Lokahringur BUICK OPEN Nú fer fram eitt af stærri mótum á PGA mótaröðinni ár hvert, BUICK OPEN. Eftir þrjá hringi af fjórum stefnir í mjög athyglisverðan lokahring.

Fiji búinn Vijay Singh leiðir mótið á -18 undir pari, hann á 2 högg á John Daly og 3 högg á erkióvin sinn Tiger Woods. Vijay Singh hefur nú þegar unnið þrívegis í ár en hefur ekki gengið vel í síðustu mótum. Hann skipti um pútter fyrir þetta mót og það virðist vera að skila sér. Langi pútterinn sem hann hefur notað í rúm 3 ár er horfinn.

Loksins virðist Tiger Woods ætla að gera gott mót, hann hefur ekki enn náð að spila alla hringi á móti undir 70 höggum en gæti tekist það í dag. Tiger hefur leikið vel, búinn að fá 16 fugla og aðeins einn skolla (rest par).

John Daly byrjaði árið vel og vann Buick Invitational en hefur ekki náð að enda á meðal 10 efstu síðan í Apríl. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann nái að ógna Vijay Singh í dag.

Það stefnir allt í mjög spennandi lokadag. Svona lítur staðan út fyrir átökin:

1 Vijay Singh -18 63 70 65 - 198
2 John Daly -16 70 64 66 - 200
T3 Tiger Woods -15 67 68 66 - 201
T3 Carlos Franco -15 67 67 67 - 201
5 Daniel Chopra -14 68 68 66 - 202
T6 Olin Browne -13 64 70 69 - 203
T6 Jim Furyk -13 66 67 70 - 203
T8 Matt Gogel -12 68 68 68 - 204
T8 Stewart Cink -12 69 65 70 - 204
10 Jeff Sluman -11 70 67 68 - 205
——————-