigraði sitt fyrsta mót á PGA Tour. Áður hafði hann unnið fjögur mót á European Tour. Samtals hefur hann því unnið fimm mót á ferlinum sem atvinnumaður sem verður að teljast mjög gott miðað við að hann er einungis 23 ára. Scott hefur unnið mót um allan heim: í Svíþjóð, Skotlandi, Qatar, Suður Afríku og í Bandaríkjunum. Tiger Woods sagði eftir sigur Adam Scott að þetta hefði bara verið tímaspursmál. Tiger veit vel hve Adam er góður því þeir tveir eru góðir félagar og spila oft saman æfingahringi fyrir mót. Kylfusveinar þeirra tveggja eru bræður.

Adam Scott fékk forgjöf þegar hann var 10 ára og byrjaði með 27. Fyrsta settið eignaðist hann 5 ára gamall. Hann dýrkar Greg Norman og vill feta í fótspor hans og verða bestur í Evrópu og síðan í Bandaríkjunum. Hann vill ekki spila á US PGA mótaröðinni fyrr en hann er tilbúinn. Eins og staðan er í dag finnst hann honum eiga margt ólært.

Adam komst fyrst í fréttirnar á sínu fyrsta ári sem atvinnumaður. Ástæðan var sú að sveifla hans var mjög lík sveiflu Tiger Woods. Það var engin furða því bæði Adam og Tiger eru hjá sama golfkennara, Butch Harmon.

Adam Scott er mjög góður vinur Justin Rose. Þeir tveir ásamt Sergio Garcia eru fæddir árið 1980 og eiga það sameiginlegt að vera taldir þeir líklegustu til að veita Tiger Woods samkeppni í framtíðinni.

Adam Scott komst á European Tour árið 2001 aðeins tvítugur að aldri. Það kom engum á óvart því hann var talinn vera næstbesti áhugamaðurinn í heiminum á þessum tíma. Hann endaði í 13. sæti á peningalistanum það árið. Næsta ár gerði hann en betur þökk sé tveimur sigrum og endaði í 7. sæti. Hann byrjaði þetta tímabil vel (2003) og endaði í 3. sæti á Accenture Match Play mótinu á WGC mótaröðinni. Þar tapaði hann í undanúrslitum á móti Tiger Woods á 20. holu í leik sem margir muna eftir. Í ágúst sigraði hann í Svíþjóð og um síðustu helgi sigraði hann á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum.

Pokinn hjá Adam Scott lítur svona út:

Bolti: Titleist ProV1x
Driver: Titleist 975JVS 7.5° m. stálskafti
Brautartré: Titleist PT 15°
Járn: Titleist 680MB
Wedgar: Titleist Vokey Design 56° & 60°
Pútter: Titleist Scotty Cameron

Adam Scott er mjög spennandi kylfingur og algjör töffari. Ég held að hann muni verða sá allra besti eftir 5 ár. Sveiflan hans er mjög góð og hann er högglangur.

Hérna er hægt að sjá sveifluna hans: Adam Scott
——————-