Málið með soundtrackið er aðallega það að í FOTR var meira að moða úr. Þeir fóru á mun fleiri staði og ferðuðust, það gerðist meira af ólíkum hlutum í þeirri mynd. Það bauð uppá notkun margra þema (Lothlorien, Imladris & Moria, t.a.m.) Mér finnst samt eitt flottasta lagið vera á TTT: Lag nr. 15, ef ég man rétt, þar sem álfarnir marséra eftir að veggurinn á Helm's Deep hefur verið sprengdur upp. Það er svona hörkuleg útgáfa af Lothlorienþemanu úr fyrri myndinni. Alger snilld.